Það verður nóg að gera innan sem utan vallar hjá kylfingnum Tiger Woods á næsta ári.
Nú er auðkýfingurinn Donald Trump búinn að ráða hann í vinnu við að hanna golfvöll á landareign sinni í Dubai.
Trump á, og rekur, nokkra flottustu golfvelli heims og hann þykir vera að taka nokkra áhættu með því að ráða Tiger sem er reynslulítill á þessu sviði.
Tiger hefur aðeins hannað einn golfvöll til þessa en sá völlur verður opnaður á næstu vikum í Mexíkó.
Stefnt er að því að opna völlinn í Dubai árið 2017.

