Földu kyn frumburðarins inni í útskriftartertunni Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 30. janúar 2014 08:30 Sif og Kári á útskriftardaginn. Mynd/Einkasafn „Við eigum von á okkar fyrsta barni í júní og ákváðum strax að við myndum vilja vita kynið, enda sennilega nægilega margt annað að fara koma okkur á óvart við komu krílisins,“ segir Sif Steingrímsdóttir. Hún og hennar heittelskaði, Kári Ólafsson, ákváðu að fá að vita kynið á barninu á skemmtilegan hátt. „Þegar við fengum úthlutaða dagsetningu í tuttugu vikna sónar og áttuðum okkur á að sónarinn væri daginn fyrir útskriftina mína úr meistaranámi í lögfræði fengum við þá skemmtilegu hugmynd að við myndum komast að kyninu í gegnum útskriftartertuna. Þá var það að fá ljósmóðurina og bakara til að taka þátt í glensinu með okkur. Ég hafði samband við hann Árna hjá Okkar bakaríi sem var til í slaginn og ljósmóðirin lét einnig til leiðast. Framkvæmdin var þannig að í sónarnum leyndi ljósmóðirin okkur kyninu, var voðalega lúmsk og þóttist ekkert sjá. Eftir að við vorum farin þaðan hringdi hún svo í Árna bakara sem beið klár með kökukeflið og matarlit á lofti og tilkynnti honum hvort við ættum von á stelpu eða strák,“ segir Sif. Í útskriftarveislunni var kynið síðan afhjúpað og var andrúmsloftið spennuþrungið.Það myndaðist mikil spenna í útskriftarveislunni þegar kakan var skorin.Mynd/Einkasafn„Í veislunni höfðum við safnað saman í stofunni heima öllum nánustu ættingjum og vinum, um fjörutíu manns. Á veisluborðinu var þessi fína útskriftarterta, hjúpuð hvítum marsípan og skreytt með bláu og bleiku til jafns. Við byrjuðum á að taka nafnakall á meðal gesta og allir voru látnir giska á kynið, því eftir að kyn kemur í ljós þykjast allir hafa vitað allan tímann það rétta. Í þetta skiptið var ágiskun hvers og eins einfaldlega skrásett og þar með komið í veg fyrir slíkt. Mikil spenna hafði myndast í veislunni og má segja að andrúmsloftið hafi verið orðið rafmagnað þegar kakan var loks skorin og bleiki liturinn kom í ljós undan marsípaninu,“ segir Sif og er hæstánægð með þetta uppátæki. „Það var óneitanlega ansi tilfinningarík stund, allir föðmuðust og klöppuðu fyrir litlu stelpunni. Þetta var virkilega skemmtilegt, okkar nánustu fengu að taka þátt í þessari stund með okkur og þetta gerði útskriftarveisluna ógleymanlega.“ Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira
„Við eigum von á okkar fyrsta barni í júní og ákváðum strax að við myndum vilja vita kynið, enda sennilega nægilega margt annað að fara koma okkur á óvart við komu krílisins,“ segir Sif Steingrímsdóttir. Hún og hennar heittelskaði, Kári Ólafsson, ákváðu að fá að vita kynið á barninu á skemmtilegan hátt. „Þegar við fengum úthlutaða dagsetningu í tuttugu vikna sónar og áttuðum okkur á að sónarinn væri daginn fyrir útskriftina mína úr meistaranámi í lögfræði fengum við þá skemmtilegu hugmynd að við myndum komast að kyninu í gegnum útskriftartertuna. Þá var það að fá ljósmóðurina og bakara til að taka þátt í glensinu með okkur. Ég hafði samband við hann Árna hjá Okkar bakaríi sem var til í slaginn og ljósmóðirin lét einnig til leiðast. Framkvæmdin var þannig að í sónarnum leyndi ljósmóðirin okkur kyninu, var voðalega lúmsk og þóttist ekkert sjá. Eftir að við vorum farin þaðan hringdi hún svo í Árna bakara sem beið klár með kökukeflið og matarlit á lofti og tilkynnti honum hvort við ættum von á stelpu eða strák,“ segir Sif. Í útskriftarveislunni var kynið síðan afhjúpað og var andrúmsloftið spennuþrungið.Það myndaðist mikil spenna í útskriftarveislunni þegar kakan var skorin.Mynd/Einkasafn„Í veislunni höfðum við safnað saman í stofunni heima öllum nánustu ættingjum og vinum, um fjörutíu manns. Á veisluborðinu var þessi fína útskriftarterta, hjúpuð hvítum marsípan og skreytt með bláu og bleiku til jafns. Við byrjuðum á að taka nafnakall á meðal gesta og allir voru látnir giska á kynið, því eftir að kyn kemur í ljós þykjast allir hafa vitað allan tímann það rétta. Í þetta skiptið var ágiskun hvers og eins einfaldlega skrásett og þar með komið í veg fyrir slíkt. Mikil spenna hafði myndast í veislunni og má segja að andrúmsloftið hafi verið orðið rafmagnað þegar kakan var loks skorin og bleiki liturinn kom í ljós undan marsípaninu,“ segir Sif og er hæstánægð með þetta uppátæki. „Það var óneitanlega ansi tilfinningarík stund, allir föðmuðust og klöppuðu fyrir litlu stelpunni. Þetta var virkilega skemmtilegt, okkar nánustu fengu að taka þátt í þessari stund með okkur og þetta gerði útskriftarveisluna ógleymanlega.“
Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira