Daninn Stephen Nielsen til í að spila fyrir íslenska landsliðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. desember 2014 18:45 Íslenska landsliðið gæti fengið góðan liðstyrk á næstu misserum fái danski markvörðurinn Stephen Nielsen íslenskt vegabréf en Nielsen er spenntur fyrir því að spila með íslenska landsliðinu. Stephen Nielsen hefur verið einn allra besti markvörður Olís-deildar karla í handbolta síðustu tvö tímabil, fyrst með Fram í fyrra og nú með toppliði Valsmanna. Stephen Nielsen fór á kostum í marki Valsmanna á móti Haukum í gærkvöldi. Hann hreinlega lokaði markinu á löngum köflum og Valsmenn höfðu sjö marka forystu í hálfleik, 17-10. Valsmenn léku við hvern sinn fingur og unnu sannfærandi sigur, 33-26. Stephen Nielsen var öðrum fremur maður leiksins og Guðjón Guðmundsson ræddi við hann eftir leikinn. „Við erum á góðum stað núna en það er langur vegur eftir. Það er einn leikur fyrir jólafrí en þetta snýst alltaf um að standa sig sem best eftir jól. Það er samt alltaf gaman að vera í fyrsta sæti," sagði Stephen Nielsen sem talaði íslensku í viðtalinu við Gaupa. Stephen Nielsen útilokar ekki að sækja um íslenskan ríkisborgararétt til þess að freista þess að vinna sér sæti í íslenska landsliðinu. „Það væri mikill heiður fyrir mig að fá tækifæri til að spila með íslenska landsliðinu og mjög gaman. Ég hef ekki pælt mikið í þessu en mér líður rosalega vel á Íslandi og ef mér væri boðið þetta tækifæri þá myndi ég bara segja: Já, takk," sagði Stephen Nielsen brosandi. Stephen Nielsen varði 24 skot frá Haukunum í gær þar af 14 af 24 skotum Haukanna í fyrri hálfleiknum (58 prósent markvarsla) þegar Valsliðið náði sjö marka forskoti. Allt innslag Guðjóns Guðmundssonar um leikinn má sjá hér að ofan. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur - Haukar 33-26 | Nielsen lagði grunninn að sigri Vals Valur lagði Hauka að velli í 15. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Lokatölur 33-26. 15. desember 2014 12:23 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Fleiri fréttir Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Sjá meira
Íslenska landsliðið gæti fengið góðan liðstyrk á næstu misserum fái danski markvörðurinn Stephen Nielsen íslenskt vegabréf en Nielsen er spenntur fyrir því að spila með íslenska landsliðinu. Stephen Nielsen hefur verið einn allra besti markvörður Olís-deildar karla í handbolta síðustu tvö tímabil, fyrst með Fram í fyrra og nú með toppliði Valsmanna. Stephen Nielsen fór á kostum í marki Valsmanna á móti Haukum í gærkvöldi. Hann hreinlega lokaði markinu á löngum köflum og Valsmenn höfðu sjö marka forystu í hálfleik, 17-10. Valsmenn léku við hvern sinn fingur og unnu sannfærandi sigur, 33-26. Stephen Nielsen var öðrum fremur maður leiksins og Guðjón Guðmundsson ræddi við hann eftir leikinn. „Við erum á góðum stað núna en það er langur vegur eftir. Það er einn leikur fyrir jólafrí en þetta snýst alltaf um að standa sig sem best eftir jól. Það er samt alltaf gaman að vera í fyrsta sæti," sagði Stephen Nielsen sem talaði íslensku í viðtalinu við Gaupa. Stephen Nielsen útilokar ekki að sækja um íslenskan ríkisborgararétt til þess að freista þess að vinna sér sæti í íslenska landsliðinu. „Það væri mikill heiður fyrir mig að fá tækifæri til að spila með íslenska landsliðinu og mjög gaman. Ég hef ekki pælt mikið í þessu en mér líður rosalega vel á Íslandi og ef mér væri boðið þetta tækifæri þá myndi ég bara segja: Já, takk," sagði Stephen Nielsen brosandi. Stephen Nielsen varði 24 skot frá Haukunum í gær þar af 14 af 24 skotum Haukanna í fyrri hálfleiknum (58 prósent markvarsla) þegar Valsliðið náði sjö marka forskoti. Allt innslag Guðjóns Guðmundssonar um leikinn má sjá hér að ofan.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur - Haukar 33-26 | Nielsen lagði grunninn að sigri Vals Valur lagði Hauka að velli í 15. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Lokatölur 33-26. 15. desember 2014 12:23 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Fleiri fréttir Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Haukar 33-26 | Nielsen lagði grunninn að sigri Vals Valur lagði Hauka að velli í 15. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Lokatölur 33-26. 15. desember 2014 12:23