Óhefðbundin ást manns og tölvu Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 30. janúar 2014 09:00 Joaquin Phoenix ku fara á kostum í myndinni en er þó ekki tilnefndur til Óskarsins. Kvikmyndin Her verður frumsýnd á Íslandi í dag en myndin er tilnefnd til fimm Óskarsverðlauna, þar á meðal sem besta myndin og besta frumsamda handrit. Þetta er fyrsta myndin sem Spike Jonze leikstýrir og skrifar handrit fyrir á ferlinum. Myndin fjallar um Theodore Twobly, leikinn af Joaquin Phoenix, sem er einmana rithöfundur. Hann kaupir sér stýrikerfi með gervigreind sem er sérhannað til að aðlagast aðstæðum og notendum og mynda með sér persónuleika. Kerfinu velur hann kvenrödd sem hann gefur nafnið Samantha, en það er leikkonan Scarlett Johansson, sem ljær henni rödd sína. Smám saman þróast samband rithöfundarins og Samönthu en í millitíðinni eignast Thedore kærustuna Amy, sem leikin er af Amy Adams, sem flækir málin. Leikkonan Samantha Morton var upprunalega rödd Samönthu og var á setti á hverjum degi með Joaquin Phoenix. Eftir að tökum lauk og Spike byrjaði að klippa myndina fannst honum eitthvað bogið við röddina og með blessun Samönthu ákvað hann að fá leikkonuna Scarlett Johansson til að ljá stýrikerfinu rödd sína. Amy Adams og Joaquin Phoenix tengdust sterkum vinaböndum á meðan á tökum stóð og orsakast það af því að Spike læsti þau saman í herbergi í einn til tvo klukkutíma á dag og neyddi þau til að tala saman. Spike gerði þetta svo þau myndu kynnast hvort öðru. Amy tók upp á því að syngja fræg söngleikjalög í tökum til að hressa sig við eftir tilfinningaþrungin atriði. Söng hún til dæmis lög úr Annie og The Rocky Horror Picture Show og tók Joaquin oft undir með henni. Þau hættu þessu þó þegar þau tóku eftir því að Spike tók athæfið upp. Kvikmyndin Her hefur fengið einróma lof gagnrýnenda og var valin besta mynd síðasta árs á verðlaunahátíðinni National Board of Review. Þá deildi hún verðlaunum sem besta myndin með Gravity hjá Los Angeles Film Critics Association og hlaut þrjár tilnefningar til Golden Globe-verðlaunanna. Á hátíðinni var handritið valið það besta. Golden Globes Mest lesið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Kvikmyndin Her verður frumsýnd á Íslandi í dag en myndin er tilnefnd til fimm Óskarsverðlauna, þar á meðal sem besta myndin og besta frumsamda handrit. Þetta er fyrsta myndin sem Spike Jonze leikstýrir og skrifar handrit fyrir á ferlinum. Myndin fjallar um Theodore Twobly, leikinn af Joaquin Phoenix, sem er einmana rithöfundur. Hann kaupir sér stýrikerfi með gervigreind sem er sérhannað til að aðlagast aðstæðum og notendum og mynda með sér persónuleika. Kerfinu velur hann kvenrödd sem hann gefur nafnið Samantha, en það er leikkonan Scarlett Johansson, sem ljær henni rödd sína. Smám saman þróast samband rithöfundarins og Samönthu en í millitíðinni eignast Thedore kærustuna Amy, sem leikin er af Amy Adams, sem flækir málin. Leikkonan Samantha Morton var upprunalega rödd Samönthu og var á setti á hverjum degi með Joaquin Phoenix. Eftir að tökum lauk og Spike byrjaði að klippa myndina fannst honum eitthvað bogið við röddina og með blessun Samönthu ákvað hann að fá leikkonuna Scarlett Johansson til að ljá stýrikerfinu rödd sína. Amy Adams og Joaquin Phoenix tengdust sterkum vinaböndum á meðan á tökum stóð og orsakast það af því að Spike læsti þau saman í herbergi í einn til tvo klukkutíma á dag og neyddi þau til að tala saman. Spike gerði þetta svo þau myndu kynnast hvort öðru. Amy tók upp á því að syngja fræg söngleikjalög í tökum til að hressa sig við eftir tilfinningaþrungin atriði. Söng hún til dæmis lög úr Annie og The Rocky Horror Picture Show og tók Joaquin oft undir með henni. Þau hættu þessu þó þegar þau tóku eftir því að Spike tók athæfið upp. Kvikmyndin Her hefur fengið einróma lof gagnrýnenda og var valin besta mynd síðasta árs á verðlaunahátíðinni National Board of Review. Þá deildi hún verðlaunum sem besta myndin með Gravity hjá Los Angeles Film Critics Association og hlaut þrjár tilnefningar til Golden Globe-verðlaunanna. Á hátíðinni var handritið valið það besta.
Golden Globes Mest lesið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira