Nissan Leaf að ná heildarsölu Chevrolet Volt Finnur Thorlacius skrifar 29. desember 2014 10:19 Nissan Leaf. Tveir mest seldu rafmagnsbílar heims, Chevrolet Volt og Nissan Leaf komu báðir á markað árið 2010. Chevrolet Volt tók strax forystuna í sölu bílanna tveggja en það mun væntanlega breytast mjög fljótt á næsta ári. Frá nóvember 2010 og til sama mánaðar í ár hefur Volt selst í 71.867 eintökum en Nissan Leaf í 69.220 eintökum. Nissan Leaf selst nú í um 2.500 til 2.700 eintökum á mánuði, en Volt í 1.500 til 1.700 eintökum, svo ætla má að Nissan Leaf taki forystuna í febrúar, eða mars. Þegar þeirri forystu verður náð má búast við að Nissan Leaf muni halda henni lengi, því enginn annar bíll ógnar henni sem stendur. Ný kynslóð Chevrolet Volt kemur á markað um mitt næsta ár og má þá búast við aukinni sölu hans. Ólíklegt þykir þó að Volt muni ná forystunni af Nissan Leaf á næsta ári. Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent
Tveir mest seldu rafmagnsbílar heims, Chevrolet Volt og Nissan Leaf komu báðir á markað árið 2010. Chevrolet Volt tók strax forystuna í sölu bílanna tveggja en það mun væntanlega breytast mjög fljótt á næsta ári. Frá nóvember 2010 og til sama mánaðar í ár hefur Volt selst í 71.867 eintökum en Nissan Leaf í 69.220 eintökum. Nissan Leaf selst nú í um 2.500 til 2.700 eintökum á mánuði, en Volt í 1.500 til 1.700 eintökum, svo ætla má að Nissan Leaf taki forystuna í febrúar, eða mars. Þegar þeirri forystu verður náð má búast við að Nissan Leaf muni halda henni lengi, því enginn annar bíll ógnar henni sem stendur. Ný kynslóð Chevrolet Volt kemur á markað um mitt næsta ár og má þá búast við aukinni sölu hans. Ólíklegt þykir þó að Volt muni ná forystunni af Nissan Leaf á næsta ári.
Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent