Földu kyn frumburðarins inni í útskriftartertunni Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 30. janúar 2014 08:30 Sif og Kári á útskriftardaginn. Mynd/Einkasafn „Við eigum von á okkar fyrsta barni í júní og ákváðum strax að við myndum vilja vita kynið, enda sennilega nægilega margt annað að fara koma okkur á óvart við komu krílisins,“ segir Sif Steingrímsdóttir. Hún og hennar heittelskaði, Kári Ólafsson, ákváðu að fá að vita kynið á barninu á skemmtilegan hátt. „Þegar við fengum úthlutaða dagsetningu í tuttugu vikna sónar og áttuðum okkur á að sónarinn væri daginn fyrir útskriftina mína úr meistaranámi í lögfræði fengum við þá skemmtilegu hugmynd að við myndum komast að kyninu í gegnum útskriftartertuna. Þá var það að fá ljósmóðurina og bakara til að taka þátt í glensinu með okkur. Ég hafði samband við hann Árna hjá Okkar bakaríi sem var til í slaginn og ljósmóðirin lét einnig til leiðast. Framkvæmdin var þannig að í sónarnum leyndi ljósmóðirin okkur kyninu, var voðalega lúmsk og þóttist ekkert sjá. Eftir að við vorum farin þaðan hringdi hún svo í Árna bakara sem beið klár með kökukeflið og matarlit á lofti og tilkynnti honum hvort við ættum von á stelpu eða strák,“ segir Sif. Í útskriftarveislunni var kynið síðan afhjúpað og var andrúmsloftið spennuþrungið.Það myndaðist mikil spenna í útskriftarveislunni þegar kakan var skorin.Mynd/Einkasafn„Í veislunni höfðum við safnað saman í stofunni heima öllum nánustu ættingjum og vinum, um fjörutíu manns. Á veisluborðinu var þessi fína útskriftarterta, hjúpuð hvítum marsípan og skreytt með bláu og bleiku til jafns. Við byrjuðum á að taka nafnakall á meðal gesta og allir voru látnir giska á kynið, því eftir að kyn kemur í ljós þykjast allir hafa vitað allan tímann það rétta. Í þetta skiptið var ágiskun hvers og eins einfaldlega skrásett og þar með komið í veg fyrir slíkt. Mikil spenna hafði myndast í veislunni og má segja að andrúmsloftið hafi verið orðið rafmagnað þegar kakan var loks skorin og bleiki liturinn kom í ljós undan marsípaninu,“ segir Sif og er hæstánægð með þetta uppátæki. „Það var óneitanlega ansi tilfinningarík stund, allir föðmuðust og klöppuðu fyrir litlu stelpunni. Þetta var virkilega skemmtilegt, okkar nánustu fengu að taka þátt í þessari stund með okkur og þetta gerði útskriftarveisluna ógleymanlega.“ Mest lesið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Ný stikla úr GTA VI Lífið Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Verzló vann MORFÍs Lífið Fleiri fréttir Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Sjá meira
„Við eigum von á okkar fyrsta barni í júní og ákváðum strax að við myndum vilja vita kynið, enda sennilega nægilega margt annað að fara koma okkur á óvart við komu krílisins,“ segir Sif Steingrímsdóttir. Hún og hennar heittelskaði, Kári Ólafsson, ákváðu að fá að vita kynið á barninu á skemmtilegan hátt. „Þegar við fengum úthlutaða dagsetningu í tuttugu vikna sónar og áttuðum okkur á að sónarinn væri daginn fyrir útskriftina mína úr meistaranámi í lögfræði fengum við þá skemmtilegu hugmynd að við myndum komast að kyninu í gegnum útskriftartertuna. Þá var það að fá ljósmóðurina og bakara til að taka þátt í glensinu með okkur. Ég hafði samband við hann Árna hjá Okkar bakaríi sem var til í slaginn og ljósmóðirin lét einnig til leiðast. Framkvæmdin var þannig að í sónarnum leyndi ljósmóðirin okkur kyninu, var voðalega lúmsk og þóttist ekkert sjá. Eftir að við vorum farin þaðan hringdi hún svo í Árna bakara sem beið klár með kökukeflið og matarlit á lofti og tilkynnti honum hvort við ættum von á stelpu eða strák,“ segir Sif. Í útskriftarveislunni var kynið síðan afhjúpað og var andrúmsloftið spennuþrungið.Það myndaðist mikil spenna í útskriftarveislunni þegar kakan var skorin.Mynd/Einkasafn„Í veislunni höfðum við safnað saman í stofunni heima öllum nánustu ættingjum og vinum, um fjörutíu manns. Á veisluborðinu var þessi fína útskriftarterta, hjúpuð hvítum marsípan og skreytt með bláu og bleiku til jafns. Við byrjuðum á að taka nafnakall á meðal gesta og allir voru látnir giska á kynið, því eftir að kyn kemur í ljós þykjast allir hafa vitað allan tímann það rétta. Í þetta skiptið var ágiskun hvers og eins einfaldlega skrásett og þar með komið í veg fyrir slíkt. Mikil spenna hafði myndast í veislunni og má segja að andrúmsloftið hafi verið orðið rafmagnað þegar kakan var loks skorin og bleiki liturinn kom í ljós undan marsípaninu,“ segir Sif og er hæstánægð með þetta uppátæki. „Það var óneitanlega ansi tilfinningarík stund, allir föðmuðust og klöppuðu fyrir litlu stelpunni. Þetta var virkilega skemmtilegt, okkar nánustu fengu að taka þátt í þessari stund með okkur og þetta gerði útskriftarveisluna ógleymanlega.“
Mest lesið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Ný stikla úr GTA VI Lífið Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Verzló vann MORFÍs Lífið Fleiri fréttir Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Sjá meira