Skrítin jólagjöf fyrir veiðimanninn Karl Lúðvíksson skrifar 16. desember 2014 09:02 Er þetta vitlausasta jólagjöf sem hægt er að finna fyrir veiðimenn? Það er líklega erfitt að kaupa jólagjöf fyrir þann sem hefur verið lengi í veiði og á að öllum líkindum allt sem þarf í veiðina. Þrátt fyrir að allar veiðitöskur og hillur í geymslunni séu fullar af veiðistöngum, veiðijökkum, veiðihjólum, fluguboxum og hverju öðru sem tengist veiði hætta veiðimenn aldrei að safna veiðidóti. Það er gott að eiga nokkur hjól, nokkrar stangir og það er einnig bráðnauðsynlegt að eiga haug af flugum til að hafa úr nægu að velja þegar í veiðina er komið. Á hverju ári koma þó fram gjafir sem sérstaklega hafa verið ætlaðar veiðimönnum og hafa þær það allar sameiginlegt með sér að koma frá hinni stóru Ameríku þar sem hugmyndaflugi í öllu veiðitengdu eru engin takmörk sett. Eitt af því sem hefur verið markaðssett nýlega er myndavél, ekkert ósvipuð GoPro, sem þú festir á fisk sem þu hefur veitt. Málið við þessa meintu "snilld" er að þú sleppir fiskinum aftur og horfir svo á þar tilgerðann skjá til að finna aðra fiska sem fiskurinn þinn finnur. Þetta hljómar kannski eins og hin mesta snilld en við sem veiðum viljum benda vinum og vandamönnum veiðimanna á að forðast gjafir sem þessar. Það er alveg óþarfi að spyrja af hverju, sumum góðum ráðum verður bara að treysta. Við höfum líka séð auglýst í erlendum blöðum litla veiðitjörn sem er ætluð til notkunar inná salernum, svona rétt til að stytta sér stundir á meðan telft er við páfann. Sá pakki lendir á gráu svæði en klárlega er skemmtanagildið eitthvað. Jólafréttir Stangveiði Mest lesið Eltast við allt að 60 punda laxa Veiði Gæsaveiðin hófst í gær Veiði Árlega byssusýningin haldin um helgina Veiði Sjáðu 111 sm lax ganga í Laugardalsá Veiði Sjaldan fleiri laxaseiði í Langá Veiði Gleðilegt nýtt veiðiár Veiði 18.135 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði Styttist í að Ytri Rangá detti í 5.000 laxa Veiði Vötnin í Svínadal farin að gefa Veiði Rjúpnaveiðitímabilið ekki framlengt Veiði
Það er líklega erfitt að kaupa jólagjöf fyrir þann sem hefur verið lengi í veiði og á að öllum líkindum allt sem þarf í veiðina. Þrátt fyrir að allar veiðitöskur og hillur í geymslunni séu fullar af veiðistöngum, veiðijökkum, veiðihjólum, fluguboxum og hverju öðru sem tengist veiði hætta veiðimenn aldrei að safna veiðidóti. Það er gott að eiga nokkur hjól, nokkrar stangir og það er einnig bráðnauðsynlegt að eiga haug af flugum til að hafa úr nægu að velja þegar í veiðina er komið. Á hverju ári koma þó fram gjafir sem sérstaklega hafa verið ætlaðar veiðimönnum og hafa þær það allar sameiginlegt með sér að koma frá hinni stóru Ameríku þar sem hugmyndaflugi í öllu veiðitengdu eru engin takmörk sett. Eitt af því sem hefur verið markaðssett nýlega er myndavél, ekkert ósvipuð GoPro, sem þú festir á fisk sem þu hefur veitt. Málið við þessa meintu "snilld" er að þú sleppir fiskinum aftur og horfir svo á þar tilgerðann skjá til að finna aðra fiska sem fiskurinn þinn finnur. Þetta hljómar kannski eins og hin mesta snilld en við sem veiðum viljum benda vinum og vandamönnum veiðimanna á að forðast gjafir sem þessar. Það er alveg óþarfi að spyrja af hverju, sumum góðum ráðum verður bara að treysta. Við höfum líka séð auglýst í erlendum blöðum litla veiðitjörn sem er ætluð til notkunar inná salernum, svona rétt til að stytta sér stundir á meðan telft er við páfann. Sá pakki lendir á gráu svæði en klárlega er skemmtanagildið eitthvað.
Jólafréttir Stangveiði Mest lesið Eltast við allt að 60 punda laxa Veiði Gæsaveiðin hófst í gær Veiði Árlega byssusýningin haldin um helgina Veiði Sjáðu 111 sm lax ganga í Laugardalsá Veiði Sjaldan fleiri laxaseiði í Langá Veiði Gleðilegt nýtt veiðiár Veiði 18.135 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði Styttist í að Ytri Rangá detti í 5.000 laxa Veiði Vötnin í Svínadal farin að gefa Veiði Rjúpnaveiðitímabilið ekki framlengt Veiði