Endurheimti jólagjafir með hjálp Facebook Jóhann Óli Eiðsson skrifar 19. desember 2014 20:15 Eyrún Fríða lætur Mikael Andrason hafa gjafirnar. Andri Lúthersson, faðir drengsins og eiginmaður eiganda gjafanna, stendur hjá. vísir/ernir „Það er rétt, gjafirnar eru komnar í hendur þeirra sem keyptu þær,“ segir Eyrún Fríða Árnadóttir. Í gær fann hún á Laufásvegi innpakkaðar gjafir sem einhver hafði glatað. Hún lýsti í kjölfarið eftir eigandanum á Facebook og innan sólarhring voru gjafirnar komnar í réttar hendur á ný. „Þetta er í raun nokkuð skondið hvernig þetta gerðist. Sú sem týndi gjöfunum vissi ekki að hún hefði tapað þeim og notar ekki Facebook í þokkabót. Þannig það var ekki hún bar kennsl á þá,“ segir Eyrún. Sú sem týndi gjöfunum heitir Sigríður Laufey Gunnarsdóttir. Hún hafði verið að koma af Laugaveginum með fjöldann allan af pokum er sími hennar hringdi. Hún lagði pokana frá sér meðan hún talaði í símann en er hún hélt af stað á nýjan leik gleymdist pokinn með þessum gjöfum. „Pokinn innihélt jólagjöf og fimmtugsafmælisgjöf til systur minnar,“ segir Sigríður Laufey. Gjafirnar hafi verið í glærum, ómerktum poka og ekki verið mjög merkilegar á að líta. Líkt og áður segir notar Sigríður ekki Facebook og það var ekki hún sem kannaðist við gjafirnar. Aðspurð segist hún í raun ekki hafa haft hugmynd um að þær hafi verið týndar fyrr en hún fékk símtal og var spurð út í þær! Starfsfólk Spark Design á Klapparstíg kannaðist hins vegar við gjafapappírinn. Gjafirnar höfðu verið keyptar þar og pakkað inn af starfsmanni sem kannaðist við þær á myndinni. Starfsfólk fletti í kjölfarið upp færslum gærdagsins, hringdi í greiðslukortafyrirtækið og í kjölfarið fannst réttur eigandi. „Á gjöfunum var einkennandi slaufa sem er víst eingöngu hægt að fá í Spark Design. Þau púsluðu því saman að það hefði sennilega verið ég sem týndi þessu,“ segir Sigríður. „Mér finnst ótrúlega gott að gjafirnar séu þar sem þær eiga að vera og ég er þakklát öllum þeim sem deildu myndinni,“ segir Eyrún og bætir við að það sé ánægjulegt hve margir hafi aðstoðað. Ríflega 1.600 manns deildu myndinni á samskiptamiðlinum Facebook. „Þetta er í raun yndisleg jólasaga. Ég skil ekkert í henni [Eyrúnu] að nenna að standa í þessu, það hefði ekki hver sem er gert þetta. Þarna er á ferð sannur jólaandi og náungakærleikur,“ segir Sigríður. Hún segir að hún hafi ekki komist til að sækja pokann sjálf en sonur hennar og eiginmaður hafi gert það fyrir hana. Hún ætli sér þó að heimsækja Eyrúnu á næstu dögum og þakka henni fyrir. „Ætli ég fái mér samt ekki aðgang á Facebook úr þessu. Ég íhuga það allavega alvarlega,“ segir Sigríður að lokum. Jólafréttir Tengdar fréttir Þekkir þú þessar jólagjafir? Eyrún Fríða Árnadóttir lýsir á Facebook eftir eiganda þriggja jólagjafa sem hún fann á Laufásvegi. 18. desember 2014 21:23 Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Fleiri fréttir Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Sjá meira
„Það er rétt, gjafirnar eru komnar í hendur þeirra sem keyptu þær,“ segir Eyrún Fríða Árnadóttir. Í gær fann hún á Laufásvegi innpakkaðar gjafir sem einhver hafði glatað. Hún lýsti í kjölfarið eftir eigandanum á Facebook og innan sólarhring voru gjafirnar komnar í réttar hendur á ný. „Þetta er í raun nokkuð skondið hvernig þetta gerðist. Sú sem týndi gjöfunum vissi ekki að hún hefði tapað þeim og notar ekki Facebook í þokkabót. Þannig það var ekki hún bar kennsl á þá,“ segir Eyrún. Sú sem týndi gjöfunum heitir Sigríður Laufey Gunnarsdóttir. Hún hafði verið að koma af Laugaveginum með fjöldann allan af pokum er sími hennar hringdi. Hún lagði pokana frá sér meðan hún talaði í símann en er hún hélt af stað á nýjan leik gleymdist pokinn með þessum gjöfum. „Pokinn innihélt jólagjöf og fimmtugsafmælisgjöf til systur minnar,“ segir Sigríður Laufey. Gjafirnar hafi verið í glærum, ómerktum poka og ekki verið mjög merkilegar á að líta. Líkt og áður segir notar Sigríður ekki Facebook og það var ekki hún sem kannaðist við gjafirnar. Aðspurð segist hún í raun ekki hafa haft hugmynd um að þær hafi verið týndar fyrr en hún fékk símtal og var spurð út í þær! Starfsfólk Spark Design á Klapparstíg kannaðist hins vegar við gjafapappírinn. Gjafirnar höfðu verið keyptar þar og pakkað inn af starfsmanni sem kannaðist við þær á myndinni. Starfsfólk fletti í kjölfarið upp færslum gærdagsins, hringdi í greiðslukortafyrirtækið og í kjölfarið fannst réttur eigandi. „Á gjöfunum var einkennandi slaufa sem er víst eingöngu hægt að fá í Spark Design. Þau púsluðu því saman að það hefði sennilega verið ég sem týndi þessu,“ segir Sigríður. „Mér finnst ótrúlega gott að gjafirnar séu þar sem þær eiga að vera og ég er þakklát öllum þeim sem deildu myndinni,“ segir Eyrún og bætir við að það sé ánægjulegt hve margir hafi aðstoðað. Ríflega 1.600 manns deildu myndinni á samskiptamiðlinum Facebook. „Þetta er í raun yndisleg jólasaga. Ég skil ekkert í henni [Eyrúnu] að nenna að standa í þessu, það hefði ekki hver sem er gert þetta. Þarna er á ferð sannur jólaandi og náungakærleikur,“ segir Sigríður. Hún segir að hún hafi ekki komist til að sækja pokann sjálf en sonur hennar og eiginmaður hafi gert það fyrir hana. Hún ætli sér þó að heimsækja Eyrúnu á næstu dögum og þakka henni fyrir. „Ætli ég fái mér samt ekki aðgang á Facebook úr þessu. Ég íhuga það allavega alvarlega,“ segir Sigríður að lokum.
Jólafréttir Tengdar fréttir Þekkir þú þessar jólagjafir? Eyrún Fríða Árnadóttir lýsir á Facebook eftir eiganda þriggja jólagjafa sem hún fann á Laufásvegi. 18. desember 2014 21:23 Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Fleiri fréttir Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Sjá meira
Þekkir þú þessar jólagjafir? Eyrún Fríða Árnadóttir lýsir á Facebook eftir eiganda þriggja jólagjafa sem hún fann á Laufásvegi. 18. desember 2014 21:23