Handbolti

Geir að gera frábæra hluti í Magdeburg | Úrslit dagsins

Anton Ingi Leifsson skrifar
Geir er að gera flotta hluti.
Geir er að gera flotta hluti. Vísir/Getty
Geir Sveinsson og lærisveinar í Magdeburg unnu afar öruggan níu marka sigur á HC Erlangen í gær, en lokatölur urðu 28-19. Magdeburg leiddi í hálfleik 14-8. Geir að gera frábæra hluti í Magdeburg, en þeir sitja í fjórða sæti deildarinnar.

Gunnar Steinn Jónsson skoraði tvö mörk í tapi Gummersbach gegn Melsungen. Melsungen tók forystuna strax í upphafi og hélt henni út allan leikinn. Staðan var meðal annars 15-21 í hálfleik. Gummersbach er í sjöunda sæti deildarinnar.

Það gengur ekki né rekur hjá Degi Sigurðssyni og lærisveinum í Fuchse Berlin, en þeir töpuðu enn einum leiknum í dag. Arnór Þór Gunnarsson átti góðan leik fyrir Bergrischer en hann skoraði átta mörk og samkvæmt heimasíðu þýska sambandsins varði Björgvin PállGústavsson fjögur skot í marki Bergrischer.

Bergrischer er í þrettánda sæti, en Fuchse í því tíunda.

Rúnar Kárason náði að troða boltanum einu sinni í netið í tapi Hannover-Burgdorf gegn HSV, 36-30. Hannover er í ellefta sæti deildarinnar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×