Myrkir músíkdagar síðan 1980 Friðrika Benónýsdóttir skrifar 30. janúar 2014 10:00 Pétur Jónasson er framkvæmdastjóri Myrkra músíkdaga og hann segir hátíðina sífellt njóta meiri vinsælda, bæði innanlands og erlendis. Fréttablaðið/Stefán Þessi hátíð hefur verið haldin árlega síðan 1980 sem gerir Myrka músíkdaga eina elstu hátíð sinnar tegundar á Norðurlöndum,“ segir Pétur Jónasson, framkvæmdastjóri Myrkra músíkdaga sem hefjast í kvöld. „Hátíðin er haldin á vegum Tónskáldafélags Íslands og við erum í samstarfi við stórar sambærilegar hátíðir í Evrópu og Bandaríkjunum.“ Í ár eru Myrkir músíkdagar að hluta til í samstarfi við Miðstöð sjónrænnar tónlistar sem heldur hátíðina Reykjavík Visual Music Festival á sama tíma, hvernig kom það til? „Þau leituðu eftir samstarfi sem við auðvitað tókum vel í. Það er þó rétt að undirstrika að þetta eru tvær sjálfstæðar hátíðir, en við höfum snertiflöt sem er viðburður sem verður í Hörpu í kvöld þar sem mætast tvö af okkar fremstu tónskáldum og tveir myndlistarmenn. Frumflutt verða tvö verk þar sem tónlist og myndlist tvinnast saman. Síðan verða þessar tvær hátíðir keyrðar samtímis þannig að þær fléttast að vissu leyti saman, þótt þetta sé eini sameiginlegi viðburðurinn. Þetta er í fyrsta sinn sem RVMF er haldin þannig að hér starfa saman ein elsta og yngsta tónlistarhátíð landsins.“ Pétur segir erfitt að gefa einhverja yfirlýsingu um hápunkta hátíðarinnar en þó séu opnunartónleikarnir alltaf sér á parti. „Þeir eru á vegum Sinfóníuhljómsveitar Íslands og eru óneitanlega alltaf stór viðburður. Við búum svo vel að fá þessa tónleika á silfurfati frá Sinfóníuhljómsveitinni á hverju ári alveg frá upphafi, sem er nokkuð sem margir kollegar okkar á erlendri grundu öfunda okkur af.“ Spurður um aðra hápunkta Myrkra músíkdaga í ár nefnir Pétur kanadíska strengjakvartettinn Bozzini, sem hann segir vera í fremstu röð flytjenda samtímatónlistar í heiminum, Saxófónkvartett Stokkhólms, sem halda mun tvenna tónleika þar af aðra fyrir börn, en annars segir hann dagskrána það fjölbreytta og glæsilega að það sé erfitt að tína einhverja tónleika út úr henni öðrum fremur. „Við höfum vanalega opnað hátíðina með tónleikum uppi í RÚV og þeir verið sendir út í beinni útsendingu, en í þetta sinn fluttust þeir yfir á föstudaginn. Það er mikill gjörningur hóps sem kallar sig SKARK Ensemble og samanstendur af ungu íslensku og þýsku tónlistarfólki sem verður fluttur í bílakjallara RÚV og sendur út beint.“ Hátíðin er að vanda helguð íslenskri nútímatónlist. „Megnið eru íslensk verk, eins og alltaf hefur verið, en nokkur vel valin erlend verk fljóta með,“ segir Pétur. „Orðspor hátíðarinnar berst æ víðar eins og sést vel á þeim mikla áhuga sem erlendir listamenn hafa á að koma hér fram og eins því að sífellt fleiri fjölmiðlar erlendis sjá ástæðu til að fjalla um hátíðina á sínum vettvangi. Í ár er því enn von á heimsóknum frá erlendu fjölmiðlafólki ásamt listrænum stjórnendum evrópskra og bandarískra tónlistarhátíða.“ Hátíðin hefst, eins og áður sagði með tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Hörpu í kvöld undir stjórn Daníels Bjarnasonar, en síðan rekur hver viðburðurinn annan fram á sunnudag og hægt er að kynna sér dagskrána í þaula á heimasíðu hátíðarinnar. Menning Mest lesið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Skellti sér á djammið Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Þessi hátíð hefur verið haldin árlega síðan 1980 sem gerir Myrka músíkdaga eina elstu hátíð sinnar tegundar á Norðurlöndum,“ segir Pétur Jónasson, framkvæmdastjóri Myrkra músíkdaga sem hefjast í kvöld. „Hátíðin er haldin á vegum Tónskáldafélags Íslands og við erum í samstarfi við stórar sambærilegar hátíðir í Evrópu og Bandaríkjunum.“ Í ár eru Myrkir músíkdagar að hluta til í samstarfi við Miðstöð sjónrænnar tónlistar sem heldur hátíðina Reykjavík Visual Music Festival á sama tíma, hvernig kom það til? „Þau leituðu eftir samstarfi sem við auðvitað tókum vel í. Það er þó rétt að undirstrika að þetta eru tvær sjálfstæðar hátíðir, en við höfum snertiflöt sem er viðburður sem verður í Hörpu í kvöld þar sem mætast tvö af okkar fremstu tónskáldum og tveir myndlistarmenn. Frumflutt verða tvö verk þar sem tónlist og myndlist tvinnast saman. Síðan verða þessar tvær hátíðir keyrðar samtímis þannig að þær fléttast að vissu leyti saman, þótt þetta sé eini sameiginlegi viðburðurinn. Þetta er í fyrsta sinn sem RVMF er haldin þannig að hér starfa saman ein elsta og yngsta tónlistarhátíð landsins.“ Pétur segir erfitt að gefa einhverja yfirlýsingu um hápunkta hátíðarinnar en þó séu opnunartónleikarnir alltaf sér á parti. „Þeir eru á vegum Sinfóníuhljómsveitar Íslands og eru óneitanlega alltaf stór viðburður. Við búum svo vel að fá þessa tónleika á silfurfati frá Sinfóníuhljómsveitinni á hverju ári alveg frá upphafi, sem er nokkuð sem margir kollegar okkar á erlendri grundu öfunda okkur af.“ Spurður um aðra hápunkta Myrkra músíkdaga í ár nefnir Pétur kanadíska strengjakvartettinn Bozzini, sem hann segir vera í fremstu röð flytjenda samtímatónlistar í heiminum, Saxófónkvartett Stokkhólms, sem halda mun tvenna tónleika þar af aðra fyrir börn, en annars segir hann dagskrána það fjölbreytta og glæsilega að það sé erfitt að tína einhverja tónleika út úr henni öðrum fremur. „Við höfum vanalega opnað hátíðina með tónleikum uppi í RÚV og þeir verið sendir út í beinni útsendingu, en í þetta sinn fluttust þeir yfir á föstudaginn. Það er mikill gjörningur hóps sem kallar sig SKARK Ensemble og samanstendur af ungu íslensku og þýsku tónlistarfólki sem verður fluttur í bílakjallara RÚV og sendur út beint.“ Hátíðin er að vanda helguð íslenskri nútímatónlist. „Megnið eru íslensk verk, eins og alltaf hefur verið, en nokkur vel valin erlend verk fljóta með,“ segir Pétur. „Orðspor hátíðarinnar berst æ víðar eins og sést vel á þeim mikla áhuga sem erlendir listamenn hafa á að koma hér fram og eins því að sífellt fleiri fjölmiðlar erlendis sjá ástæðu til að fjalla um hátíðina á sínum vettvangi. Í ár er því enn von á heimsóknum frá erlendu fjölmiðlafólki ásamt listrænum stjórnendum evrópskra og bandarískra tónlistarhátíða.“ Hátíðin hefst, eins og áður sagði með tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Hörpu í kvöld undir stjórn Daníels Bjarnasonar, en síðan rekur hver viðburðurinn annan fram á sunnudag og hægt er að kynna sér dagskrána í þaula á heimasíðu hátíðarinnar.
Menning Mest lesið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Skellti sér á djammið Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira