Handbolti

Berlínarrefirnir skotnir í kaf í Flensburg

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Dagur Sigurðsson var ekki kátur í kvöld.
Dagur Sigurðsson var ekki kátur í kvöld. vísir/getty
Flensburg eltir Kiel og Rhein-Neckar Löwen eins og skugginn í toppbaráttu þýsku 1. deildarinnar í handbolta.

Flensburg vann níu marka sigur á lærisveinum Dags Sigurðssonar í Füchse Berlín á heimavelli sínum í kvöld, 36-27.

Jafnt var með liðunum framan af í fyrri hálfleik, en í stöðunni 13-12 skoraði Flensburg sjö mörk gegn tveimur og hafði sex marka forskot í hálfleik, 20-14.

Það var aldrei spurning um hvort liðið myndi hafa sigurinn í seinni hálfleik. Mest náði Flensburg ellefu marka forskoti, 33-22, en strákarnir hans Dags náðu aðeins að klóra í bakkann undir restina.

Stórskyttan Holger Glandorf og hornamaðurinn danski Anders Eggert skoruðu báðir átta mörk fyrir Flensburg en Pavel Horvak var markahæstur gestanna með sjö mörk.

Flensburg er nú með 26 stig eftir sextán leiki í þriðja sæti deildarinnar. Kiel og Löwen eru í tveimur efstu sætunum, bæði með 30 stig, en Flensburg á tvo leiki til góða á Löwen og einn á Kiel.

Berlínarrefirnir eru í sjötta sæti með 18 stig og töpuðu dýrmætum stigum í baráttunni um Evrópusæti í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×