Óskýr stefna, en einstakir vaxtarbroddar 2. janúar 2014 11:00 Leikstjóri ársins Rúnar Guðbrandsson átti tvær vel heppnaðar og eftirtektarverðar sýningar á árinu, Hvörf og Stóru börnin, að mati Jóns Viðars. fréttablaðið/Vilhelm Íslenskt leikhús hefur síðustu sextíu ár verið tveggja turna leikhús. Að miklu leyti alltént. Annars vegar Þjóðleikhúsið, hins vegar Leikfélag Reykjavíkur. Samkeppnin milli þessara stofnana hefur verið aðalhreyfiafl leiklistar og leikritunar, hvað sem öllu öðru líður: frjálsu leikhóparnir, sem nú vilja kalla sig „sjálfstæðu leikhúsin“, hafa aldrei náð að ógna veldi þeirra eða breyta heildarmyndinni svo um munar, þó að vissulega hafi sitthvað lífvænlegt sprottið fram hjá þeim. Nú á síðari árum og misserum hefur utanstofnanafólk leitað æ meir eftir að starfa með stofnunum eða í skjóli þeirra, eins og Vesturportarar eru skýrt dæmi um; sumir hafa jafnvel af því áhyggjur, skilst mér, að stofnanirnar séu að gleypa „hina frjálsu senu“. Auðvitað er vandinn hér ekki síst fjárhagslegur; þeir peningar, sem opinberir aðilar hafa lagt í þennan geira, hafa alla tíð verið alltof, alltof litlir. Og varla mikil von til að það breytist í bráð, eins og nú árar.Fátækleg leiklistarumræða Kynslóðaskipti hafa sett svip sinn á leikhúsin undanfarin ár. Einstaklingar, leikstjórar og leikhússtjórar, af 68-kynslóðinni voru lengi valda- og áhrifamiklir, en hafa nú heldur látið undan síga, góðu heilli; ég er ekki viss um að sú arfleifð sem þeir skilja eftir sig geti talist ýkja glæsileg. En hvað hefur yngra fólkið komið fram með betra; með hverju og hvaða hætti hefur það endurnýjað listina? Það er nokkuð sem menn myndu ræða, ef hér færi fram einhver marktæk leiklistarumræða, krítísk og uppbyggileg. En því fer víðs fjarri að svo sé. Sumir halda að ástæðan sé umfram allt hræðsla við að styggja þá sem með völd fara, þá sem sitja við kjötkatlana eða ráða aðgangi að þeim. Reynslan hafi kennt að þessir valdhafar eigi til að sitja talsvert lengur en gert var ráð fyrir í fyrstu og því sé hættuminnst að fara með veggjum, forðast að hafa uppi háværa gagnrýni, hætta ekki á að lenda úti í kuldanum. Og sannarlega: leikhús okkar er lítið; þeir sem standa fyrir utan og knýja dyra eru fleiri en þeir sem sitja inni í hlýjunni og verma sig – miklu fleiri. Ætli það geti ekki verið ein skýringin á því hversu stefnulaust og á heildina litið sviplítið íslenskt leikhús er um þessar mundir? Að menn þori ekki að spyrja í fullri einurð hvaða erindi það telji sig yfirleitt eiga við þjóðina og hvernig það ræki þá það erindi? Að ráðamenn skorti það aðhald sem alvarleg umræða myndi veita þeim?Of mikið af vondum leikritum Valdamestu einstaklingar íslensks leikhúss nú eru þau Tinna Gunnlaugsdóttir og Magnús Geir Þórðarson. Þau hafa bæði setið nógu lengi á sínum pósti í „turnunum tveimur“ til að sýna hvers þau eru megnug sem listrænir stjórnendur. Bæði hafa sína kosti og takmarkanir. Þau hafa reynt að efla yngri leikstjóra til verka og eiga hrós skilið fyrir það. En þau hafa bæði látið sýna allt of mikið af lélegum leikritum (jafnvel mjög lélegum): misheppnuðum tilraunum hérlendra, útlendri meðalmennsku sem hefði betur verið geymd heima hjá sér. Löngu er sýnt að hvorugt þeirra hefur neinn sérstakan skilning á nauðsyn þess að halda hinum klassíska leikhúsarfi vestrænnar menningar á lífi, kynna helstu skáld leikbókmenntanna reglubundið fyrir nýjum kynslóðum áhorfenda. Það litla sem þau hafa látið flytja af slíku tagi hefur virst handahófskennt (og nú lít ég auðvitað lengra til baka en til liðins árs) og of margt af því eyðilagt af misvitrum leikstjórum, gjarnan innfluttum. Afleiðingin er sú að leikhúsið hefur skort súrefni. Bestu leikarar okkar hafa ekki fengið næg tækifæri til að þroskast í átökum við alvöru leikskáldskap og við erum sem stendur fátæk að höfundum. Jón Atli er enn bara efnilegur, og svo er um fleiri. Það er enginn Jökull Jakobsson í sjónmáli, enginn Guðmundur Steinsson eða Oddur Björnsson: skapandi og leitandi skáld með trausta undirstöðu í dramatúrgískri þekkingu. Ég mun eflaust fá bágt fyrir þessi orð hjá þeim í Leikskáldafélaginu, en það verður þá að hafa það. Þar á bæ hafa stundum verið uppi hugmyndir um að skylda leikhúsin til að setja á einhvers konar kvóta; það er að sýna aldrei minna en einhvern tiltekinn fjölda íslenskra nýrra verka á hverju ári. Sem betur fer hefur slík vitleysa aldrei náð fram að ganga. Hlutverk leikhúsanna er ekki að þjóna þeim sem við þau starfa, heldur áhorfendum. Ef menn geta ekki skrifað nógu góð leikrit, þá er það ekkert endilega sök leikhúsanna. Vissulega er slæmt ef leikhúsin hafna álitlegum verkum, eins og þau eru stundum sökuð um, en litlu skárra er í mínum huga ef þau taka fyrir einhvern dómgreindarbrest (eða hugsanlega ytri þrýsting) ófullburða eða andvana verk sem leikstjórunum er svo treyst til að lappa upp á. Dæmi um slíkt frá síðustu misserum eru auðfundin, þó ekki verði þau rifjuð upp hér. Hins vegar er sjálfsagt að nefna tvo höfunda sem komu fram á árinu og athygli vöktu, þau Tyrfing Tyrfingsson með einþáttunginn Skúrinn á sléttunni, sem Leikfélag Reykjavíkur sýndi í vor, og Lilju Sigurðardóttur með Stóru börnin í Tjarnarbíói. Þess verður beðið með eftirvæntingu sem frá þeim kemur næst. Frumraun Mikaels Torfasonar á leiksviði, Harmsaga, var einnig áhugaverð; þar var af óvenjulegu hlífðarleysi leitast við að varpa ljósi á lífsvanda þeirrar kynslóðar, sem er nú að reyna að fóta sig í tættu og áttalausu samfélagi. Vonandi finnur Mikael sér tíma, meðfram annasömum ritstjórnarstörfum, til að vinna betur úr því efni; hann hefur varla sagt síðasta orðið um það.Rúnar leikstjóri ársins Íslenskt leikhús hefur alla tíð liðið fyrir skort á verulega góðum leikstjórum. Flestir, að ég ekki segi allir helstu leikstjórar okkar, hafa ýmist verið óhemju mistækir eða takmarkaðir, nema hvort tveggja sé. Við höfum aldrei eignast neinn Bergman, Sjöberg eða Besekow, svo ekki sé lengra farið en til frændþjóðanna. Þó hefur talsverð endurnýjun orðið hér á síðari árum, sem fyrr segir; þó þarflaust sé að nefna nöfn langar mig til að nefna hér þrjá kvenleikstjóra sem hafa verið að sanna sig og allar áttu góðar sýningar á árinu: þær Hörpu Arnardóttur, Mörtu Nordal og Unu Þorleifsdóttur. Þorleifur Örn Arnarsson hefur verið á miklu flugi um Þýskaland nú í nokkur ár; hann setti á svið eigin leikgerð og Símonar Birgissonar á Englum alheimsins; sýningin gengur enn og er bókstaflega, að barnaleikjum undanskildum, hið eina sem fengið hefur aðsókn á stóra sviði Þjóðleikhússins allt árið. Það er sannarlega ekki hægt að reka upp mörg húrrahróp fyrir frammistöðunni þar á bæ um þessi áramótin. Englar þeirra félaga ollu mér raunar vonbrigðum, ekki síst leikgerðin; allt um það er Þorleifur Örn áhugaverður leikhúsmaður sem vert er að fylgjast með og á vonandi eftir að gera meira hér á landi. Svissnesk sýning hans á Pétri Gaut, sem kom hingað sem gestaleikur í fyrra, var mjög vel unnin, enda leikhópurinn sýnu sterkari en sá sem nú er í Þjóðleikhúsinu. En leikstjóri ársins er þó tvímælalaust Rúnar Guðbrandsson sem átti tvær vel heppnaðar og eftirtektarverðar sýningar á árinu. Sú fyrri, Hvörf, var um Geirfinnsmálin og fór að mestu fram í hinum gamla sal Hæstaréttar, þar sem íslenska réttarríkið fékk það óþvegið; þetta var leikhús sem tók óhikað afstöðu, með boðskap og erindi, og fylgdi því eftir með kröftugum meðulum. Og maður fór að hugsa hversu sjaldgæft það er að leikhúsfólkinu liggi eitthvað verulega mikið á hjarta. Það spillti ekki heldur að Arnar Jónsson sýndi hreinan stjörnuleik í gráthlægilegu hlutverki þýska rannsóknardómarans sem kemur hingað sem einhvers konar bjargvættur, en er auðvitað aðeins ódýr seiðskratti þegar á reynir. Því miður fór þessi leikhúsviðburður framhjá öllum þorra fólks sem streymdi aftur á móti á Mary Poppins hjá Leikfélaginu og Engla alheimsins; það skyldi þó ekki vera að markaðs- og sölutækni leikhúsanna, aðstöðumunur þeirra og peningalítils leikhóps, hafi komið þar við sögu? Og ekki að sökum að spyrja að sýningin fór líka fram hjá þeim hópi nafnlausra og raddlausra leikdómara sem ráðstafa Grímuverðlaununum; þar komst hún ekki einu sinni á blað. Sem sýnir hversu mikið er á Grímunni er að græða. Síðari sýning Rúnars var á Stóru börnum Lilju Sigurðardóttur, sem er áður minnst á; þar er tekið á efni sem er fráhrindandi við fyrstu sýn: sálrænni þörf fullorðinna einstaklinga til að láta fara með sig eins og bleyjubörn. En Lilju tókst að nálgast efnið með þeim hætti að á eftir stóð maður uppi með spurningar um vald og ást sem ættu að varða okkur öll, ekki bara þennan – óneitanlega æði sérkennilega – minnihlutahóp.Hvað er á seyði á Akureyri? Leikfélag Akureyrar má ekki gleymast í stuttu yfirliti sem þessu. Það hefur verið mjög upp og ofan síðari árin. Magnús Geir reif það upp hér um árið, eins og allir vita, en sú dýrð stóð stutt; sýndi þó hvað er hægt að gera við þær fátæklegu aðstæður sem þar eru. Nú er Ragnheiður Skúladóttir orðin leikhússtýra þar nyrðra, kvödd þangað og ráðin án auglýsingar til að bjarga norðlenskri leiklist. Ragnheiður er framfara- og framúrstefnusinnuð kona, vill bylta leiklistinni, flytja nýja og ferska strauma hingað í fásinnið; nokkur síðari ár hafa þau Bjarni Jónsson rekið af dugnaði sérstaka leiklistarhátíð, Lókal, í þeim tilgangi hér í Reykjavík. En það er eitt að reka slíka hátíð, annað að halda úti leikhúsi fyrir allan almenning. Ef dæma á eftir því verkefnavali og listrænu áherslum sem einkennt hafa LA frá því Ragnheiður tók þar við, virðist hún ekki hafa mikla sinnu fyrir því að sýna eitthvað sem höfðað gæti til stærri hópa fólks. Ef svo heldur fram sem horfir er ég hræddur um að starf hennar þarna eigi litla framtíð fyrir sér; það er gott að fólk sé ídealistar, en það má ekki missa allt jarðsamband. Nú eftir áramótin er þó von á Gullna hliði Davíðs, sem eitt sinn fyllti leikhúsin árum saman. Þegar það var sýnt á Akureyri árið 1969 vakti sú sýning umtal og harðar blaðadeilur, svo sem fræðast má um í merkisriti Haralds Sigurðssonar Saga leiklistar á Akureyri 1860–1992. Leiknum var breytt óhæfilega, sögðu menn, og Skrattanum jafnvel hampað á kostnað hinnar himnesku dýrðar sem þótti skorin niður á mjög svo óviðeigandi hátt. Það er spennandi að sjá hvað verður nú, en líklega eru Akureyringar ekki jafn viðkvæmir fyrir heiðri þjóðskáldsins og þeir voru þá – auk þess sem dagar hinna stóru leikhússkandala eru víst löngu liðnir.Óeðlilega lítil skil hjá leikhópum? Ég nefndi hér í upphafi leikhópana; það er Leiklistarráð sem útdeilir fjármagni til þeirra og eru ekki allir ætíð sáttir við það, þó lágt fari alla jafna. Ef listinn yfir úthlutanir þessa árs er skoðaður stinga í augun alls kyns furðuleg nöfn, svo sem Málamyndahópurinn, Auðlind, VaVaWoom, Kviss búng bamm, Íslenska hreyfiþróunarsamsteypan, Bláskjár, Sokkabandið og svo framvegis; frumlegheitin ætti ekki að skorta hér, ef dæma á eftir nafngiftunum. En því vek ég máls á þessu hér að mig furðar á því hversu fáir hinna seytján styrkþega hafa skilað af sér á árinu; ég sé ekki betur en þeir séu aðeins fjórir: LabLoki (Stóru börnin), Gral (Eiðurinn og eitthvað), Aldrei óstelandi (Lúkas) og Brúðuheimar (Aladín). Nú kann að vísu eitthvað að hafa farið fram hjá mér og svo verður að vona að fleiri skili sér í hús nú á útmánuðum. Í öllu falli má víst treysta því að stjórnvöld fylgist grannt með því að fjármunir séu nýttir eins og til er ætlast og geri viðeigandi ráðstafanir ef það bregst. Menning Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Íslenskt leikhús hefur síðustu sextíu ár verið tveggja turna leikhús. Að miklu leyti alltént. Annars vegar Þjóðleikhúsið, hins vegar Leikfélag Reykjavíkur. Samkeppnin milli þessara stofnana hefur verið aðalhreyfiafl leiklistar og leikritunar, hvað sem öllu öðru líður: frjálsu leikhóparnir, sem nú vilja kalla sig „sjálfstæðu leikhúsin“, hafa aldrei náð að ógna veldi þeirra eða breyta heildarmyndinni svo um munar, þó að vissulega hafi sitthvað lífvænlegt sprottið fram hjá þeim. Nú á síðari árum og misserum hefur utanstofnanafólk leitað æ meir eftir að starfa með stofnunum eða í skjóli þeirra, eins og Vesturportarar eru skýrt dæmi um; sumir hafa jafnvel af því áhyggjur, skilst mér, að stofnanirnar séu að gleypa „hina frjálsu senu“. Auðvitað er vandinn hér ekki síst fjárhagslegur; þeir peningar, sem opinberir aðilar hafa lagt í þennan geira, hafa alla tíð verið alltof, alltof litlir. Og varla mikil von til að það breytist í bráð, eins og nú árar.Fátækleg leiklistarumræða Kynslóðaskipti hafa sett svip sinn á leikhúsin undanfarin ár. Einstaklingar, leikstjórar og leikhússtjórar, af 68-kynslóðinni voru lengi valda- og áhrifamiklir, en hafa nú heldur látið undan síga, góðu heilli; ég er ekki viss um að sú arfleifð sem þeir skilja eftir sig geti talist ýkja glæsileg. En hvað hefur yngra fólkið komið fram með betra; með hverju og hvaða hætti hefur það endurnýjað listina? Það er nokkuð sem menn myndu ræða, ef hér færi fram einhver marktæk leiklistarumræða, krítísk og uppbyggileg. En því fer víðs fjarri að svo sé. Sumir halda að ástæðan sé umfram allt hræðsla við að styggja þá sem með völd fara, þá sem sitja við kjötkatlana eða ráða aðgangi að þeim. Reynslan hafi kennt að þessir valdhafar eigi til að sitja talsvert lengur en gert var ráð fyrir í fyrstu og því sé hættuminnst að fara með veggjum, forðast að hafa uppi háværa gagnrýni, hætta ekki á að lenda úti í kuldanum. Og sannarlega: leikhús okkar er lítið; þeir sem standa fyrir utan og knýja dyra eru fleiri en þeir sem sitja inni í hlýjunni og verma sig – miklu fleiri. Ætli það geti ekki verið ein skýringin á því hversu stefnulaust og á heildina litið sviplítið íslenskt leikhús er um þessar mundir? Að menn þori ekki að spyrja í fullri einurð hvaða erindi það telji sig yfirleitt eiga við þjóðina og hvernig það ræki þá það erindi? Að ráðamenn skorti það aðhald sem alvarleg umræða myndi veita þeim?Of mikið af vondum leikritum Valdamestu einstaklingar íslensks leikhúss nú eru þau Tinna Gunnlaugsdóttir og Magnús Geir Þórðarson. Þau hafa bæði setið nógu lengi á sínum pósti í „turnunum tveimur“ til að sýna hvers þau eru megnug sem listrænir stjórnendur. Bæði hafa sína kosti og takmarkanir. Þau hafa reynt að efla yngri leikstjóra til verka og eiga hrós skilið fyrir það. En þau hafa bæði látið sýna allt of mikið af lélegum leikritum (jafnvel mjög lélegum): misheppnuðum tilraunum hérlendra, útlendri meðalmennsku sem hefði betur verið geymd heima hjá sér. Löngu er sýnt að hvorugt þeirra hefur neinn sérstakan skilning á nauðsyn þess að halda hinum klassíska leikhúsarfi vestrænnar menningar á lífi, kynna helstu skáld leikbókmenntanna reglubundið fyrir nýjum kynslóðum áhorfenda. Það litla sem þau hafa látið flytja af slíku tagi hefur virst handahófskennt (og nú lít ég auðvitað lengra til baka en til liðins árs) og of margt af því eyðilagt af misvitrum leikstjórum, gjarnan innfluttum. Afleiðingin er sú að leikhúsið hefur skort súrefni. Bestu leikarar okkar hafa ekki fengið næg tækifæri til að þroskast í átökum við alvöru leikskáldskap og við erum sem stendur fátæk að höfundum. Jón Atli er enn bara efnilegur, og svo er um fleiri. Það er enginn Jökull Jakobsson í sjónmáli, enginn Guðmundur Steinsson eða Oddur Björnsson: skapandi og leitandi skáld með trausta undirstöðu í dramatúrgískri þekkingu. Ég mun eflaust fá bágt fyrir þessi orð hjá þeim í Leikskáldafélaginu, en það verður þá að hafa það. Þar á bæ hafa stundum verið uppi hugmyndir um að skylda leikhúsin til að setja á einhvers konar kvóta; það er að sýna aldrei minna en einhvern tiltekinn fjölda íslenskra nýrra verka á hverju ári. Sem betur fer hefur slík vitleysa aldrei náð fram að ganga. Hlutverk leikhúsanna er ekki að þjóna þeim sem við þau starfa, heldur áhorfendum. Ef menn geta ekki skrifað nógu góð leikrit, þá er það ekkert endilega sök leikhúsanna. Vissulega er slæmt ef leikhúsin hafna álitlegum verkum, eins og þau eru stundum sökuð um, en litlu skárra er í mínum huga ef þau taka fyrir einhvern dómgreindarbrest (eða hugsanlega ytri þrýsting) ófullburða eða andvana verk sem leikstjórunum er svo treyst til að lappa upp á. Dæmi um slíkt frá síðustu misserum eru auðfundin, þó ekki verði þau rifjuð upp hér. Hins vegar er sjálfsagt að nefna tvo höfunda sem komu fram á árinu