Ofurfyrirsæta ástfangin af pylsunum á Bæjarins Bestu Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 10. desember 2014 15:51 „Ég lærði svolítið áhugavert um sjálfa mig í þessum tökum. Eitthvað sem ég vissi ekki einu sinni: Ég er lofthrædd!“ segir ofurfyrirsætan Chrissy Teigen í samtali við tímaritið People. Vísar Chrissy í tökur á auglýsingu fyrir UGG-skó sem fóru fram hér á landi í apríl. People birtir myndir þar sem fylgst er með lífinu bak við tjöldin við tökurnar á Íslandi. Þá birtir tímaritið einnig auglýsinguna fyrir UGG-skóna þar sem íslenskur jökull er í aðalhlutverki. „Við tókum þessa senu á toppi risastórs jökuls,“ segir Chrissy. „Það var svo fallegt þarna á toppi veraldar,“ bætir hún við. Chrissy er ein þekktasta fyrirsæta heims og er eiginkona tónlistarmannsins Johns Legend. Í myndum úr tökunum sést að Chrissy fékk sér pylsu á Bæjarins Bestu sem henni fannst mjög góð. „Það er ekkert leyndarmál að ég elska mat! Ég varð ástfangin af íslenskum mat, sérstaklega íslensku pylsunum. Áður en ég lagði af stað í þetta ferðalag sögðu allir við mig að ég þyrfti að smakka pylsurnar, ekki gleyma pylsunum, á Íslandi eru stórkostlegar pylsur. Og það var rétt!“ segir Chrissy. Þá sá stjörnukokkurinn Völli Snær um að elda sjávarréttasúpu fyrir módelið í íslenskri náttúru. „Ég man enn eftir bragðinu og allar súpur sem ég fengið mér síðan eru bornar saman við þessa.“ Tengdar fréttir Völli Snær eldar ofan í ofurfyrirsætu Býr til súpu við sjávarsíðuna fyrir Chrissy Teigen. 22. ágúst 2014 15:32 Ofurfyrirsætu finnst kalt á Íslandi Chrissy Teigen, fyrirsæta og eiginkona söngvarans John Legend, spókar sig í Reykjavík. 20. ágúst 2014 22:30 Mest lesið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Hátt í þúsund bangsar fengu hjarta fyrstu helgina Lífið samstarf Fleiri fréttir Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
„Ég lærði svolítið áhugavert um sjálfa mig í þessum tökum. Eitthvað sem ég vissi ekki einu sinni: Ég er lofthrædd!“ segir ofurfyrirsætan Chrissy Teigen í samtali við tímaritið People. Vísar Chrissy í tökur á auglýsingu fyrir UGG-skó sem fóru fram hér á landi í apríl. People birtir myndir þar sem fylgst er með lífinu bak við tjöldin við tökurnar á Íslandi. Þá birtir tímaritið einnig auglýsinguna fyrir UGG-skóna þar sem íslenskur jökull er í aðalhlutverki. „Við tókum þessa senu á toppi risastórs jökuls,“ segir Chrissy. „Það var svo fallegt þarna á toppi veraldar,“ bætir hún við. Chrissy er ein þekktasta fyrirsæta heims og er eiginkona tónlistarmannsins Johns Legend. Í myndum úr tökunum sést að Chrissy fékk sér pylsu á Bæjarins Bestu sem henni fannst mjög góð. „Það er ekkert leyndarmál að ég elska mat! Ég varð ástfangin af íslenskum mat, sérstaklega íslensku pylsunum. Áður en ég lagði af stað í þetta ferðalag sögðu allir við mig að ég þyrfti að smakka pylsurnar, ekki gleyma pylsunum, á Íslandi eru stórkostlegar pylsur. Og það var rétt!“ segir Chrissy. Þá sá stjörnukokkurinn Völli Snær um að elda sjávarréttasúpu fyrir módelið í íslenskri náttúru. „Ég man enn eftir bragðinu og allar súpur sem ég fengið mér síðan eru bornar saman við þessa.“
Tengdar fréttir Völli Snær eldar ofan í ofurfyrirsætu Býr til súpu við sjávarsíðuna fyrir Chrissy Teigen. 22. ágúst 2014 15:32 Ofurfyrirsætu finnst kalt á Íslandi Chrissy Teigen, fyrirsæta og eiginkona söngvarans John Legend, spókar sig í Reykjavík. 20. ágúst 2014 22:30 Mest lesið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Hátt í þúsund bangsar fengu hjarta fyrstu helgina Lífið samstarf Fleiri fréttir Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
Völli Snær eldar ofan í ofurfyrirsætu Býr til súpu við sjávarsíðuna fyrir Chrissy Teigen. 22. ágúst 2014 15:32
Ofurfyrirsætu finnst kalt á Íslandi Chrissy Teigen, fyrirsæta og eiginkona söngvarans John Legend, spókar sig í Reykjavík. 20. ágúst 2014 22:30