Alfreð Gíslason opnaði þessar dyr upp á gátt Henry Birgir Gunnarsson skrifar 14. febrúar 2014 08:00 Aðalsteinn Eyjólfsson, þjálfari Eisenach í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. Mynd/Aðsend „Það skemmir svo sannarlega ekki fyrir að vera Íslendingur. Við erum vinsælir í dag,“ segir Aðalsteinn Reynir Eyjólfsson, þjálfari þýska úrvalsdeildarliðsins Eisenach, en hann er einn fjögurra íslenskra þjálfara í sterkustu handboltadeild heims. Hinir eru Alfreð Gíslason, Guðmundur Þórður Guðmundsson og Dagur Sigurðsson. „Það var Alfreð Gíslason sem opnaði þessar dyr upp á gátt fyrir íslenskum þjálfurum. Ef hann hefði ekki náð þessum árangri frá aldamótum þá væru klárlega ekki fjórir íslenskir þjálfarar í þessari deild í dag. Hann er maðurinn sem opnaði fyrir okkur hinum.“Hefur verið hraður uppgangur Ferill Aðalsteins er mjög áhugaverður en hann skapaði sér fyrst nafn sem þjálfari kvennaliða og þeir voru líklega ekki margir sem trúðu því að hann myndi þjálfa í bestu deild heims er hann tók við neðrideildarliði Kassel fyrir sex árum. Þangað kom hann eftir að hafa verið þjálfari kvennaliðs Fylkis. „Það væri frekja að pirra sig á því hvar ég er staddur í dag. Ég var að þjálfa kvennalið Fylkis árið 2008. Þetta hefur verið hraður uppgangur en það er alltaf vont að lenda á vegg eins og í vetur. Ég hef verið vanari því að berjast um titla á mínum ferli. Þetta er því ný reynsla fyrir mig. Þetta er mjög lærdómsríkt og ég tek því með auðmýkt og reyni að bæta mig. Ég er alltaf að læra. Þetta hefur verið mikil vinna hjá mér og eitthvað sem ég ætlaði mér alltaf. Það er gaman að þessi draumur hjá mér hafi ræst.“ Það hefur gengið á ýmsu hjá liði Aðalsteins í vetur. Því var spáð neðsta sæti deildarinnar af öllum miðlum fyrir veturinn enda með lítinn hóp og ekkert lið í deildinni hefur úr eins litlum peningum að moða og Eisenach. Aðalsteinn tók við liðinu í fallsæti í B-deildinni og hefur skilað því í úrvalsdeild þrátt fyrir að hafa úr litlu að moða.Aðalsteinn Eyjólfsson lætur tilfinningar sínar í ljós á hliðarlínunni.Mynd/Aðsend„Fyrstu umferðir mótsins vorum við fyrir ofan fallsæti þó að við ættum erfiðari leiki fyrir áramót en eftir. Við erum í fallsæti núna en það er mikið eftir og við eigum enn möguleika á því að bjarga okkur,“ segir þjálfarinn en lið hans tapaði fyrir meisturum Kiel á miðvikudag með níu marka mun. Liðið hefur þó komið á óvart og tókst meðal annars að skella liði Dags Sigurðssonar, Füchse Berlin. „Við eigum minnst af peningum í deildinni og erum að gera mikið úr litlu. Við getum ekki keppt fjárhagslega við önnur lið í deildinni. Miðað við allt sem hefur gengið á er vel gert að vera komnir með ellefu punkta. Það er eitthvað sem enginn átti von á. Það hafa þrír brotnað hjá okkur í vetur. Aðalvarnarmennirnir báðir meiddust í fimm mánuði, örvhenta skyttan hefur spilað þrjá leiki í vetur. Svo hefur Hannes Jón verið mikið frá og aðeins náð 5-6 leikjum á fullum krafti. Þetta er of mikið fyrir okkur,“ segir Aðalsteinn en hann hefur þó ekki gefist upp enda leikmenn að skríða til baka úr meiðslum um þessar mundir. Þar á meðal lykilleikmaður liðsins, Hannes Jón Jónsson, en hann hefur verið að glíma við krabbamein og nú síðast lífshættulega sýkingu í öxl. „Hann þurfti að fara í tvöfalda aðgerð til að bjarga axlarliðnum. Hann er á fullu að fá sig góðan og stefnir á að koma til baka í mars. Ef einhverjum tekst það þá er það Hannes.“Aðalsteinn Eyjólfsson.Mynd/AðsendVerður áfram hjá Eisenach Aðalsteinn er að klára sitt fjórða ár með Eisenach og allt bendir til þess að hann verði þar næsta vetur, sama hvaða deild liðið verður í. „Ég er einn langlífasti þjálfarinn í sögu félagsins. Samningur minn rennur út í sumar og það er nánast klárt að ég framlengi um eitt ár í viðbót með möguleika á öðru ári. Ég var með önnur járn í eldinum sem ekki gengu upp en ég er ánægður með að það sé vilji hjá þeim að semja við mig í þriðja skiptið. Það er ákveðinn gæðastimpill í Þýskalandi.“ Handbolti Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
