Meðlimir sveitarinnar segja hér frá því hvernig sveitin varð til og ástæðu þess að hljómsveitin spilar diskóskotna tónlist.
„Við Ingibjörg, sem spilar á bassa, erum harðar soul-konur. Sindri er síðan poppgúru þannig að þetta var góð millilending,“ segir Klara Arnalds, söngkona sveitarinnar.
Þau hafi samt mætt tortryggni hjá fólki sem frétti að þau spiluðu diskó.

Sveitin safnaði nýlega fyrir upptökum á nýrri plötu í gegnum vefsíðuna Karolina Fund.
Þátturinn er sá þriðji í þessarri þáttaröð af Hljóðheimum. Meðal fleiri gesta í þáttaröðinni eru Óttarr Proppé, Reykjavíkurdætur, Valgeir Sigurðsson í Bedroom Community og Sölvi Blöndal.
Þættirnir hétu áður Á bak við borðin og hafa verið í sýningu hér á Vísi síðan í fyrra. Eldri þætti má finna á Vísir Sjónvarp undir flokknum Hljóðheimar.