Sýrt myndband Starwalker hressir Ólöf Skaftadóttir skrifar 19. febrúar 2014 00:01 Úr tökunum MYNDIR/Jeaneen Lund „Myndbandið hefur fengið frábærar viðtökur,“ segir Barði Jóhannsson, sem skipar hljómsveitina Starwalker, ásamt JB Dunckel, sem er best þekktur úr hljómsveitinni Air. Þeir félagar frumsýndu sitt annað myndband á vefsíðu Rolling Stone Magazine á dögunum, við lagið Losers Can Win. „Okkur langaði að gera eitthvað sem væri ólíkt því sem við höfum gert áður og eitthvað sem fólk myndi ekki búast við frá okkur. Myndband sem myndi hressa, en væri samt smá sýrt með vísun í áttunda og níunda áratuginn. Planið var að vera á mörkum þess að vera „loser“ og „winner“. Eins og segir í textanum þá þarf ekkert endilega að vera flókið það sem er gott, þú getur gert einfalt lag, en þá er bara málið að velja réttu nóturnar. Svo sér karma lögreglan um að láta taparana vinna!“ heldur Barði áfram.Sævar og JB Dunckel„Við höfum verið með kúlur í báðum vídeóunum okkar, og ég held við höldum því bara. Svo vildum við að stelpurnar væru rokkstjörnurnar og við meira eins hljóðfæraleikarar.“Leikstjóri myndbandsins er Sævar Guðmundsson, sem hefur leikstýrði einnig fyrsta myndbandi sveitarinnar við lagið Bad Weather. „Myndbandið við Losers Can Win var tekið í París og við ætluðum að skjóta utandyra, við kastala og hallir og hafa þetta dálítið flott. En þegar til Parísar var komið var svo kalt, að það var ekki hægt að bjóða Parísarbúum upp á útiveruna, þannig að við enduðum á að taka myndbandið inni í Air-hljóðverinu,“ segir Sævar, og bætir við að þeir hafi skemmt sér konunglega við tökurnar, þó að eitt og annað hafi farið úrskeiðis í tökunum. „Eitt skotið var þannig að við létum Barða liggja á hliðinni og svo átti glimmer að koma í gusum og detta ofan á hann í frekar miklu magni. Það gekk ekki betur en svo að þegar fyrsta gusan kom fór allt glimmerið beint inn í augað á Barða. Við eyddum hálfum tökudegi í að reyna að plokka þetta úr augunum á honum,“ segir Sævar, léttur í bragði. Sævar og Barði hafa unnið mikið saman, meðal annars við gerð íslensku þáttaraðarinnar Réttur, en Sævar leikstýrði fyrstu tveimur seríunum, þar sem Barði sá um tónlistina. Starwalker gefa út sína fyrstu smáskífu, sem heitir einnig Losers Can Win, þann átjánda mars næstkomandi. Hér að neðan má sjá myndbandið við Losers Can Win. Tónlist Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Fleiri fréttir Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
„Myndbandið hefur fengið frábærar viðtökur,“ segir Barði Jóhannsson, sem skipar hljómsveitina Starwalker, ásamt JB Dunckel, sem er best þekktur úr hljómsveitinni Air. Þeir félagar frumsýndu sitt annað myndband á vefsíðu Rolling Stone Magazine á dögunum, við lagið Losers Can Win. „Okkur langaði að gera eitthvað sem væri ólíkt því sem við höfum gert áður og eitthvað sem fólk myndi ekki búast við frá okkur. Myndband sem myndi hressa, en væri samt smá sýrt með vísun í áttunda og níunda áratuginn. Planið var að vera á mörkum þess að vera „loser“ og „winner“. Eins og segir í textanum þá þarf ekkert endilega að vera flókið það sem er gott, þú getur gert einfalt lag, en þá er bara málið að velja réttu nóturnar. Svo sér karma lögreglan um að láta taparana vinna!“ heldur Barði áfram.Sævar og JB Dunckel„Við höfum verið með kúlur í báðum vídeóunum okkar, og ég held við höldum því bara. Svo vildum við að stelpurnar væru rokkstjörnurnar og við meira eins hljóðfæraleikarar.“Leikstjóri myndbandsins er Sævar Guðmundsson, sem hefur leikstýrði einnig fyrsta myndbandi sveitarinnar við lagið Bad Weather. „Myndbandið við Losers Can Win var tekið í París og við ætluðum að skjóta utandyra, við kastala og hallir og hafa þetta dálítið flott. En þegar til Parísar var komið var svo kalt, að það var ekki hægt að bjóða Parísarbúum upp á útiveruna, þannig að við enduðum á að taka myndbandið inni í Air-hljóðverinu,“ segir Sævar, og bætir við að þeir hafi skemmt sér konunglega við tökurnar, þó að eitt og annað hafi farið úrskeiðis í tökunum. „Eitt skotið var þannig að við létum Barða liggja á hliðinni og svo átti glimmer að koma í gusum og detta ofan á hann í frekar miklu magni. Það gekk ekki betur en svo að þegar fyrsta gusan kom fór allt glimmerið beint inn í augað á Barða. Við eyddum hálfum tökudegi í að reyna að plokka þetta úr augunum á honum,“ segir Sævar, léttur í bragði. Sævar og Barði hafa unnið mikið saman, meðal annars við gerð íslensku þáttaraðarinnar Réttur, en Sævar leikstýrði fyrstu tveimur seríunum, þar sem Barði sá um tónlistina. Starwalker gefa út sína fyrstu smáskífu, sem heitir einnig Losers Can Win, þann átjánda mars næstkomandi. Hér að neðan má sjá myndbandið við Losers Can Win.
Tónlist Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Fleiri fréttir Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira