„Ég ætla að vera nakinn og berskjaldaður í heilan mánuð,“ segir Curver Thoroddsen, en hann opnar sýninguna Verk að vinna/Paperwork í Ketilhúsinu á Akureyri í dag klukkan þrjú. Þar stendur listamaðurinn fyrir raunveruleikagjörningi í anda fyrri verka sinna þar sem daglegt líf hans og listsköpun skarast.
„Ég verð að fara í gegnum blöð og pappíra af ólíkum æviskeiðum mínum. Pappírar sem hafa safnast saman á síðastliðnum 20 árum heima hjá mér. Ég býst við að þetta verði dálítill tilfinningarússíbani að fara svona í gegnum líf sitt í pappírsbréfum,“ segir Curver jafnframt.
Hann kemur til með að loka sig af í heilan mánuði í Ketilhúsinu til þess að flokka póstinn.
„Þetta verður sannarlega ferðalag inn á við, sem er dálítil fyndinn andstæða þess að út á við verð ég nakinn í almenningsrými að gera mjög persónulegan hlut. Verkið fjallar dálítið um þetta, þetta persónulega svæði og svo það almenna. Samskiptamiðlar í dag, líkt og Facebook og Instagram, hafa orðið tl þess að við erum alltaf að varpa okkar persónulega rými út í almenningsrými og sýningin fjallar í rauninni um þessi mörk,“ segir Curver að lokum.
Lokar sig af nakinn í mánuð
