Handbolti

Tap hjá Erlingi í toppslag

Erlingur gerði HK að Íslandsmeisturum árið 2012 ásamt Kristni Guðmundssyni.
Erlingur gerði HK að Íslandsmeisturum árið 2012 ásamt Kristni Guðmundssyni. Vísir/Daníel
Westwien, sem Erlingur Richardsson þjálfar, beið lægri hlut fyrir Margareten í austuríska handboltanum í dag. Liðin voru í öðru og þriðja sæti deildarinnar fyrir tímabilið.

Erlingur og hans héldu í við Margareten í byrjun, en síðan fór að síga á ógæfuhliðina. Staðan var 16-11 Margareten í vil í hálfleik og þeir unnu að lokum fimm marka sigur, 31-26.

Nikola Ilyk skoraði átta mörk fyrir Margareten, en Fabian Posch var markahæstur hjá Erlingi og hans mönnum með sex mörk.

Erlingur tekur eins og flestir vita við Füsche Berlin næsta sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×