Handbolti

Gunnar Steinn sló Rúnar Kára út úr þýska bikarnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gunnar Steinn Jónsson.
Gunnar Steinn Jónsson. Vísir/Getty
Gunnar Steinn Jónsson var í stóru hlutverki í seinni hálfleiknum þegar Gummersbach tryggði sér sæti í átta liða úrslitum þýska bikarsins í handbolta í kvöld eftir eins marks sigur í Íslendingaslag á útivelli á móti TSV Hannover-Burgdorf, 31-30.

Gunnar Steinn skoraði ekki í fyrri hálfleiknum en var með tvö mörk og nokkrar stoðsendingar á góðum kafla í seinni hálfleiknum þegar Gummersbach náði fimm marka forskoti, 27-22.

Gummersbach lifði á þessum góða kafla og tókst að landa sigrinum þrátt fyrir að leikmenn Hannover-Burgdorf hafi nálgast þá á lokamínútum leiksins. Raul Santos var markahæstur hjá með níu mörk en þrír leikmenn liðsins voru síðan með fjögur mörk.

Rúnar Kárason spilaði með liði Hannover-Burgdorf en tókst ekki að skora í leiknum. Lars Lehnhoff var markahæstur hjá liðinu með níu mörk.

Gummersbach-liðið, sem er fimm sætum ofar í þýsku deildinni, er því komið áfram í átta liða úrslit þýsku bikarkeppninnar en þau fara fram í mars.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×