og athygli vöktu, þau Tyrfing Tyrfingsson með einþáttunginn Skúrinn á sléttunni, sem Leikfélag Reykjavíkur sýndi í vor, og Lilju Sigurðardóttur með Stóru börnin í Tjarnarbíói. Þess verður beðið með eftirvæntingu sem frá þeim kemur næst. Frumraun Mikaels Torfasonar á leiksviði, Harmsaga, var einnig áhugaverð; þar var af óvenjulegu hlífðarleysi leitast við að varpa ljósi á lífsvanda þeirrar kynslóðar, sem er nú að reyna að fóta sig í tættu og áttalausu samfélagi. Vonandi finnur Mikael sér tíma, meðfram annasömum ritstjórnarstörfum, til að vinna betur úr því efni; hann hefur varla sagt síðasta orðið um það.Rúnar leikstjóri ársins Íslenskt leikhús hefur alla tíð liðið fyrir skort á verulega góðum leikstjórum. Flestir, að ég ekki segi allir helstu leikstjórar okkar, hafa ýmist verið óhemju mistækir eða takmarkaðir, nema hvort tveggja sé. Við höfum aldrei eignast neinn Bergman, Sjöberg eða Besekow, svo ekki sé lengra farið en til frændþjóðanna. Þó hefur talsverð endurnýjun orðið hér á síðari árum, sem fyrr segir; þó þarflaust sé að nefna nöfn langar mig til að nefna hér þrjá kvenleikstjóra sem hafa verið að sanna sig og allar áttu góðar sýningar á árinu: þær Hörpu Arnardóttur, Mörtu Nordal og Unu Þorleifsdóttur. Þorleifur Örn Arnarsson hefur verið á miklu flugi um Þýskaland nú í nokkur ár; hann setti á svið eigin leikgerð og Símonar Birgissonar á Englum alheimsins; sýningin gengur enn og er bókstaflega, að barnaleikjum undanskildum, hið eina sem fengið hefur aðsókn á stóra sviði Þjóðleikhússins allt árið. Það er sannarlega ekki hægt að reka upp mörg húrrahróp fyrir frammistöðunni þar á bæ um þessi áramótin. Englar þeirra félaga ollu mér raunar vonbrigðum, ekki síst leikgerðin; allt um það er Þorleifur Örn áhugaverður leikhúsmaður sem vert er að fylgjast með og á vonandi eftir að gera meira hér á landi. Svissnesk sýning hans á Pétri Gaut, sem kom hingað sem gestaleikur í fyrra, var mjög vel unnin, enda leikhópurinn sýnu sterkari en sá sem nú er í Þjóðleikhúsinu. En leikstjóri ársins er þó tvímælalaust Rúnar Guðbrandsson sem átti tvær vel heppnaðar og eftirtektarverðar sýningar á árinu. Sú fyrri, Hvörf, var um Geirfinnsmálin og fór að mestu fram í hinum gamla sal Hæstaréttar, þar sem íslenska réttarríkið fékk það óþvegið; þetta var leikhús sem tók óhikað afstöðu, með boðskap og erindi, og fylgdi því eftir með kröftugum meðulum. Og maður fór að hugsa hversu sjaldgæft það er að leikhúsfólkinu liggi eitthvað verulega mikið á hjarta. Það spillti ekki heldur að Arnar Jónsson sýndi hreinan stjörnuleik í gráthlægilegu hlutverki þýska rannsóknardómarans sem kemur hingað sem einhvers konar bjargvættur, en er auðvitað aðeins ódýr seiðskratti þegar á reynir. Því miður fór þessi leikhúsviðburður framhjá öllum þorra fólks sem streymdi aftur á móti á Mary Poppins hjá Leikfélaginu og Engla alheimsins; það skyldi þó ekki vera að markaðs- og sölutækni leikhúsanna, aðstöðumunur þeirra og peningalítils leikhóps, hafi komið þar við sögu? Og ekki að sökum að spyrja að sýningin fór líka fram hjá þeim hópi nafnlausra og raddlausra leikdómara sem ráðstafa Grímuverðlaununum; þar komst hún ekki einu sinni á blað. Sem sýnir hversu mikið er á Grímunni er að græða. Síðari sýning Rúnars var á Stóru börnum Lilju Sigurðardóttur, sem er áður minnst á; þar er tekið á efni sem er fráhrindandi við fyrstu sýn: sálrænni þörf fullorðinna einstaklinga til að láta fara með sig eins og bleyjubörn. En Lilju tókst að nálgast efnið með þeim hætti að á eftir stóð maður uppi með spurningar um vald og ást sem ættu að varða okkur öll, ekki bara þennan – óneitanlega æði sérkennilega – minnihlutahóp.Hvað er á seyði á Akureyri? Leikfélag Akureyrar má ekki gleymast í stuttu yfirliti sem þessu. Það hefur verið mjög upp og ofan síðari árin. Magnús Geir reif það upp hér um árið, eins og allir vita, en sú dýrð stóð stutt; sýndi þó hvað er hægt að gera við þær fátæklegu aðstæður sem þar eru. Nú er Ragnheiður Skúladóttir orðin leikhússtýra þar nyrðra, kvödd þangað og ráðin án auglýsingar til að bjarga norðlenskri leiklist. Ragnheiður er framfara- og framúrstefnusinnuð kona, vill bylta leiklistinni, flytja nýja og ferska strauma hingað í fásinnið; nokkur síðari ár hafa þau Bjarni Jónsson rekið af dugnaði sérstaka leiklistarhátíð, Lókal, í þeim tilgangi hér í Reykjavík. En það er eitt að reka slíka hátíð, annað að halda úti leikhúsi fyrir allan almenning. Ef dæma á eftir því verkefnavali og listrænu áherslum sem einkennt hafa LA frá því Ragnheiður tók þar við, virðist hún ekki hafa mikla sinnu fyrir því að sýna eitthvað sem höfðað gæti til stærri hópa fólks. Ef svo heldur fram sem horfir er ég hræddur um að starf hennar þarna eigi litla framtíð fyrir sér; það er gott að fólk sé ídealistar, en það má ekki missa allt jarðsamband. Nú eftir áramótin er þó von á Gullna hliði Davíðs, sem eitt sinn fyllti leikhúsin árum saman. Þegar það var sýnt á Akureyri árið 1969 vakti sú sýning umtal og harðar blaðadeilur, svo sem fræðast má um í merkisriti Haralds Sigurðssonar Saga leiklistar á Akureyri 1860–1992. Leiknum var breytt óhæfilega, sögðu menn, og Skrattanum jafnvel hampað á kostnað hinnar himnesku dýrðar sem þótti skorin niður á mjög svo óviðeigandi hátt. Það er spennandi að sjá hvað verður nú, en líklega eru Akureyringar ekki jafn viðkvæmir fyrir heiðri þjóðskáldsins og þeir voru þá – auk þess sem dagar hinna stóru leikhússkandala eru víst löngu liðnir.Óeðlilega lítil skil hjá leikhópum? Ég nefndi hér í upphafi leikhópana; það er Leiklistarráð sem útdeilir fjármagni til þeirra og eru ekki allir ætíð sáttir við það, þó lágt fari alla jafna. Ef listinn yfir úthlutanir þessa árs er skoðaður stinga í augun alls kyns furðuleg nöfn, svo sem Málamyndahópurinn, Auðlind, VaVaWoom, Kviss búng bamm, Íslenska hreyfiþróunarsamsteypan, Bláskjár, Sokkabandið og svo framvegis; frumlegheitin ætti ekki að skorta hér, ef dæma á eftir nafngiftunum. En því vek ég máls á þessu hér að mig furðar á því hversu fáir hinna seytján styrkþega hafa skilað af sér á árinu; ég sé ekki betur en þeir séu aðeins fjórir: LabLoki (Stóru börnin), Gral (Eiðurinn og eitthvað), Aldrei óstelandi (Lúkas) og Brúðuheimar (Aladín). Nú kann að vísu eitthvað að hafa farið fram hjá mér og svo verður að vona að fleiri skili sér í hús nú á útmánuðum. Í öllu falli má víst treysta því að stjórnvöld fylgist grannt með því að fjármunir séu nýttir eins og til er ætlast og geri viðeigandi ráðstafanir ef það bregst.
Menning Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira