Verkin eru eftir Norræna og grænlenska listamenn og unnin út frá hugleiðingum um heimili og heimkynni.

„Þetta er mjög fjölbreytt sýning,“ segir hún.
„Það er hægt að taka heimili fyrir á svo margan hátt, jafnvel með heimilisleysi. Heimilið er bæði umhverfis mann og innra með manni.
Skandinavísku nöfnin á sýningunni eru bundin heimilinu en við Íslendingarnir höfum efnið víðara og fjöllum um heimkynni í okkar verkum.“

Hanne Matthiesen frá Danmörku flytur erindi sem hún nefnir „Artists‘ books – kunst og kommunikation“. Í myndskreyttu spjalli kynnir hún helstu hugðar- og viðfangsefni sín á sviði listarinnar á dönsku.
Marianne Laimer frá Svíþjóð nefnir erindi sitt: „Sidor med berättelser som fortsätter ut i skuggorna“.
Hún segir frá listsköpun sinni og hvernig hún í tvinnar saman bókverk og sagnagerð og er erindið á sænsku.