Taka lán hjá Norræna fjárfestingabankanum Samúel Karl Ólason skrifar 18. desember 2014 07:48 Frá undirritun samningsins í gær. Isavia ohf. og Nærræni fjárfestingabankinn (NIB) undirrituðu í gær lánasamning að upphæð 32 milljónum evra, sem samsvarar um fimm milljónum króna. Lánið er vegna framkvæmda og endurbóta á Keflavíkurflugvelli. Vinna er nú hafin við fimm þúsund fermetra stækkun flugstöðvarinnar og er áætlað að framkvæma í afkastaaukandi verkefnum á flugvellinum fyrir um 15 milljarða króna á árunum 2014 – 2016. „Miklar fjárfestingar eru nauðsynlegar á Keflavíkurflugvelli til þess að mæta síauknum kröfum um aukna afkastagetu og þjónustu. Áætlað er að gerð aðalskipulags og þróunaráætlunar fyrir flugvöllinn ljúki á næsta ári og þá skýrist betur hvaða leið verður farin til þess að mæta langtímaþörfum flugvallarins og notenda hans,“ segir Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia í tilkynningu frá fyrirtækinu. Í tilkynningunni segir að lánið sé veitt án sérstakra trygginga eða ábyrgðar frá eiganda og sé til marks um tiltrú bankans á félaginu og rekstri þess. „Við fögnum samstarfinu við Norræna fjárfestingarbankann og teljum það fyrirtækinu til framdráttar að vera með svo öflugan bakhjarl sem lánveitanda.“ Norræni fjárfestingarbankinn er alþjóðleg bankastofnun í eigu átta norrænna ríkja: Danmerkur, Finnlands, Íslands, Eistlands, Lettlands, Litháens, Noregs og Svíþjóðar. Bankinn annast fjármögnum verkefna á vegum opinberra aðila og einkaaðila innan og utan norrænu landanna og nýtur hæsta lánshæfismats hjá helstu matsfyrirtækjum heims, Standard & Poor’s og Moody’s. „Farþegum á Keflavíkurflugvelli hefur fjölgað jafnt og þétt. Fyrirhugaðar fjárfestingar sem Norræni fjárfestingarbankinn fjármagnar munu að hluta koma til móts við aukna eftirspurn eftir þjónustu og auka möguleika á samkeppni flugfélaga í flugi til og frá Íslandi,“ segir Henrik Normann bankastjóri. Fréttir af flugi Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Fleiri fréttir Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Sjá meira
Isavia ohf. og Nærræni fjárfestingabankinn (NIB) undirrituðu í gær lánasamning að upphæð 32 milljónum evra, sem samsvarar um fimm milljónum króna. Lánið er vegna framkvæmda og endurbóta á Keflavíkurflugvelli. Vinna er nú hafin við fimm þúsund fermetra stækkun flugstöðvarinnar og er áætlað að framkvæma í afkastaaukandi verkefnum á flugvellinum fyrir um 15 milljarða króna á árunum 2014 – 2016. „Miklar fjárfestingar eru nauðsynlegar á Keflavíkurflugvelli til þess að mæta síauknum kröfum um aukna afkastagetu og þjónustu. Áætlað er að gerð aðalskipulags og þróunaráætlunar fyrir flugvöllinn ljúki á næsta ári og þá skýrist betur hvaða leið verður farin til þess að mæta langtímaþörfum flugvallarins og notenda hans,“ segir Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia í tilkynningu frá fyrirtækinu. Í tilkynningunni segir að lánið sé veitt án sérstakra trygginga eða ábyrgðar frá eiganda og sé til marks um tiltrú bankans á félaginu og rekstri þess. „Við fögnum samstarfinu við Norræna fjárfestingarbankann og teljum það fyrirtækinu til framdráttar að vera með svo öflugan bakhjarl sem lánveitanda.“ Norræni fjárfestingarbankinn er alþjóðleg bankastofnun í eigu átta norrænna ríkja: Danmerkur, Finnlands, Íslands, Eistlands, Lettlands, Litháens, Noregs og Svíþjóðar. Bankinn annast fjármögnum verkefna á vegum opinberra aðila og einkaaðila innan og utan norrænu landanna og nýtur hæsta lánshæfismats hjá helstu matsfyrirtækjum heims, Standard & Poor’s og Moody’s. „Farþegum á Keflavíkurflugvelli hefur fjölgað jafnt og þétt. Fyrirhugaðar fjárfestingar sem Norræni fjárfestingarbankinn fjármagnar munu að hluta koma til móts við aukna eftirspurn eftir þjónustu og auka möguleika á samkeppni flugfélaga í flugi til og frá Íslandi,“ segir Henrik Normann bankastjóri.
Fréttir af flugi Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Fleiri fréttir Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Sjá meira