Peningar, hórur og eiturlyf Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. janúar 2014 06:00 Sannfæringarmáttur eins manns getur orðið til þess að þú sturtir öllum eðlilegum siðferðisgildum niður í klósettið. „Af hverju á ég ekki líka að fá tækifæri til að verða ríkur?“ hugsarðu og er létt þegar þú horfir í kringum þig á vinnustaðnum. Allir hinir eru að selja sálu sína sér til framdráttar. Hvers vegna ættir þú að missa af tækifærinu? Svona get ég ímyndað mér að hugsunarhátturinn hafi verið á skrifstofu Stratton Oakmont sem miðlarinn Jordan Belfort, aðalpersónan í kvikmyndinni The Wolf of Wall Street, rak með harðri hendi. Þar var fólk í símanum allan daginn að plata fólk úti í bæ til að kaupa hlutabréf í fyrirtækjum sem voru alls ekkert líkleg til að gera góða hluti. No one hangs up the phone until the customer buys or dies,“ er tilvitnun í Belfort sem hafði það eitt að markmiði að verða ríkur. Starfsmenn hans voru tilbúnir að fórna mannorðinu fyrir drauminn um að verða ríkir. Og hvernig tókst þeim að fá fólkið til að kaupa gallaða vöru? Frábært handrit þar sem hamrað var á þeim einstaka möguleika sem væri fyrir hendi hjá aðilanum á hinum enda línunnar. Að verða ríkur. Sem betur fer var Belfort sóttur til saka og sat inni í tæp tvö ár fyrir að hafa á annað þúsund manns að fíflum og brjóta fjölmörg lög í leiðinni. Sektin var eðlilega himinhá og verður aldrei greidd að fullu. Stór hluti launa Belforts, sem þénaði vel á bókaútgáfu og kvikmyndaréttinum auk þess að vera eftirsóttur fyrirlesari, eiga að renna í sektarsjóðinn. Vímuefnalaus mætti ætla að eiturlyfjafíkillinn fyrrverandi og „hóruunnandi“ hafi lært af reynslunni? Orðinn betri maður? Eftir því sem næst verður komist stendur Belfort vísvitandi ekki í skilum Af því má ætla að viðhorf hans hafi lítið sem ekkert breyst. Ef hann hefur tækifæri til þess að græða pening á kostnað annarra þá stekkur hann á það. Siðlaust fífl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Tumi Daðason Tengdar fréttir Tekið sem sjálfsögðum hlut Lífið tekur stöðugum breytingum. Sumum fagnar maður en aðrar koma manni í opna skjöldu. Það er oft ekki fyrr en við breytingar sem fólk áttar sig á öllu því góða sem það hefur í langan tíma tekið sem sjálfsögðum hlut. 4. október 2013 06:00 Strákarnir okkar hvernig sem fer Ég man eftir fyrsta landsleiknum sem ég mætti á í Laugardalnum. Pabbi skutlaði mér og það reyndist lítið mál að fá miða. Samt voru Spánverjar mættir í heimsókn með stórstjörnur í flestum stöðum. 15. nóvember 2013 06:00 Nokkrar hoppandi fótboltagórillur Ég hef aldrei kynnst öðru eins spennufalli og á þriðjudagskvöldið þegar karlalandslið Íslands í knattspyrnu tryggði sér sæti í umspili um laust sæti í lokakeppni heimsmeistaramótsins. Afrek hafði unnist sem erfitt er að setja í samhengi. Það er hins vegar mikið og einstakt. 18. október 2013 00:01 Hvað finnst þér um byssur? Ferðalög til útlanda eru sjaldan jafnvel heppnuð og þegar maður sækir góða vini heim. Á framandi stöðum er gott að eiga góða að. 26. júlí 2013 08:00 Frá helvíti til himna Mínar verstu minningar úr grunnskóla eru úr skólasundi. Aldrei hlakkaði ég til að fara út í Vesturbæjarlaug og hlusta á sundkennarana þylja "beygja, kreppa, sundur, saman“. Í fjórar vikur, ár eftir ár, varð maður að láta sig hafa það. Ástæðan fyrir því hve leiðinlegt mér þótti í lauginni var einföld. Mér var fyrirmunað að læra sundtökin. 20. september 2013 07:00 Kóngur á spítala Þrátt fyrir að vera nýskriðinn á fertugsaldurinn lagðist ég á skurðarborðið á þriðjudaginn. Brjósklos í mjóbakinu hefur angrað mig undanfarið hálft ár. 10. janúar 2014 06:00 Bliki í þrjár klukkustundir Það er erfitt að útskýra það og ég hef á tilfinningunni að maður megi ekki segja það. Maður gæti verið stimplaður þjóðernissinni, orð sem fólk hefur ólíkan skilning á en yfirleitt neikvæðan, eða þá væminn. 10. ágúst 2013 11:00 Heilög Francisca "Góðan daginn, Tumi minn,“ segir brosmildasta og skemmtilegasta afgreiðslukona heimsins þegar ég legg leið mína í Bónus úti á Granda. 1. nóvember 2013 06:00 Við sigruðum þá…næstum því Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir kollegum sínum frá Sviss í undankeppni heimsmeistaramótsins í Bern í kvöld. Sem fyrr mun stór hluti þjóðarinnar setjast við skjáinn með litlar opinberar væntingar en hjartað fullt af draumum. 6. september 2013 06:00 Hvers virði eru launin? Eru launin ekki miklu lægri?“ er spurning sem ég fæ reglulega frá fólki þegar það heyrir að ég hafi sagt upp starfi mínu sem byggingaverkfræðingur og sinni nú íþróttafréttamennsku. 12. júlí 2013 06:00 Árin í Landakotsskóla Ástæðan fyrir því að foreldrar mínir ákváðu að mér væri best borgið hjá kaþólikkunum í Landakotsskóla var einfaldlega sú að skólinn var handan götunnar. 29. nóvember 2013 06:00 Viltu kaffi? Tiltölulega nýlega fór þeim skiptum sem starfsmenn ÁTVR spurðu mig um skilríki að fækka. Allan þrítugsaldurinn, blessuð sé minning hans, var stundin jafnvandræðaleg þegar ég mætti á kassann. Verð ég spurður eða ekki? Vissara að rétta bara kortið til þess að koma í veg fyrir að þurfa að leita að ökuskírteininu til að sanna 28 ára aldur minn. 23. ágúst 2013 07:24 Misskilinn Á Þorláksmessu stóð ég í röð á kaffihúsi í miðborginni þegar ég hitti fyrrverandi kærustu vinar míns. 27. desember 2013 00:01 Og íþróttamaður ársins 2013 er… Í fyrsta skipti fæ ég að taka þátt í kjöri á íþróttamanni ársins. 13. desember 2013 09:08 Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson Skoðun
Sannfæringarmáttur eins manns getur orðið til þess að þú sturtir öllum eðlilegum siðferðisgildum niður í klósettið. „Af hverju á ég ekki líka að fá tækifæri til að verða ríkur?“ hugsarðu og er létt þegar þú horfir í kringum þig á vinnustaðnum. Allir hinir eru að selja sálu sína sér til framdráttar. Hvers vegna ættir þú að missa af tækifærinu? Svona get ég ímyndað mér að hugsunarhátturinn hafi verið á skrifstofu Stratton Oakmont sem miðlarinn Jordan Belfort, aðalpersónan í kvikmyndinni The Wolf of Wall Street, rak með harðri hendi. Þar var fólk í símanum allan daginn að plata fólk úti í bæ til að kaupa hlutabréf í fyrirtækjum sem voru alls ekkert líkleg til að gera góða hluti. No one hangs up the phone until the customer buys or dies,“ er tilvitnun í Belfort sem hafði það eitt að markmiði að verða ríkur. Starfsmenn hans voru tilbúnir að fórna mannorðinu fyrir drauminn um að verða ríkir. Og hvernig tókst þeim að fá fólkið til að kaupa gallaða vöru? Frábært handrit þar sem hamrað var á þeim einstaka möguleika sem væri fyrir hendi hjá aðilanum á hinum enda línunnar. Að verða ríkur. Sem betur fer var Belfort sóttur til saka og sat inni í tæp tvö ár fyrir að hafa á annað þúsund manns að fíflum og brjóta fjölmörg lög í leiðinni. Sektin var eðlilega himinhá og verður aldrei greidd að fullu. Stór hluti launa Belforts, sem þénaði vel á bókaútgáfu og kvikmyndaréttinum auk þess að vera eftirsóttur fyrirlesari, eiga að renna í sektarsjóðinn. Vímuefnalaus mætti ætla að eiturlyfjafíkillinn fyrrverandi og „hóruunnandi“ hafi lært af reynslunni? Orðinn betri maður? Eftir því sem næst verður komist stendur Belfort vísvitandi ekki í skilum Af því má ætla að viðhorf hans hafi lítið sem ekkert breyst. Ef hann hefur tækifæri til þess að græða pening á kostnað annarra þá stekkur hann á það. Siðlaust fífl.
Tekið sem sjálfsögðum hlut Lífið tekur stöðugum breytingum. Sumum fagnar maður en aðrar koma manni í opna skjöldu. Það er oft ekki fyrr en við breytingar sem fólk áttar sig á öllu því góða sem það hefur í langan tíma tekið sem sjálfsögðum hlut. 4. október 2013 06:00
Strákarnir okkar hvernig sem fer Ég man eftir fyrsta landsleiknum sem ég mætti á í Laugardalnum. Pabbi skutlaði mér og það reyndist lítið mál að fá miða. Samt voru Spánverjar mættir í heimsókn með stórstjörnur í flestum stöðum. 15. nóvember 2013 06:00
Nokkrar hoppandi fótboltagórillur Ég hef aldrei kynnst öðru eins spennufalli og á þriðjudagskvöldið þegar karlalandslið Íslands í knattspyrnu tryggði sér sæti í umspili um laust sæti í lokakeppni heimsmeistaramótsins. Afrek hafði unnist sem erfitt er að setja í samhengi. Það er hins vegar mikið og einstakt. 18. október 2013 00:01
Hvað finnst þér um byssur? Ferðalög til útlanda eru sjaldan jafnvel heppnuð og þegar maður sækir góða vini heim. Á framandi stöðum er gott að eiga góða að. 26. júlí 2013 08:00
Frá helvíti til himna Mínar verstu minningar úr grunnskóla eru úr skólasundi. Aldrei hlakkaði ég til að fara út í Vesturbæjarlaug og hlusta á sundkennarana þylja "beygja, kreppa, sundur, saman“. Í fjórar vikur, ár eftir ár, varð maður að láta sig hafa það. Ástæðan fyrir því hve leiðinlegt mér þótti í lauginni var einföld. Mér var fyrirmunað að læra sundtökin. 20. september 2013 07:00
Kóngur á spítala Þrátt fyrir að vera nýskriðinn á fertugsaldurinn lagðist ég á skurðarborðið á þriðjudaginn. Brjósklos í mjóbakinu hefur angrað mig undanfarið hálft ár. 10. janúar 2014 06:00
Bliki í þrjár klukkustundir Það er erfitt að útskýra það og ég hef á tilfinningunni að maður megi ekki segja það. Maður gæti verið stimplaður þjóðernissinni, orð sem fólk hefur ólíkan skilning á en yfirleitt neikvæðan, eða þá væminn. 10. ágúst 2013 11:00
Heilög Francisca "Góðan daginn, Tumi minn,“ segir brosmildasta og skemmtilegasta afgreiðslukona heimsins þegar ég legg leið mína í Bónus úti á Granda. 1. nóvember 2013 06:00
Við sigruðum þá…næstum því Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir kollegum sínum frá Sviss í undankeppni heimsmeistaramótsins í Bern í kvöld. Sem fyrr mun stór hluti þjóðarinnar setjast við skjáinn með litlar opinberar væntingar en hjartað fullt af draumum. 6. september 2013 06:00
Hvers virði eru launin? Eru launin ekki miklu lægri?“ er spurning sem ég fæ reglulega frá fólki þegar það heyrir að ég hafi sagt upp starfi mínu sem byggingaverkfræðingur og sinni nú íþróttafréttamennsku. 12. júlí 2013 06:00
Árin í Landakotsskóla Ástæðan fyrir því að foreldrar mínir ákváðu að mér væri best borgið hjá kaþólikkunum í Landakotsskóla var einfaldlega sú að skólinn var handan götunnar. 29. nóvember 2013 06:00
Viltu kaffi? Tiltölulega nýlega fór þeim skiptum sem starfsmenn ÁTVR spurðu mig um skilríki að fækka. Allan þrítugsaldurinn, blessuð sé minning hans, var stundin jafnvandræðaleg þegar ég mætti á kassann. Verð ég spurður eða ekki? Vissara að rétta bara kortið til þess að koma í veg fyrir að þurfa að leita að ökuskírteininu til að sanna 28 ára aldur minn. 23. ágúst 2013 07:24
Misskilinn Á Þorláksmessu stóð ég í röð á kaffihúsi í miðborginni þegar ég hitti fyrrverandi kærustu vinar míns. 27. desember 2013 00:01
Og íþróttamaður ársins 2013 er… Í fyrsta skipti fæ ég að taka þátt í kjöri á íþróttamanni ársins. 13. desember 2013 09:08
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun