Tekjuhæstu myndir ársins Samúel Karl Ólason skrifar 26. desember 2014 23:00 Eins og önnur ár voru fjölmargar kvikmyndir gefnar út á árinu og nutu sumar meiri vinsælda en aðrar. Það má með sanni segja að árið hafi verið gott fyrrir framhaldsmyndir, ofurhetjur og Chris Pratt, sem lék í tveimur af tíu tekjuhæstu myndum ársins. Á listanum eru einnig fjórar myndir sem byggðar eru á teiknimyndabókum Marvel, en þær myndir hafa vakið mikla lukku undanfarin ár. Í efsta sæti situr myndin Guardians of the Galaxy og þénaði hún 333 milljónir dala, eða um 42 milljarða króna. Í öðru sæti er nýjasta myndin í Hunger Games seríunni: Mockingjay part 1. Sú mynd þénaði 293 milljónir dala, eða um 37 milljarða króna. Önnur myndin um Steven Rodgers, sem er betur þekktur sem Captain America, The Winter Soldier er þriðja tekjuhæsta mynd ársins með 260 milljóna dala í tekjur. Það samsvarar tæpum 33 milljörðum króna.Lego myndin er í fjórða sæti, en Chris Pratt er einnig þar í aðalhlutverki. Tekjur myndarinnar voru 258 milljónir dala, eða um 32 milljarðar króna. Nýjast mynd Transformers seríunnar, Age of Extinction, situr í fimmta sæti yfir tekjuhæstu myndir ársins. Tekjur myndarinnar voru 245 milljónir dala, eða tæplega 31 milljarður króna. Í sjötta sæti er ævintýramyndin Maleficent en tekjur hennar á árinu eru 241 milljón dala. Það samsvarar rúmum 30 milljörðum króna. Ofurhetjumyndin X-Men: Days of Future Past er í sjöunda sæti. Myndin, sem er þéttsetin stórstjörnum þénaði 234 milljónir dala, eða tæpa 30 milljarða króna. Framhald Apapláneturnnar: Dawn of the Planet of the Apes er í áttunda sæti. Tekjur myndarinnar voru 209 milljónir dala, eða rúmir 26 milljarðar króna. Önnur mynd Andrew Garfield sem Kóngulóarmaðurinn er í níunda sæti yfir tekjuhæstumyndir ársins. Alls þénaði myndin 203 milljónir dala eða um 25,5 milljarða króna. Í tíunda sæti er nýjasta myndin um hið fræga skrímsli Godzilla. Tekjur myndarinnar voru 201 milljónir dala eða um 25 milljarðar króna. Frekari upplýsingar og fleiri myndir má sjá á vefnum imdb.com. Bíó og sjónvarp Fréttir ársins 2014 Mest lesið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Bíó og sjónvarp Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Bara alvöru áhrifavaldar í afmælispartýi Polynorth Lífið samstarf Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Eins og önnur ár voru fjölmargar kvikmyndir gefnar út á árinu og nutu sumar meiri vinsælda en aðrar. Það má með sanni segja að árið hafi verið gott fyrrir framhaldsmyndir, ofurhetjur og Chris Pratt, sem lék í tveimur af tíu tekjuhæstu myndum ársins. Á listanum eru einnig fjórar myndir sem byggðar eru á teiknimyndabókum Marvel, en þær myndir hafa vakið mikla lukku undanfarin ár. Í efsta sæti situr myndin Guardians of the Galaxy og þénaði hún 333 milljónir dala, eða um 42 milljarða króna. Í öðru sæti er nýjasta myndin í Hunger Games seríunni: Mockingjay part 1. Sú mynd þénaði 293 milljónir dala, eða um 37 milljarða króna. Önnur myndin um Steven Rodgers, sem er betur þekktur sem Captain America, The Winter Soldier er þriðja tekjuhæsta mynd ársins með 260 milljóna dala í tekjur. Það samsvarar tæpum 33 milljörðum króna.Lego myndin er í fjórða sæti, en Chris Pratt er einnig þar í aðalhlutverki. Tekjur myndarinnar voru 258 milljónir dala, eða um 32 milljarðar króna. Nýjast mynd Transformers seríunnar, Age of Extinction, situr í fimmta sæti yfir tekjuhæstu myndir ársins. Tekjur myndarinnar voru 245 milljónir dala, eða tæplega 31 milljarður króna. Í sjötta sæti er ævintýramyndin Maleficent en tekjur hennar á árinu eru 241 milljón dala. Það samsvarar rúmum 30 milljörðum króna. Ofurhetjumyndin X-Men: Days of Future Past er í sjöunda sæti. Myndin, sem er þéttsetin stórstjörnum þénaði 234 milljónir dala, eða tæpa 30 milljarða króna. Framhald Apapláneturnnar: Dawn of the Planet of the Apes er í áttunda sæti. Tekjur myndarinnar voru 209 milljónir dala, eða rúmir 26 milljarðar króna. Önnur mynd Andrew Garfield sem Kóngulóarmaðurinn er í níunda sæti yfir tekjuhæstumyndir ársins. Alls þénaði myndin 203 milljónir dala eða um 25,5 milljarða króna. Í tíunda sæti er nýjasta myndin um hið fræga skrímsli Godzilla. Tekjur myndarinnar voru 201 milljónir dala eða um 25 milljarðar króna. Frekari upplýsingar og fleiri myndir má sjá á vefnum imdb.com.
Bíó og sjónvarp Fréttir ársins 2014 Mest lesið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Bíó og sjónvarp Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Bara alvöru áhrifavaldar í afmælispartýi Polynorth Lífið samstarf Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein