„Þetta verður mjög erfiður leikur. Pakkað hús og bara stjörnur í loftinu,“ sagði línutröllið Kári Kristján Kristjánsson eftir æfingu íslenska landsliðsins í Boxinu í gær.
„Við ætlum að reyna að vera rólegir. Það er reynsla í okkar liði. Ef menn eru klárir á sínum hlutverkum þá ætti þetta að vera nokkuð öruggt. Það hafa allir tekið þátt í góðu partíi og það væri gaman að koma hingað og slökkva aðeins í þessum Baunum,“ sagði Kári léttur að vanda en hann spilar með danska liðinu Bjerringbro/Silkeborg og kann því vel við sig í Danmörku.
„Danir eru með hrikalega öflugt lið og heimavöllurinn telur. Hann gerði það gegn Spánverjum. Þá var gott að vera heimaliðið. Við þurfum að koma þeim á óvart. Við viljum meira. Við skellum Dönum og Makedónía tekur Spán. Þá eru það bara undanúrslit,“ sagði Kári brattur.
Viljum slökkva í þessum Baunum
Henry Birgir Gunnarsson í Herning skrifar
Mest lesið

Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“
Íslenski boltinn

„Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“
Íslenski boltinn



Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag
Enski boltinn




Saka ekki alvarlega meiddur
Enski boltinn

Ástbjörn missir af næstu leikjum KR
Íslenski boltinn