Einlæg saga í eftirvinnslusúpu Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 7. janúar 2014 13:00 Ég ber nýfundna virðingu fyrir Ben okkar Stiller. The Secret Life of Walter Mitty Leikstjóri: Ben Stiller Aðalhlutverk: Ben Stiller, Kristen Wiig, Sean Penn, Adam Scott og Shirley MacLaine. Þessi mynd kom mér vægast sagt hressilega á óvart. Í myndinni flakkar aðalsöguhetjan Walter Mitty, sem leikin er af Ben Stiller, milli dagdrauma og veruleika með tilheyrandi flóði af tæknibrellum. Það hefði verið mjög auðvelt að drekkja myndinni svo í eftirvinnslukaosi að hversdagslegu, einlægu stundirnar hefðu gjörsamlega týnst en það gerist þó ekki hér. Mér leið á tímabili pínulítið eins og þegar ég sá Tom Cruise fara á kostum í kvikmyndinni Magnolia og ég uppgötvaði að hann væri þrusugóður leikari í raun. Þannig líður mér með Ben Stiller eftir þessa mynd. Hann er afar trúverðugur sem einfarinn Walter Mitty sem hefur unnið á sama staðnum í sextán ár og ekki verið við konu kenndur. Hér tekur hann stórt skref fram á við, ekki bara í leik heldur ferst honum leikstjórnarhlutverkið vel úr hendi. Leikkonan Kristen Wiig stelur oft á tíðum senunni sem Cheryl Melhoff, konan sem Walter er skotinn í. Lágstemmdur sjarmi hennar er óviðjafnanlegur og er erfitt að taka augun af henni þegar hún birtist á hvíta tjaldinu. Hún er hárrétta manneskjan í þetta hlutverk og heilt yfir virðist leikaravalið vera nánast upp á tíu. Íslenski leikarinn Ólafur Darri Ólafsson ber af íslenska leikaraliðinu, að öllum ólöstuðum, og sýnir og sannar að hann gefur stærstu Hollywood-stjörnum nútímans ekkert eftir. Ég fylltist alls konar tilfinningum þegar ég horfði á þessa mynd og ekki bara gríðarlegri þjóðrembu enda Ísland í miklu aðalhlutverki í gegnum alla myndina. Ég hló, ég táraðist og umfram allt hafði ég mikla samúð með hetjunni okkar honum Walter. Ég hélt með honum allan tímann.Niðurstaða: Listilegt samspil drauma og raunveruleika sem hefði vel getað klikkað en svínvirkar. Mest lesið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Risa endurkoma eftir áratug í dvala Lífið Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Menning Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Fleiri fréttir Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
The Secret Life of Walter Mitty Leikstjóri: Ben Stiller Aðalhlutverk: Ben Stiller, Kristen Wiig, Sean Penn, Adam Scott og Shirley MacLaine. Þessi mynd kom mér vægast sagt hressilega á óvart. Í myndinni flakkar aðalsöguhetjan Walter Mitty, sem leikin er af Ben Stiller, milli dagdrauma og veruleika með tilheyrandi flóði af tæknibrellum. Það hefði verið mjög auðvelt að drekkja myndinni svo í eftirvinnslukaosi að hversdagslegu, einlægu stundirnar hefðu gjörsamlega týnst en það gerist þó ekki hér. Mér leið á tímabili pínulítið eins og þegar ég sá Tom Cruise fara á kostum í kvikmyndinni Magnolia og ég uppgötvaði að hann væri þrusugóður leikari í raun. Þannig líður mér með Ben Stiller eftir þessa mynd. Hann er afar trúverðugur sem einfarinn Walter Mitty sem hefur unnið á sama staðnum í sextán ár og ekki verið við konu kenndur. Hér tekur hann stórt skref fram á við, ekki bara í leik heldur ferst honum leikstjórnarhlutverkið vel úr hendi. Leikkonan Kristen Wiig stelur oft á tíðum senunni sem Cheryl Melhoff, konan sem Walter er skotinn í. Lágstemmdur sjarmi hennar er óviðjafnanlegur og er erfitt að taka augun af henni þegar hún birtist á hvíta tjaldinu. Hún er hárrétta manneskjan í þetta hlutverk og heilt yfir virðist leikaravalið vera nánast upp á tíu. Íslenski leikarinn Ólafur Darri Ólafsson ber af íslenska leikaraliðinu, að öllum ólöstuðum, og sýnir og sannar að hann gefur stærstu Hollywood-stjörnum nútímans ekkert eftir. Ég fylltist alls konar tilfinningum þegar ég horfði á þessa mynd og ekki bara gríðarlegri þjóðrembu enda Ísland í miklu aðalhlutverki í gegnum alla myndina. Ég hló, ég táraðist og umfram allt hafði ég mikla samúð með hetjunni okkar honum Walter. Ég hélt með honum allan tímann.Niðurstaða: Listilegt samspil drauma og raunveruleika sem hefði vel getað klikkað en svínvirkar.
Mest lesið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Risa endurkoma eftir áratug í dvala Lífið Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Menning Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Fleiri fréttir Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira