Takk fyrir lánið Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 22. janúar 2014 06:00 Úbb! Ég starði á bókina í höndum mér. Hvernig gat nú staðið á þessu? Hún lét ekki mikið yfir sér, kilja í litlu broti og kápan hlutlaus að lit. Þessi bók var alls ekki mín eign en þarna lá hún nú samt innan um aðrar. Gat verið að hún hefði staðið í hillunni án þess að ég ræki í hana augun? Hjartað tók kipp og ég svitnaði í lófum. Það voru fjórtán ár síðan ég fékk hana lánaða! Égvelti bókinni vandræðalega milli handa mér, lagði hana frá mér og tók hana upp aftur. Kunni ekki við að stinga henni ofan í kassann á eftir hinum. Átti ekkert með það, þangað átti hún ekki erindi og hvað þá aftur upp í hillu. Hennar rétti staður væri hjá eiganda sínum og ég mundi vel hver hafði lánað mér hana. Bókinahafði leiðeinandi við Listaháskóla Íslands lánað mér þegar ég hafði málað mig út í horn í verkefnavinnu. Tilgangurinn var auðvitað að hjálpa mér út úr ógöngum og bókin kom úr einkasafni leiðbeinandans. Af hverju ég hafði ekki skilað henni aftur gat ég ekki útskýrt og þar sem ég tvísté með hana í höndunum, fjórtán árum síðar, sá ég ekki hvernig í ósköpunum ég ætti að fara að því núna. Áttiég að banka upp á með afsökunarbeiðni á vörunum? Standa eins og asni á tröppunum og stama eitthvað um þjófótta búálfa? Senda hana nafnlaust í pósti og vona að eigandinn myndi ekki hverjum hann hafði lánað bókina? Eða koma henni í hendur einhvers annars, sem kannski þekkti einhvern sem þekkti eigandann og bíða eftir að bókin rataði eftir krókaleiðum á réttan stað? Skömminyfir bókarstuldinum kvaldi mig næstu daga en ég hummaði fram af mér að gangast við verknaðinum. Íhugaði meira að segja að skjóta henni ofan í kassa á eftir hinum. Hvað gerðu nokkur ár í viðbót við þau fjórtán sem liðin voru? Húnliggur ennþá sófaborðinu og bíður þess að ég taki af skarið. Kannski ég hunskist á pósthúsið, á morgun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnheiður Tryggvadóttir Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Úbb! Ég starði á bókina í höndum mér. Hvernig gat nú staðið á þessu? Hún lét ekki mikið yfir sér, kilja í litlu broti og kápan hlutlaus að lit. Þessi bók var alls ekki mín eign en þarna lá hún nú samt innan um aðrar. Gat verið að hún hefði staðið í hillunni án þess að ég ræki í hana augun? Hjartað tók kipp og ég svitnaði í lófum. Það voru fjórtán ár síðan ég fékk hana lánaða! Égvelti bókinni vandræðalega milli handa mér, lagði hana frá mér og tók hana upp aftur. Kunni ekki við að stinga henni ofan í kassann á eftir hinum. Átti ekkert með það, þangað átti hún ekki erindi og hvað þá aftur upp í hillu. Hennar rétti staður væri hjá eiganda sínum og ég mundi vel hver hafði lánað mér hana. Bókinahafði leiðeinandi við Listaháskóla Íslands lánað mér þegar ég hafði málað mig út í horn í verkefnavinnu. Tilgangurinn var auðvitað að hjálpa mér út úr ógöngum og bókin kom úr einkasafni leiðbeinandans. Af hverju ég hafði ekki skilað henni aftur gat ég ekki útskýrt og þar sem ég tvísté með hana í höndunum, fjórtán árum síðar, sá ég ekki hvernig í ósköpunum ég ætti að fara að því núna. Áttiég að banka upp á með afsökunarbeiðni á vörunum? Standa eins og asni á tröppunum og stama eitthvað um þjófótta búálfa? Senda hana nafnlaust í pósti og vona að eigandinn myndi ekki hverjum hann hafði lánað bókina? Eða koma henni í hendur einhvers annars, sem kannski þekkti einhvern sem þekkti eigandann og bíða eftir að bókin rataði eftir krókaleiðum á réttan stað? Skömminyfir bókarstuldinum kvaldi mig næstu daga en ég hummaði fram af mér að gangast við verknaðinum. Íhugaði meira að segja að skjóta henni ofan í kassa á eftir hinum. Hvað gerðu nokkur ár í viðbót við þau fjórtán sem liðin voru? Húnliggur ennþá sófaborðinu og bíður þess að ég taki af skarið. Kannski ég hunskist á pósthúsið, á morgun.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun