Team America tekin úr sýningu Samúel Karl Ólason skrifar 19. desember 2014 10:10 Talið er að Norður-Kórea hafi komið að árásinni á tölvukerfi Sony. Vísir/AFP Hollywood virðist vera orðið hrætt við að ergja stjórnendur Norður-Kóreu, sem hafa verið bendlaðir við tölvuárásina á Sony. Önnur tíu ára gömul mynd sem sýnir dauða þáverandi leiðtoga Norður-Kóreu, Kim Jong-il hefur verið tekin úr sýningu. Í kjölfar þess að stórar kvikmyndahúsasamsteypur hættu við sýningu The Interview, hætti Sony alfarið við útgáfu myndarinnar í bili. Eigendur annarra kvikmyndahúsa ákváðu þess í stað að sýna myndina Team America: World Police. Paramount Pictures, dreifingaraðili myndarinnar hefur nú bannað kvikmyndahúsum að sýna myndina. Þetta kemur fram á vef Variety. Brúðumyndin Team America fjallar um baráttu bandarískrar sérsveitar gegn Kim Jong-il föður Kim Jong-un, núverandi einræðisherra Norður-Kóreu. Í þeirri mynd er Kim Jong-il drepinn, en sonur hans er veginn í myndinni The Interview. Þar að auki hefur verið hætt við framleiðslu myndar sem átti að fjalla um bandarískan mann, sem Steve Carell átti að leika, sem væri handtekinn í Norður-Kóreu. Þar sem bandarískir kvikmyndaframleiðendur eru sífellt meira að reiða sig á tekjur erlendis frá hefur Norður-Kórea þótt hentugur óvinur. Til dæmis var endurgerð Red Dawn breytt skömmu fyrir útgáfu og Norður-Kórea gerð að „vonda kallinum“ í stað Kína.Dauði Kim Jong-il Trailer myndarinnar Bíó og sjónvarp Sony-hakkið Tengdar fréttir Leikarar reiðir yfir ákvörðun kvikmyndahúsa Hakkarar sagðir hafa unnið með hótunum og ákvörðunin talin gefa slæmt fordæmi. 18. desember 2014 10:40 Hóta þeim sem munu horfa á The Interview Frumsýningu myndarinnar í New York hefur verið frestað vegna hótana hakkara. 17. desember 2014 10:45 Sony skipar fjölmiðlum að fjalla ekki um lekann Hótar málsóknum haldi fjölmiðlar áfram að segja frá neyðarlegum upplýsingum sem stolið var úr tölvukerfum Sony. 15. desember 2014 15:00 Sony hættir við að sýna The Interview Ákvörðunin er tekin eftir að stærstu kvikmyndahúsakeðjur Bandaríkjanna tilkynntu að myndin yrði ekki tekin til sýninga. 17. desember 2014 23:19 Mest lesið Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Hollywood virðist vera orðið hrætt við að ergja stjórnendur Norður-Kóreu, sem hafa verið bendlaðir við tölvuárásina á Sony. Önnur tíu ára gömul mynd sem sýnir dauða þáverandi leiðtoga Norður-Kóreu, Kim Jong-il hefur verið tekin úr sýningu. Í kjölfar þess að stórar kvikmyndahúsasamsteypur hættu við sýningu The Interview, hætti Sony alfarið við útgáfu myndarinnar í bili. Eigendur annarra kvikmyndahúsa ákváðu þess í stað að sýna myndina Team America: World Police. Paramount Pictures, dreifingaraðili myndarinnar hefur nú bannað kvikmyndahúsum að sýna myndina. Þetta kemur fram á vef Variety. Brúðumyndin Team America fjallar um baráttu bandarískrar sérsveitar gegn Kim Jong-il föður Kim Jong-un, núverandi einræðisherra Norður-Kóreu. Í þeirri mynd er Kim Jong-il drepinn, en sonur hans er veginn í myndinni The Interview. Þar að auki hefur verið hætt við framleiðslu myndar sem átti að fjalla um bandarískan mann, sem Steve Carell átti að leika, sem væri handtekinn í Norður-Kóreu. Þar sem bandarískir kvikmyndaframleiðendur eru sífellt meira að reiða sig á tekjur erlendis frá hefur Norður-Kórea þótt hentugur óvinur. Til dæmis var endurgerð Red Dawn breytt skömmu fyrir útgáfu og Norður-Kórea gerð að „vonda kallinum“ í stað Kína.Dauði Kim Jong-il Trailer myndarinnar
Bíó og sjónvarp Sony-hakkið Tengdar fréttir Leikarar reiðir yfir ákvörðun kvikmyndahúsa Hakkarar sagðir hafa unnið með hótunum og ákvörðunin talin gefa slæmt fordæmi. 18. desember 2014 10:40 Hóta þeim sem munu horfa á The Interview Frumsýningu myndarinnar í New York hefur verið frestað vegna hótana hakkara. 17. desember 2014 10:45 Sony skipar fjölmiðlum að fjalla ekki um lekann Hótar málsóknum haldi fjölmiðlar áfram að segja frá neyðarlegum upplýsingum sem stolið var úr tölvukerfum Sony. 15. desember 2014 15:00 Sony hættir við að sýna The Interview Ákvörðunin er tekin eftir að stærstu kvikmyndahúsakeðjur Bandaríkjanna tilkynntu að myndin yrði ekki tekin til sýninga. 17. desember 2014 23:19 Mest lesið Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Leikarar reiðir yfir ákvörðun kvikmyndahúsa Hakkarar sagðir hafa unnið með hótunum og ákvörðunin talin gefa slæmt fordæmi. 18. desember 2014 10:40
Hóta þeim sem munu horfa á The Interview Frumsýningu myndarinnar í New York hefur verið frestað vegna hótana hakkara. 17. desember 2014 10:45
Sony skipar fjölmiðlum að fjalla ekki um lekann Hótar málsóknum haldi fjölmiðlar áfram að segja frá neyðarlegum upplýsingum sem stolið var úr tölvukerfum Sony. 15. desember 2014 15:00
Sony hættir við að sýna The Interview Ákvörðunin er tekin eftir að stærstu kvikmyndahúsakeðjur Bandaríkjanna tilkynntu að myndin yrði ekki tekin til sýninga. 17. desember 2014 23:19
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein