500 manns í sprotafyrirtækjum jarðhitavinnslu á Suðurnesjum Kristján Már Unnarsson skrifar 16. desember 2014 19:00 Um fimmhundruð manns starfa nú í ólíkum fyrirtækjum sem orðið hafa til vegna nýsköpunar í kringum jarðhitavinnslu á Suðurnesjum. Dæmi um þetta voru rakin í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Í gróðurhúsi við Grindavík hefur ORF líftækni vakið athygli heimsfjölmiðla fyrir að nýta erfðabreytt bygg í gerð frumuvaka til framleiðslu snyrtivara. Kristinn Grétarsson, forstjóri ORF líftækni, nefndi sem dæmi um árangur sölustarfs að vara frá fyrirtækinu væri nú sú mest selda um borð í flugvélum British Airways og sú fyrsta sem seldist meira en áfengi og tóbak. Bláa lónið, affall úr Svartsengi, sem sennilega yrði ekki leyft í dag, er orðinn vinsælasti ferðamannastaður Íslands og grunnur nýsköpunar í húðvöruiðnaði. Ása Brynjólfsdóttir, rannsóknar- og þróunarstjóri Bláa lónsins, segir að það sé orðið eitt af þekktustu vörumerkjum landsins og snyrtivörur Bláa lónsins sennilega mest seldu íslensku snyrtivörurnar. Í fréttum Stöðvar 2 í gær var sagt frá dýrasta matfiski Íslands, Senegal-flúrunni, sem vex upp í affallssjó frá Reykjanesvirkjun í eldisstöð Stolt Sea Farm. Þar við hliðina reka útgerðarfyrirtæki Grindvíkinga, Þorbjörn og Vísir, fiskþurrkunina Haustak, sem nýtir jarðvarma. Þar fer ekki aðeins fram þurrkun þorskhausa heldur jafnframt margvísleg nýsköpun í gufuþurrkun matvæla. Víkingur Víkingsson, framkvæmdastjóri Haustaks á Reykjanesi, sýndi hvernig nota mætti jarðvarmatæknina til að þurrka ávexti. Þá hafa á síðustu dögum birst fréttir af hátæknifyrirtækinu Carbon Recycling, sem þróar aðferðir til að nýta koltvísýring frá HS Orku til metanólframleiðslu í Svartsengi. Albert Albertsson verkfræðingur, einn af elstu starfsmönnum HS Orku og áður Hitaveitu Suðurnesja, segir að við rekstur og viðhald orkuveranna í Svartsengi og á Reykjanesi starfi nú um 30 manns. „En það eru um og yfir 500 manns sem starfa í þessum hliðarfyrirtækjum.“ „Þrátt fyrir að hér sé framleitt rafmagn þá er líka spa-svæði hér og hér eru framleiddar snyrtivörur á heimsmælikavarða,“ segir Kristín Vala Matthíasdóttir, framkvæmdastjóri Auðlindagarðs HS Orku.Kristín Vala Matthíasdóttir, framkvæmdastjóri Auðlindagarðs HS Orku.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.„Við erum með matvælaiðnað við hliðina á einu af stærstu jarðvarmaorkuverum landsins, - gríðarlega mikla matvælaframleiðslu. Þetta er náttúrlega mjög sérstakt, bæði á Íslandi og á heimsvísu,“ segir Kristín Vala. Í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld er nánar fjallað um atvinnustarfsemi sem skapast hefur vegna nýsköpunar- og þróunarstarfs út frá orkuverunum á Suðurnesjum. Grindavík Orkumál Um land allt Tengdar fréttir Dýrasti fiskur á Íslandi dafnar í affalli virkjunar Einn verðmætasti matfiskur heims, Senegal-flúra, er að ná sláturstærð í eldisstöð Stolt Sea Farm á Reykjanesi. 15. desember 2014 20:15 Vilja tífalda framleiðslu metanóls í Svartsengi Nýsköpunarfyrirtækið Carbon Recycling, sem hyggst reisa metanólverksmiðju fyrir kolaorkuver í Þýskalandi, er á sama tíma að ljúka stækkun eigin verksmiðju í Svartsengi. 13. desember 2014 20:30 Tækni úr Svartsengi nýtt í kolaorkuveri í Þýskalandi Íslensk tækni, sem Carbon Recycling hefur þróað í Svartsengi, verður nýtt í kolaorkuveri í Ruhr-héraðinu í Þýskalandi til að breyta menguðum útblæstri í vistvænt eldsneyti. 11. desember 2014 20:45 Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sjá meira
Um fimmhundruð manns starfa nú í ólíkum fyrirtækjum sem orðið hafa til vegna nýsköpunar í kringum jarðhitavinnslu á Suðurnesjum. Dæmi um þetta voru rakin í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Í gróðurhúsi við Grindavík hefur ORF líftækni vakið athygli heimsfjölmiðla fyrir að nýta erfðabreytt bygg í gerð frumuvaka til framleiðslu snyrtivara. Kristinn Grétarsson, forstjóri ORF líftækni, nefndi sem dæmi um árangur sölustarfs að vara frá fyrirtækinu væri nú sú mest selda um borð í flugvélum British Airways og sú fyrsta sem seldist meira en áfengi og tóbak. Bláa lónið, affall úr Svartsengi, sem sennilega yrði ekki leyft í dag, er orðinn vinsælasti ferðamannastaður Íslands og grunnur nýsköpunar í húðvöruiðnaði. Ása Brynjólfsdóttir, rannsóknar- og þróunarstjóri Bláa lónsins, segir að það sé orðið eitt af þekktustu vörumerkjum landsins og snyrtivörur Bláa lónsins sennilega mest seldu íslensku snyrtivörurnar. Í fréttum Stöðvar 2 í gær var sagt frá dýrasta matfiski Íslands, Senegal-flúrunni, sem vex upp í affallssjó frá Reykjanesvirkjun í eldisstöð Stolt Sea Farm. Þar við hliðina reka útgerðarfyrirtæki Grindvíkinga, Þorbjörn og Vísir, fiskþurrkunina Haustak, sem nýtir jarðvarma. Þar fer ekki aðeins fram þurrkun þorskhausa heldur jafnframt margvísleg nýsköpun í gufuþurrkun matvæla. Víkingur Víkingsson, framkvæmdastjóri Haustaks á Reykjanesi, sýndi hvernig nota mætti jarðvarmatæknina til að þurrka ávexti. Þá hafa á síðustu dögum birst fréttir af hátæknifyrirtækinu Carbon Recycling, sem þróar aðferðir til að nýta koltvísýring frá HS Orku til metanólframleiðslu í Svartsengi. Albert Albertsson verkfræðingur, einn af elstu starfsmönnum HS Orku og áður Hitaveitu Suðurnesja, segir að við rekstur og viðhald orkuveranna í Svartsengi og á Reykjanesi starfi nú um 30 manns. „En það eru um og yfir 500 manns sem starfa í þessum hliðarfyrirtækjum.“ „Þrátt fyrir að hér sé framleitt rafmagn þá er líka spa-svæði hér og hér eru framleiddar snyrtivörur á heimsmælikavarða,“ segir Kristín Vala Matthíasdóttir, framkvæmdastjóri Auðlindagarðs HS Orku.Kristín Vala Matthíasdóttir, framkvæmdastjóri Auðlindagarðs HS Orku.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.„Við erum með matvælaiðnað við hliðina á einu af stærstu jarðvarmaorkuverum landsins, - gríðarlega mikla matvælaframleiðslu. Þetta er náttúrlega mjög sérstakt, bæði á Íslandi og á heimsvísu,“ segir Kristín Vala. Í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld er nánar fjallað um atvinnustarfsemi sem skapast hefur vegna nýsköpunar- og þróunarstarfs út frá orkuverunum á Suðurnesjum.
Grindavík Orkumál Um land allt Tengdar fréttir Dýrasti fiskur á Íslandi dafnar í affalli virkjunar Einn verðmætasti matfiskur heims, Senegal-flúra, er að ná sláturstærð í eldisstöð Stolt Sea Farm á Reykjanesi. 15. desember 2014 20:15 Vilja tífalda framleiðslu metanóls í Svartsengi Nýsköpunarfyrirtækið Carbon Recycling, sem hyggst reisa metanólverksmiðju fyrir kolaorkuver í Þýskalandi, er á sama tíma að ljúka stækkun eigin verksmiðju í Svartsengi. 13. desember 2014 20:30 Tækni úr Svartsengi nýtt í kolaorkuveri í Þýskalandi Íslensk tækni, sem Carbon Recycling hefur þróað í Svartsengi, verður nýtt í kolaorkuveri í Ruhr-héraðinu í Þýskalandi til að breyta menguðum útblæstri í vistvænt eldsneyti. 11. desember 2014 20:45 Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sjá meira
Dýrasti fiskur á Íslandi dafnar í affalli virkjunar Einn verðmætasti matfiskur heims, Senegal-flúra, er að ná sláturstærð í eldisstöð Stolt Sea Farm á Reykjanesi. 15. desember 2014 20:15
Vilja tífalda framleiðslu metanóls í Svartsengi Nýsköpunarfyrirtækið Carbon Recycling, sem hyggst reisa metanólverksmiðju fyrir kolaorkuver í Þýskalandi, er á sama tíma að ljúka stækkun eigin verksmiðju í Svartsengi. 13. desember 2014 20:30
Tækni úr Svartsengi nýtt í kolaorkuveri í Þýskalandi Íslensk tækni, sem Carbon Recycling hefur þróað í Svartsengi, verður nýtt í kolaorkuveri í Ruhr-héraðinu í Þýskalandi til að breyta menguðum útblæstri í vistvænt eldsneyti. 11. desember 2014 20:45
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent