Vantar liðsauka fyrir HönnunarMars Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 25. janúar 2014 10:00 Ástríður Magnúsdóttir, verkefnastjóri hjá Hönnunarmiðstöð Íslands, óskar eftir sjálfboðaliðum. mynd/gva Okkur vantar liðsauka fram að HönnunarMars. Það er allt að fara á fullt,“ segir Ástríður Magnúsdóttir, verkefnastjóri hjá Hönnunarmiðstöð Íslands, sem stendur fyrir hátíðinni HönnunarMars en undirbúningur hátíðarinnar er þegar hafinn. HönnunarMars verður haldinn í sjötta sinn, dagana 27. til 30. mars og sýnir þverskurð þess sem er að gerast í íslenskum hönnunarheimi. Hátíðin hefur fest sig rækilega í sessi en um þrjátíu þúsund manns sóttu viðburði og sýningar á HönnunarMars í fyrra, samkvæmt könnun Capacent, eða um tíu prósent þjóðarinnar. Þar að auki sækja erlendir fjölmiðlar hátíðina heim og hafa umfjallanir um íslenska hönnuði og HönnunarMars birst í víðlesnum tímaritum og vefmiðlum, svo sem Dwell Magazine, Frame, Form og Coolhunting.com. „Við erum einmitt þegar farin að senda erlendum fjölmiðlum sýnishorn af því sem verður í boði þetta árið og skráning viðburða er hafin. Síðustu ár hafa dagskráratriði HönnunarMars verið í kringum hundrað talsins og af ýmsum toga. Fyrirlestrar, sýningar, viðburðir og opin hús og fleira,“ segir Ástríður. Það er því í mörg horn að líta. „Verkefni sjálfboðaliðanna verða margvísleg. Til dæmis myndvinnsla, texta- og gagnavinnsla fyrir heimasíðu, app og dagskrárbækling. Þetta er mjög skemmtilegt starf sem stigmagnast þegar nær dregur og andinn hér í Hönnunarmiðstöð er sérlega góður,“ útskýrir Ástríður og segir sjálfboðaliðastarfið jafnframt dýrmæta reynslu. „Oft eru þetta íslenskir hönnuðir nýkomnir heim eftir nám erlendis en þetta er góð leið til að kynnast hönnunarsamfélaginu á Íslandi og mynda tengsl. Sjálfboðaliðar hafa einnig oft ílengst og aftur og aftur verið að hóa í þá í önnur verkefni. Tveir af starfsmönnum Hönnunarmiðstöðvar byrjuðu einmitt sem sjálfboðaliðar á HönnunarMars svo þetta getur falið í sér ýmis tækifæri.“ Á vefsíðu Hönnunarmars má fylgjast með viðburðum HönnunarMars 2014. HönnunarMars Mest lesið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Fleiri fréttir Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Sjá meira
Okkur vantar liðsauka fram að HönnunarMars. Það er allt að fara á fullt,“ segir Ástríður Magnúsdóttir, verkefnastjóri hjá Hönnunarmiðstöð Íslands, sem stendur fyrir hátíðinni HönnunarMars en undirbúningur hátíðarinnar er þegar hafinn. HönnunarMars verður haldinn í sjötta sinn, dagana 27. til 30. mars og sýnir þverskurð þess sem er að gerast í íslenskum hönnunarheimi. Hátíðin hefur fest sig rækilega í sessi en um þrjátíu þúsund manns sóttu viðburði og sýningar á HönnunarMars í fyrra, samkvæmt könnun Capacent, eða um tíu prósent þjóðarinnar. Þar að auki sækja erlendir fjölmiðlar hátíðina heim og hafa umfjallanir um íslenska hönnuði og HönnunarMars birst í víðlesnum tímaritum og vefmiðlum, svo sem Dwell Magazine, Frame, Form og Coolhunting.com. „Við erum einmitt þegar farin að senda erlendum fjölmiðlum sýnishorn af því sem verður í boði þetta árið og skráning viðburða er hafin. Síðustu ár hafa dagskráratriði HönnunarMars verið í kringum hundrað talsins og af ýmsum toga. Fyrirlestrar, sýningar, viðburðir og opin hús og fleira,“ segir Ástríður. Það er því í mörg horn að líta. „Verkefni sjálfboðaliðanna verða margvísleg. Til dæmis myndvinnsla, texta- og gagnavinnsla fyrir heimasíðu, app og dagskrárbækling. Þetta er mjög skemmtilegt starf sem stigmagnast þegar nær dregur og andinn hér í Hönnunarmiðstöð er sérlega góður,“ útskýrir Ástríður og segir sjálfboðaliðastarfið jafnframt dýrmæta reynslu. „Oft eru þetta íslenskir hönnuðir nýkomnir heim eftir nám erlendis en þetta er góð leið til að kynnast hönnunarsamfélaginu á Íslandi og mynda tengsl. Sjálfboðaliðar hafa einnig oft ílengst og aftur og aftur verið að hóa í þá í önnur verkefni. Tveir af starfsmönnum Hönnunarmiðstöðvar byrjuðu einmitt sem sjálfboðaliðar á HönnunarMars svo þetta getur falið í sér ýmis tækifæri.“ Á vefsíðu Hönnunarmars má fylgjast með viðburðum HönnunarMars 2014.
HönnunarMars Mest lesið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Fleiri fréttir Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Sjá meira