„Það skemmir svo sannarlega ekki fyrir að vera Íslendingur. Við erum vinsælir í dag,“ segir Aðalsteinn Reynir Eyjólfsson, þjálfari þýska úrvalsdeildarliðsins Eisenach, en hann er einn fjögurra íslenskra þjálfara í sterkustu handboltadeild heims. Hinir eru Alfreð Gíslason, Guðmundur Þórður Guðmundsson og Dagur Sigurðsson. „Það var Alfreð Gíslason sem opnaði þessar dyr upp á gátt fyrir íslenskum þjálfurum. Ef hann hefði ekki náð þessum árangri frá aldamótum þá væru klárlega ekki fjórir íslenskir þjálfarar í þessari deild í dag. Hann er maðurinn sem opnaði fyrir okkur hinum.“Hefur verið hraður uppgangur Ferill Aðalsteins er mjög áhugaverður en hann skapaði sér fyrst nafn sem þjálfari kvennaliða og þeir voru líklega ekki margir sem trúðu því að hann myndi þjálfa í bestu deild heims er hann tók við neðrideildarliði Kassel fyrir sex árum. Þangað kom hann eftir að hafa verið þjálfari kvennaliðs Fylkis. „Það væri frekja að pirra sig á því hvar ég er staddur í dag. Ég var að þjálfa kvennalið Fylkis árið 2008. Þetta hefur verið hraður uppgangur en það er alltaf vont að lenda á vegg eins og í vetur. Ég hef verið vanari því að berjast um titla á mínum ferli. Þetta er því ný reynsla fyrir mig. Þetta er mjög lærdómsríkt og ég tek því með auðmýkt og reyni að bæta mig. Ég er alltaf að læra. Þetta hefur verið mikil vinna hjá mér og eitthvað sem ég ætlaði mér alltaf. Það er gaman að þessi draumur hjá mér hafi ræst.“ Það hefur gengið á ýmsu hjá liði Aðalsteins í vetur. Því var spáð neðsta sæti deildarinnar af öllum miðlum fyrir veturinn enda með lítinn hóp og ekkert lið í deildinni hefur úr eins litlum peningum að moða og Eisenach. Aðalsteinn tók við liðinu í fallsæti í B-deildinni og hefur skilað því í úrvalsdeild þrátt fyrir að hafa úr litlu að moða.Aðalsteinn Eyjólfsson lætur tilfinningar sínar í ljós á hliðarlínunni.Mynd/Aðsend„Fyrstu umferðir mótsins vorum við fyrir ofan fallsæti þó að við ættum erfiðari leiki fyrir áramót en eftir. Við erum í fallsæti núna en það er mikið eftir og við eigum enn möguleika á því að bjarga okkur,“ segir þjálfarinn en lið hans tapaði fyrir meisturum Kiel á miðvikudag með níu marka mun. Liðið hefur þó komið á óvart og tókst meðal annars að skella liði Dags Sigurðssonar, Füchse Berlin. „Við eigum minnst af peningum í deildinni og erum að gera mikið úr litlu. Við getum ekki keppt fjárhagslega við önnur lið í deildinni. Miðað við allt sem hefur gengið á er vel gert að vera komnir með ellefu punkta. Það er eitthvað sem enginn átti von á. Það hafa þrír brotnað hjá okkur í vetur. Aðalvarnarmennirnir báðir meiddust í fimm mánuði, örvhenta skyttan hefur spilað þrjá leiki í vetur. Svo hefur Hannes Jón verið mikið frá og aðeins náð 5-6 leikjum á fullum krafti. Þetta er of mikið fyrir okkur,“ segir Aðalsteinn en hann hefur þó ekki gefist upp enda leikmenn að skríða til baka úr meiðslum um þessar mundir. Þar á meðal lykilleikmaður liðsins, Hannes Jón Jónsson, en hann hefur verið að glíma við krabbamein og nú síðast lífshættulega sýkingu í öxl. „Hann þurfti að fara í tvöfalda aðgerð til að bjarga axlarliðnum. Hann er á fullu að fá sig góðan og stefnir á að koma til baka í mars. Ef einhverjum tekst það þá er það Hannes.“Aðalsteinn Eyjólfsson.Mynd/AðsendVerður áfram hjá Eisenach Aðalsteinn er að klára sitt fjórða ár með Eisenach og allt bendir til þess að hann verði þar næsta vetur, sama hvaða deild liðið verður í. „Ég er einn langlífasti þjálfarinn í sögu félagsins. Samningur minn rennur út í sumar og það er nánast klárt að ég framlengi um eitt ár í viðbót með möguleika á öðru ári. Ég var með önnur járn í eldinum sem ekki gengu upp en ég er ánægður með að það sé vilji hjá þeim að semja við mig í þriðja skiptið. Það er ákveðinn gæðastimpill í Þýskalandi.“
Handbolti Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira