Flest mörk af hægri vængnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. janúar 2014 11:30 Hundrað prósent Kári Kristjánsson nýtti öll fimm skotin sín í gær en restin af liðinu skoraði aðeins úr 15 af 46 skotum sínum utan af velli. NordicPhotos/Getty Einn stórsigur, eitt sigurmark á síðustu stundu og einn stór skellur er uppskeran úr þremur síðustu undirbúningsleikjum strákanna okkar fyrir EM í handbolta sem hefst í Danmörku um næstu helgi. Sigrarnir í tveimur fyrstu leikjunum á móti Rússlandi og Austurríki þrátt fyrir forföll voru mikið gleðiefni en íslenska liðið var síðan skotið í kaf í lokaleiknum á móti þýsku liði, sem er ekki einu sinni á leiðinni á EM. „Ég var mjög ánægður með þessa tvo fyrstu sigra þar sem við vorum að spila mjög góðan sóknarleik og hraðaupphlaupin gengu vel á móti Rússum. Varnarleikurinn var ekki nægjanlega öflugur þá og við vorum svolítið passívir. Á móti Austurríki voru við beittari varnarlega og náðum góðum sigri þar. Í kvöld spiluðum við mjög illa,“ sagði Aron Kristjánsson eftir leikinn á móti Þýskalandi í gær. „Ég hefði auðvitað vilja fá betri frammistöðu frá yngri leikmönnum sem eru að reyna að sanna sig. Í raun var á endanum bara gott að sleppa út úr þessu með ekki stærra tap en 32-24,“ sagði Aron. „Það vantaði marga inn í þetta hjá okkur í dag og þá líka leikmenn sem voru hérna úti. Þegar frammistaðan er ekki betri hjá leikmönnum þá er enginn til þess að taka við,“ sagði Aron. Þórir Ólafsson var ekki með liðinu og Aron Pálmarsson og Vignir Svavarsson spiluðu lítið. Þá meiddist Ólafur Bjarki Ragnarsson. „Þetta er búið að vera svolítið meiðslaár í landsliðnu og mikið um forföll. Þá hafa þessir strákar fengið fleiri mínútur og það sem þeir þurfa,“ sagði Aron. Guðjón Valur Sigurðsson og Arnór Atlason fóru ekki með út en Aron vonast til þess að Arnór getið æft með liðinu á þriðjudaginn. Það er hins vegar lengra í Guðjón Val. „Það kemur ekki í ljós fyrr en seinna í vikunni hvort hann verður klár,“ sagði Aron. EM 2014 karla Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Sjá meira
Einn stórsigur, eitt sigurmark á síðustu stundu og einn stór skellur er uppskeran úr þremur síðustu undirbúningsleikjum strákanna okkar fyrir EM í handbolta sem hefst í Danmörku um næstu helgi. Sigrarnir í tveimur fyrstu leikjunum á móti Rússlandi og Austurríki þrátt fyrir forföll voru mikið gleðiefni en íslenska liðið var síðan skotið í kaf í lokaleiknum á móti þýsku liði, sem er ekki einu sinni á leiðinni á EM. „Ég var mjög ánægður með þessa tvo fyrstu sigra þar sem við vorum að spila mjög góðan sóknarleik og hraðaupphlaupin gengu vel á móti Rússum. Varnarleikurinn var ekki nægjanlega öflugur þá og við vorum svolítið passívir. Á móti Austurríki voru við beittari varnarlega og náðum góðum sigri þar. Í kvöld spiluðum við mjög illa,“ sagði Aron Kristjánsson eftir leikinn á móti Þýskalandi í gær. „Ég hefði auðvitað vilja fá betri frammistöðu frá yngri leikmönnum sem eru að reyna að sanna sig. Í raun var á endanum bara gott að sleppa út úr þessu með ekki stærra tap en 32-24,“ sagði Aron. „Það vantaði marga inn í þetta hjá okkur í dag og þá líka leikmenn sem voru hérna úti. Þegar frammistaðan er ekki betri hjá leikmönnum þá er enginn til þess að taka við,“ sagði Aron. Þórir Ólafsson var ekki með liðinu og Aron Pálmarsson og Vignir Svavarsson spiluðu lítið. Þá meiddist Ólafur Bjarki Ragnarsson. „Þetta er búið að vera svolítið meiðslaár í landsliðnu og mikið um forföll. Þá hafa þessir strákar fengið fleiri mínútur og það sem þeir þurfa,“ sagði Aron. Guðjón Valur Sigurðsson og Arnór Atlason fóru ekki með út en Aron vonast til þess að Arnór getið æft með liðinu á þriðjudaginn. Það er hins vegar lengra í Guðjón Val. „Það kemur ekki í ljós fyrr en seinna í vikunni hvort hann verður klár,“ sagði Aron.
EM 2014 karla Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Sjá meira