„Æðislegt að hlusta á svona sérfræðing“ Henry Birgir Gunnarsson í Álaborg skrifar 13. janúar 2014 06:00 Guðjón Valur Sigurðsson skorar hér eitt af níu mörkum sínum í leiknum í gær. Fréttablaðið/Daníel „Þetta var flott byrjun og ég var ánægður með strákana. Það gerðu allir það sem ætlast var til af þeim. Það voru allir að skila sínu í þessum leik,“ sagði fyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson eftir sigurinn sæta á Norðmönnum í gær. Guðjón sagði að allir leikmenn Noregs væru miklir heiðursmenn en hann hefur ekki sömu sögu að segja af norska handboltasérfræðingnum sem sagði þetta íslenska landslið vera það lélegasta sem Ísland hefði teflt fram á öldinni. „Það er æðislegt að hlusta á svona sérfræðing. Ég efast um að norsku leikmennirnir séu glaðir með þetta. Norsku leikmennirnir bera virðingu fyrir okkur. Það þurfti enga aukahvatningu fyrir þennan leik en það var ágætt að fá hana samt,“ sagði fyrirliðinn og glotti við tönn. „Við spiluðum af svipaðri getu og ég bjóst við en ég átti ekki von á þessari frábæru byrjun. Norðmenn eru með mjög frambærilegt lið og við vissum að þetta yrði slagur. Við réðum vel við allt þeirra og hleyptum þeim aldrei of nálægt okkur.“Spila ekki nema ég treysti mér til þess Óvissa var um hvort Guðjón Valur gæti spilað á þessu móti og fáir bjuggust við honum í þessum leik. Það var ekki að sjá að skortur á undirbúningi hamlaði hornamanninum frábæra því hann var stórkostlegur í leiknum og skoraði níu mörk. „Mér leið bara vel og ég spila ekki nema ég treysti mér algjörlega til þess. Þegar ég haltraði aðeins þá rákum við hnén saman. Þetta var ekki kálfinn sem hefur verið að trufla mig. Ég er í fínu lagi og fer ekki í treyju nema ég sé klár í að spila.“Varnarleikurinn frábær frá upphafi Landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson var óspar á brosið eftir leik. Eftir mjög erfiðan undirbúning fyrir EM blómstruðu strákarnir hans gegn Noregi í gær. „Við vissum eiginlega ekki alveg við hverju mátti búast. Við vorum mjög vel undirbúnir fyrir þennan leik. Áttum fín svör við þeirra leik og varnarleikurinn var frábær frá upphafi. Við gátum því refsað með hraðaupphlaupum. Sóknarleikurinn var svo mjög beittur nánast allan leikinn,“ sagði Aron en hann gat ekki kvartað yfir ótrúlegri byrjun sinna manna.Ungverjar með klóka leikmenn „Það var búið að vinna í því að stilla spennustigið vel fyrir fyrsta leikinn og það virðist hafa virkað,“ sagði þjálfarinn en umræða var í Noregi um lélegt íslenskt lið. Gat hann ekki nýtt sér það? „Jú, að sjálfsögðu. Við nýttum okkur það og fleira. Við reyndum að vekja dýrið í okkur fyrir leik og það gekk upp. Dýrið var til staðar en samt yfirvegun.“ Ungverjar bíða handan við hornið og verður mikil vinna hjá þjálfarateyminu að undirbúa liðið fyrir þann leik, en hvað þarf helst að bæta? „Þeir eru öðruvísi lið. Hávaxnari, sterkir en seinir á fótunum. Vörnin verður að halda gegn þeim enda þeir með klóka leikmenn,“ sagði Aron en hann var sjálfur klókur í dag. Rúllaði liðinu vel og skipti rétt inn á. Klassaframmistaða hjá honum rétt eins og hjá leikmönnunum. EM 2014 karla Tengdar fréttir Frábær sigur á Norðmönnum | Myndir Ísland hóf leik á EM í Danmörku á besta mögulegan máta þegar að strákarnir okkar unnu sannfærandi fimm marka sigur á Noregi, 31-26. 12. janúar 2014 19:19 Arnór: Vorum frábærlega vel stemmdir "Þetta var stórkostlegt. Frá byrjun var þetta bara frábært," sagði Arnór Atlason eftir leik en reynsla hans var oft ansi dýrmæt í sigrinum á Norðmönnum. 12. janúar 2014 18:15 Umfjöllun: Ísland - Noregur 31-26 | Draumabyrjun strákanna í Álaborg Ísland vann gríðarlega mikilvægan sigur á Noregi í fyrsta leik sínum á EM í handbolta. Strákarnir okkar gáfu tóninn með ótrúlegum upphafsmínútum. 