Alfreð Finnbogason opnaði markareikning sinn hjá Real Sociedad í kvöld þegar hann skoraði bæði mörk liðsins í 2-0 sigri á c-deildarliðinu Oviedo í 32 liða úrslitum spænska Konungsbikarsins.
Oviedo og Real Sociedad gerðu markalaust jafntefli í fyrri leiknum sem fór fram á heimavelli Oviedo. Real Sociedad vann því samanlagt 2-0.
Alfreð skoraði fyrra mark sitt á 27. mínútu leiksins með vinstri fótar skoti eftir sendingu Pablo Hervías en það síðara skoraði Alfreð á 61. mínútu þegar hann fylgdi eftir skoti félaga síns. Alfreð fékk síðan heiðursskiptingu á 83. mínútu leiksins.
David Moyes stillti upp í leikkerfinu 4-2-3-1 og var Alfreð fremstur með þá Sergio Canales, David Zurutuza og Pablo Hervías fyrir aftan sig.
Alfreð var fyrir leikinn búinn að spila þrettán leiki í öllum keppnum með Real Sociedad án þess að ná að skora. Tíu af þessum leikjum voru í spænsku úrvalsdeildinni.
Alfreð fékk stuðningsyfirlýsingu frá David Moyes fyrir leikinn og það er ljóst á öllu að það hefur gefið okkar manni sjálfstraust til að brjóta ísinn og skora sitt fyrsta mark fyrir Real Sociedad.
Alfreð með tvö fyrstu mörkin sín fyrir Real Sociedad
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


„Menn vissu bara upp á sig sökina“
Körfubolti

Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United
Enski boltinn


Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni
Íslenski boltinn

Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar
Íslenski boltinn



Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín
Íslenski boltinn

Fleiri fréttir
