Íslenska landsliðið í knattspyrnu spilar tvo vináttuleiki við Kanada í janúar, en knattspyrnusambönd þjóðanna hafa komist að samkomulagi um leikstað og leiktíma.
Leikirnir fara fram í Flórída í Bandaríkjunum og verður spilað þann 16. og 19. janúar, að því fram kemur á vef KSÍ.
Ekki er um alþjóðlega leikdaga að ræða þannig eins og vanalega í janúarleikjunum fá leikmenn sem hafa staðið fyrir utan byrjunarliðið og landsliðshópinn að spreyta sig.
Ísland og Kanada hafa einu sinni mæst á knattspyrnuvellinum, en það var á Laugardalsvellinum árið 2007. Liðin skildu þá jöfn, 1-1.