12. janúar 2014 00:01 Meiðsli Arons ekki alvarleg Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari, sagði eftir sigurinn á Noregi í dag að ökklameiðsli Arons Pálmarssonar væru ekki alvarleg. 12. janúar 2014 16:55 Þórir: Vorum aldrei að fara að tapa þessum leik Hornamaðurinn knái, Þórir Ólafsson, sýndi hvað í honum býr gegn Noregi í dag með frábærum mörkum úr mjög þröngum færum. Hann gat því leyft sér að brosa aðeins eftir leik. 12. janúar 2014 17:50 Snorri: Við erum með betra lið en Norðmenn Snorri Steinn Guðjónsson var brosmildur er hann hitti blaðamenn eftir leikinn gegn Noregi. Skal engan undra enda frábær sigur hjá íslenska liðinu. 12. janúar 2014 17:41 Guðjón Valur: Carlsberg-inn hitaði vel upp í mönnum Guðjón Valur Sigurðsson, landsliðsfyrirliði, fór fyrir sínum mönnum í frábærum sigri Íslands á Noregi á EM í handbolta í dag. 12. janúar 2014 17:50 Aron: Ég verð klár í næsta leik Íslenska landsliðið vann sigurinn glæsilega gegn Noregi nánast án Arons Pálmarssonar. Hann meiddist snemma í leiknum og gat ekki snúið aftur. 12. janúar 2014 17:29 Sverre: Kannski óþarfi að fá rautt í hverjum leik "Sá rauði segir bara fínt. Rauða spjaldið var í stíl við búninginn," sagði varnartröllið Sverre Andreas Jakobsson brosmildur að venju eftir sigurinn á Noregi. 12. janúar 2014 18:03 Björgvin: Okkur leið eins og á heimavelli Markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson átti frábæran leik fyrir Ísland er það lagði Noreg af velli. Björgvin varði oft glæsilega og svaraði öllum gagnrýnisröddum á réttan hátt. 12. janúar 2014 18:35 Bjarki: Miklu skemmtilegra en ég átti von á Varnarmaðurinn Bjarki Már Gunnarsson þreytti frumraun sína á stórmóti í dag og leysti sitt hlutverk vel. Hann varð að spila síðustu þrettán mínútur leiksins eftir að Sverre Jakobsson hafði fengið rautt spjald. 12. janúar 2014 18:22 Hedin neitar að gefast upp Robert Hedin, landsliðsþjálfari Noregs, var gagnrýndur eftir tap hans manna gegn Íslandi á fyrsta leik EM í handbolta í dag. 12. janúar 2014 17:41 Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Körfubolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Neymar á heimleið? Fótbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Kominn úr banni en gleðin enn týnd Körfubolti Fleiri fréttir Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Sjá meira
„Þetta var flott byrjun og ég var ánægður með strákana. Það gerðu allir það sem ætlast var til af þeim. Það voru allir að skila sínu í þessum leik,“ sagði fyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson eftir sigurinn sæta á Norðmönnum í gær. Guðjón sagði að allir leikmenn Noregs væru miklir heiðursmenn en hann hefur ekki sömu sögu að segja af norska handboltasérfræðingnum sem sagði þetta íslenska landslið vera það lélegasta sem Ísland hefði teflt fram á öldinni. „Það er æðislegt að hlusta á svona sérfræðing. Ég efast um að norsku leikmennirnir séu glaðir með þetta. Norsku leikmennirnir bera virðingu fyrir okkur. Það þurfti enga aukahvatningu fyrir þennan leik en það var ágætt að fá hana samt,“ sagði fyrirliðinn og glotti við tönn. „Við spiluðum af svipaðri getu og ég bjóst við en ég átti ekki von á þessari frábæru byrjun. Norðmenn eru með mjög frambærilegt lið og við vissum að þetta yrði slagur. Við réðum vel við allt þeirra og hleyptum þeim aldrei of nálægt okkur.“Spila ekki nema ég treysti mér til þess Óvissa var um hvort Guðjón Valur gæti spilað á þessu móti og fáir bjuggust við honum í þessum leik. Það var ekki að sjá að skortur á undirbúningi hamlaði hornamanninum frábæra því hann var stórkostlegur í leiknum og skoraði níu mörk. „Mér leið bara vel og ég spila ekki nema ég treysti mér algjörlega til þess. Þegar ég haltraði aðeins þá rákum við hnén saman. Þetta var ekki kálfinn sem hefur verið að trufla mig. Ég er í fínu lagi og fer ekki í treyju nema ég sé klár í að spila.“Varnarleikurinn frábær frá upphafi Landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson var óspar á brosið eftir leik. Eftir mjög erfiðan undirbúning fyrir EM blómstruðu strákarnir hans gegn Noregi í gær. „Við vissum eiginlega ekki alveg við hverju mátti búast. Við vorum mjög vel undirbúnir fyrir þennan leik. Áttum fín svör við þeirra leik og varnarleikurinn var frábær frá upphafi. Við gátum því refsað með hraðaupphlaupum. Sóknarleikurinn var svo mjög beittur nánast allan leikinn,“ sagði Aron en hann gat ekki kvartað yfir ótrúlegri byrjun sinna manna.Ungverjar með klóka leikmenn „Það var búið að vinna í því að stilla spennustigið vel fyrir fyrsta leikinn og það virðist hafa virkað,“ sagði þjálfarinn en umræða var í Noregi um lélegt íslenskt lið. Gat hann ekki nýtt sér það? „Jú, að sjálfsögðu. Við nýttum okkur það og fleira. Við reyndum að vekja dýrið í okkur fyrir leik og það gekk upp. Dýrið var til staðar en samt yfirvegun.“ Ungverjar bíða handan við hornið og verður mikil vinna hjá þjálfarateyminu að undirbúa liðið fyrir þann leik, en hvað þarf helst að bæta? „Þeir eru öðruvísi lið. Hávaxnari, sterkir en seinir á fótunum. Vörnin verður að halda gegn þeim enda þeir með klóka leikmenn,“ sagði Aron en hann var sjálfur klókur í dag. Rúllaði liðinu vel og skipti rétt inn á. Klassaframmistaða hjá honum rétt eins og hjá leikmönnunum.
EM 2014 karla Tengdar fréttir Frábær sigur á Norðmönnum | Myndir Ísland hóf leik á EM í Danmörku á besta mögulegan máta þegar að strákarnir okkar unnu sannfærandi fimm marka sigur á Noregi, 31-26. 12. janúar 2014 19:19 Arnór: Vorum frábærlega vel stemmdir "Þetta var stórkostlegt. Frá byrjun var þetta bara frábært," sagði Arnór Atlason eftir leik en reynsla hans var oft ansi dýrmæt í sigrinum á Norðmönnum. 12. janúar 2014 18:15 Umfjöllun: Ísland - Noregur 31-26 | Draumabyrjun strákanna í Álaborg Ísland vann gríðarlega mikilvægan sigur á Noregi í fyrsta leik sínum á EM í handbolta. Strákarnir okkar gáfu tóninn með ótrúlegum upphafsmínútum. 12. janúar 2014 00:01 Meiðsli Arons ekki alvarleg Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari, sagði eftir sigurinn á Noregi í dag að ökklameiðsli Arons Pálmarssonar væru ekki alvarleg. 12. janúar 2014 16:55 Þórir: Vorum aldrei að fara að tapa þessum leik Hornamaðurinn knái, Þórir Ólafsson, sýndi hvað í honum býr gegn Noregi í dag með frábærum mörkum úr mjög þröngum færum. Hann gat því leyft sér að brosa aðeins eftir leik. 12. janúar 2014 17:50 Snorri: Við erum með betra lið en Norðmenn Snorri Steinn Guðjónsson var brosmildur er hann hitti blaðamenn eftir leikinn gegn Noregi. Skal engan undra enda frábær sigur hjá íslenska liðinu. 12. janúar 2014 17:41 Guðjón Valur: Carlsberg-inn hitaði vel upp í mönnum Guðjón Valur Sigurðsson, landsliðsfyrirliði, fór fyrir sínum mönnum í frábærum sigri Íslands á Noregi á EM í handbolta í dag. 12. janúar 2014 17:50 Aron: Ég verð klár í næsta leik Íslenska landsliðið vann sigurinn glæsilega gegn Noregi nánast án Arons Pálmarssonar. Hann meiddist snemma í leiknum og gat ekki snúið aftur. 12. janúar 2014 17:29 Sverre: Kannski óþarfi að fá rautt í hverjum leik "Sá rauði segir bara fínt. Rauða spjaldið var í stíl við búninginn," sagði varnartröllið Sverre Andreas Jakobsson brosmildur að venju eftir sigurinn á Noregi. 