Þessi 24 lið komust áfram í Evrópudeildinni Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. desember 2014 11:46 Napoli-menn fagna. vísir/getty Fyrri hluta leikja kvöldsins í lokaumferð riðlakeppni Evrópudeildar UEFA í knattspyrnu er lokið og hafa tólf lið unnið sér inn farseðil í 32 liða úrslitin. Í A-riðli tryggði Borussia Mönchengladbach sér sigur í riðlinum með því að leggja FC Zürich, 3-0, á heimavelli í kvöld. Villareal þurfti að treysta á að Borussia myndi misstíga sig, en það gerðist ekki. Spænska liðið vann sinn leik gegn Apollon, 2-0, og hafnar í öðru sæti. Rúrik Gíslason var ekki í leikmannahópi FCK sem fékk skell á heimavelli gegn Tórínó, 1-5. FCK endaði í neðsta sæti riðilsins en Club Brugge vinnur hann. Belgarnir lögðu HJK frá Finnlandi, 2-1, í kvöld. Tórínó fer einnig í 16 liða úrslitin sem liðið í öðru sæti B-riðils. Tottenham varð af fyrsta sæti C-riðils þegar það tapaði fyrir Besiktas, 1-0, á útivelli í kvöld. Sá leikur endaði seinna en hinir vegna bilunnar í flóðljósakerfi vallarins. Besiktas tryggði sér sigur í riðlinum með sigrinum í kvöld. Red Bull Salzburg vann 5-1 sigur á Astra í kvöld og rúllaði yfir D-riðilinn. Austuríska liðið innbyrti 16 stig af 18 mögulegum, en skoska liðið Celtic náði öðru sætinu. Celtic tapaði í kvöld en það kom ekki að sök. Rússneska liðið Dinamo Mosvka vinnur E-riðilinn, en það hafði betur gegn PSV á útivelli í kvöld. Rússarnir fengu fullt hús eða 18 stig þrátt fyrir að skora aðeins níu mörk. PSV var öruggt um annað sætið fyrir leikinn. Inter er svo sigurvegari F-riðils eins og var ljóst fyrir kvöldið, en liðið gerði markalaust jafntefli við Karabakh í kvöld á útivell. Dnipropetrovsk vann 1-0 heimasigur á St. Étienne í úrslitaleik um annað sætið og fer í 16 liða úrslitin. Hægt er að smella á leikina hér fyrir neðan til að sjá markaskorara.Liðin sem komust áfram úr leikjunum sem hófust klukkan 18:00 Borussia Mönchengladbach, Villareal, Tórínó, Club Brugge, Tottenham, Besiktas, Red Bull Salzburg, Celtic, Dinamo Mosvka, PSV Eindhoven, Inter, og Dnipropetrovsk. Feyenoord og Sevilla fara upp úr G-riðlinum, en hollenska liðið vann riðilinn með því að leggja Rikjeka, 1-0, að velli í kvöld. Feyenoord vann Standard Liege á útivelli og hafnar í öðru sætinu. Everton var búið að tryggja sér sigur í H-riðli fyrir kvöldið og tapaði fyrir Krasnodar, 1-0. Wolfsburg vann Lille, 3-0, á útivelli í úrslitaleik um annað sætið. Í I-riðli fagnaði Napoli sigri með því að leggja Slovan Bratislava, 3-0, á heimavelli og Young Boys frá Sviss fylgja Ítölunum í 32 liða úrslitin, en það vann Spörtu frá Prag, 2-0. Allt var klárt í J-riðli fyrir kvöldið þar sem Dynamo Kiev fer áfram sem sigurvegari riðilsins en það innbyrti 15 stig af 18. Danmerkurmeistarar Álaborgar komust áfram á níu stigum þrátt fyrir 2-0 tap í Portúgal í kvöld. Fiorentina vinnur K-riðilinn þrátt fyrir tap gegn Dinamo Minsk, 1-2, í kvöld og Guingamp fylgir því í 32 liða úrslitin, en franska liðið vann PAOK, 2-1, á útivelli í úrslitaleik. Legía Varsjá vann svo Trabzonspor frá Tyrklandi, 2-0, í kvöld og fagnar sigri í L-riðli. Tyrkirnir voru öruggir með annað sætið þannig Lokeren og Metalist sitja eftir.Liðin sem eru komin áfram eftir riðlakeppnina: Borussia Mönchengladbach, Villareal, Tórínó, Club Brugge, Tottenham, Besiktas, Red Bull Salzburg, Celtic, Dinamo Mosvka, PSV Eindhoven, Inter, Dnipropetrovsk, Feyenoord, Sevilla, Everton, Wolfsburg, Napoli, Young Boys, Dynamo Kiev, Álaborg, Fiorentina, Guingamp, Legía Varsjá og Trabzonspor.Liðin átta sem koma úr Meistaradeildinni: Olympiacos, Liverpool, Zenit, Anderlecht, Roma, Ajax, Sporting og Athletic Bilbao. Evrópudeild UEFA Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Sjá meira
Fyrri hluta leikja kvöldsins í lokaumferð riðlakeppni Evrópudeildar UEFA í knattspyrnu er lokið og hafa tólf lið unnið sér inn farseðil í 32 liða úrslitin. Í A-riðli tryggði Borussia Mönchengladbach sér sigur í riðlinum með því að leggja FC Zürich, 3-0, á heimavelli í kvöld. Villareal þurfti að treysta á að Borussia myndi misstíga sig, en það gerðist ekki. Spænska liðið vann sinn leik gegn Apollon, 2-0, og hafnar í öðru sæti. Rúrik Gíslason var ekki í leikmannahópi FCK sem fékk skell á heimavelli gegn Tórínó, 1-5. FCK endaði í neðsta sæti riðilsins en Club Brugge vinnur hann. Belgarnir lögðu HJK frá Finnlandi, 2-1, í kvöld. Tórínó fer einnig í 16 liða úrslitin sem liðið í öðru sæti B-riðils. Tottenham varð af fyrsta sæti C-riðils þegar það tapaði fyrir Besiktas, 1-0, á útivelli í kvöld. Sá leikur endaði seinna en hinir vegna bilunnar í flóðljósakerfi vallarins. Besiktas tryggði sér sigur í riðlinum með sigrinum í kvöld. Red Bull Salzburg vann 5-1 sigur á Astra í kvöld og rúllaði yfir D-riðilinn. Austuríska liðið innbyrti 16 stig af 18 mögulegum, en skoska liðið Celtic náði öðru sætinu. Celtic tapaði í kvöld en það kom ekki að sök. Rússneska liðið Dinamo Mosvka vinnur E-riðilinn, en það hafði betur gegn PSV á útivelli í kvöld. Rússarnir fengu fullt hús eða 18 stig þrátt fyrir að skora aðeins níu mörk. PSV var öruggt um annað sætið fyrir leikinn. Inter er svo sigurvegari F-riðils eins og var ljóst fyrir kvöldið, en liðið gerði markalaust jafntefli við Karabakh í kvöld á útivell. Dnipropetrovsk vann 1-0 heimasigur á St. Étienne í úrslitaleik um annað sætið og fer í 16 liða úrslitin. Hægt er að smella á leikina hér fyrir neðan til að sjá markaskorara.Liðin sem komust áfram úr leikjunum sem hófust klukkan 18:00 Borussia Mönchengladbach, Villareal, Tórínó, Club Brugge, Tottenham, Besiktas, Red Bull Salzburg, Celtic, Dinamo Mosvka, PSV Eindhoven, Inter, og Dnipropetrovsk. Feyenoord og Sevilla fara upp úr G-riðlinum, en hollenska liðið vann riðilinn með því að leggja Rikjeka, 1-0, að velli í kvöld. Feyenoord vann Standard Liege á útivelli og hafnar í öðru sætinu. Everton var búið að tryggja sér sigur í H-riðli fyrir kvöldið og tapaði fyrir Krasnodar, 1-0. Wolfsburg vann Lille, 3-0, á útivelli í úrslitaleik um annað sætið. Í I-riðli fagnaði Napoli sigri með því að leggja Slovan Bratislava, 3-0, á heimavelli og Young Boys frá Sviss fylgja Ítölunum í 32 liða úrslitin, en það vann Spörtu frá Prag, 2-0. Allt var klárt í J-riðli fyrir kvöldið þar sem Dynamo Kiev fer áfram sem sigurvegari riðilsins en það innbyrti 15 stig af 18. Danmerkurmeistarar Álaborgar komust áfram á níu stigum þrátt fyrir 2-0 tap í Portúgal í kvöld. Fiorentina vinnur K-riðilinn þrátt fyrir tap gegn Dinamo Minsk, 1-2, í kvöld og Guingamp fylgir því í 32 liða úrslitin, en franska liðið vann PAOK, 2-1, á útivelli í úrslitaleik. Legía Varsjá vann svo Trabzonspor frá Tyrklandi, 2-0, í kvöld og fagnar sigri í L-riðli. Tyrkirnir voru öruggir með annað sætið þannig Lokeren og Metalist sitja eftir.Liðin sem eru komin áfram eftir riðlakeppnina: Borussia Mönchengladbach, Villareal, Tórínó, Club Brugge, Tottenham, Besiktas, Red Bull Salzburg, Celtic, Dinamo Mosvka, PSV Eindhoven, Inter, Dnipropetrovsk, Feyenoord, Sevilla, Everton, Wolfsburg, Napoli, Young Boys, Dynamo Kiev, Álaborg, Fiorentina, Guingamp, Legía Varsjá og Trabzonspor.Liðin átta sem koma úr Meistaradeildinni: Olympiacos, Liverpool, Zenit, Anderlecht, Roma, Ajax, Sporting og Athletic Bilbao.
Evrópudeild UEFA Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Sjá meira