12. janúar 2014 18:03 Björgvin: Okkur leið eins og á heimavelli Markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson átti frábæran leik fyrir Ísland er það lagði Noreg af velli. Björgvin varði oft glæsilega og svaraði öllum gagnrýnisröddum á réttan hátt. 12. janúar 2014 18:35 Bjarki: Miklu skemmtilegra en ég átti von á Varnarmaðurinn Bjarki Már Gunnarsson þreytti frumraun sína á stórmóti í dag og leysti sitt hlutverk vel. Hann varð að spila síðustu þrettán mínútur leiksins eftir að Sverre Jakobsson hafði fengið rautt spjald. 12. janúar 2014 18:22 Hedin neitar að gefast upp Robert Hedin, landsliðsþjálfari Noregs, var gagnrýndur eftir tap hans manna gegn Íslandi á fyrsta leik EM í handbolta í dag. 12. janúar 2014 17:41 Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Körfubolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Neymar á heimleið? Fótbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Kominn úr banni en gleðin enn týnd Körfubolti Fleiri fréttir Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Sjá meira
Frábær sigur á Norðmönnum | Myndir Ísland hóf leik á EM í Danmörku á besta mögulegan máta þegar að strákarnir okkar unnu sannfærandi fimm marka sigur á Noregi, 31-26. 12. janúar 2014 19:19
Arnór: Vorum frábærlega vel stemmdir "Þetta var stórkostlegt. Frá byrjun var þetta bara frábært," sagði Arnór Atlason eftir leik en reynsla hans var oft ansi dýrmæt í sigrinum á Norðmönnum. 12. janúar 2014 18:15
Umfjöllun: Ísland - Noregur 31-26 | Draumabyrjun strákanna í Álaborg Ísland vann gríðarlega mikilvægan sigur á Noregi í fyrsta leik sínum á EM í handbolta. Strákarnir okkar gáfu tóninn með ótrúlegum upphafsmínútum. 12. janúar 2014 00:01
Meiðsli Arons ekki alvarleg Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari, sagði eftir sigurinn á Noregi í dag að ökklameiðsli Arons Pálmarssonar væru ekki alvarleg. 12. janúar 2014 16:55
Þórir: Vorum aldrei að fara að tapa þessum leik Hornamaðurinn knái, Þórir Ólafsson, sýndi hvað í honum býr gegn Noregi í dag með frábærum mörkum úr mjög þröngum færum. Hann gat því leyft sér að brosa aðeins eftir leik. 12. janúar 2014 17:50
Snorri: Við erum með betra lið en Norðmenn Snorri Steinn Guðjónsson var brosmildur er hann hitti blaðamenn eftir leikinn gegn Noregi. Skal engan undra enda frábær sigur hjá íslenska liðinu. 12. janúar 2014 17:41
Guðjón Valur: Carlsberg-inn hitaði vel upp í mönnum Guðjón Valur Sigurðsson, landsliðsfyrirliði, fór fyrir sínum mönnum í frábærum sigri Íslands á Noregi á EM í handbolta í dag. 12. janúar 2014 17:50
Aron: Ég verð klár í næsta leik Íslenska landsliðið vann sigurinn glæsilega gegn Noregi nánast án Arons Pálmarssonar. Hann meiddist snemma í leiknum og gat ekki snúið aftur. 12. janúar 2014 17:29
Sverre: Kannski óþarfi að fá rautt í hverjum leik "Sá rauði segir bara fínt. Rauða spjaldið var í stíl við búninginn," sagði varnartröllið Sverre Andreas Jakobsson brosmildur að venju eftir sigurinn á Noregi. 12. janúar 2014 18:03
Björgvin: Okkur leið eins og á heimavelli Markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson átti frábæran leik fyrir Ísland er það lagði Noreg af velli. Björgvin varði oft glæsilega og svaraði öllum gagnrýnisröddum á réttan hátt. 12. janúar 2014 18:35
Bjarki: Miklu skemmtilegra en ég átti von á Varnarmaðurinn Bjarki Már Gunnarsson þreytti frumraun sína á stórmóti í dag og leysti sitt hlutverk vel. Hann varð að spila síðustu þrettán mínútur leiksins eftir að Sverre Jakobsson hafði fengið rautt spjald. 12. janúar 2014 18:22
Hedin neitar að gefast upp Robert Hedin, landsliðsþjálfari Noregs, var gagnrýndur eftir tap hans manna gegn Íslandi á fyrsta leik EM í handbolta í dag. 12. janúar 2014 17:41