Gabbaðir lesendur reiðast Ugla Egilsdóttir skrifar 26. febrúar 2014 13:00 Hvað má segja? "Stundum stígur einhver fjölskyldumeðlimur fram og segir að eitthvað hafi ekki gerst eins og sagt er frá.“ „Þegar lesendum sjálfsævisagna finnst þeir hafa verið gabbaðir á einhvern máta blossar oft upp reiði,“ segir Gunnþórunn Guðmundsdóttir, dósent í bókmenntum við Háskóla Íslands, sem verður með bókaspjall sem nefnist Sjálfsævisagan og sannleikurinn á Bókakaffi í Gerðubergi í kvöld. „Á Bókakaffinu ætla ég að nefna ýmis dæmi úr bókmenntasögunni þar sem einhver verk eru gefin út sem sjálfsævisögur, en eru mestmegnis skáldskapur, og fjalla um viðbrögð lesenda þegar þeir komast að því. Þá fer oft af stað umræða um svik. Það er eins og við gerum allt aðrar væntingar til þessarar tegundar bókmennta heldur en til skáldskapar. Til dæmis þóttist svissneskur höfundur hafa verið í útrýmingarbúðum nasista, en reyndist aldrei hafa komið þangað. Það má líka nefna bók sem kom út á íslensku fyrir nokkrum árum. Hún heitir Mölbrotinn og er eftir James Frey. Það varð mikið hneyksli í Bandaríkjunum þegar kom í ljós nokkrum árum seinna að bókin, sem var auglýst sem sjálfsævisaga, var meira og minna skáldskapur. Höfundurinn sagðist hafa lent í alls konar hremmingum vegna dópneyslu, sem kom á daginn að var stórlega ýkt. Í ljós kom að höfundurinn hafði sent handritið á milli útgefenda og alltaf fengið neitun, þar til hann sagði að bókin væri sjálfsævisaga. Höfundurinn fór í viðtal til Opruh Winfrey og bað lesendur afsökunar.“ Sjálfsævisagan þarf ekki að vera hreinn uppspuni til þess að svona gagnrýni komi fram. „Stundum stígur einhver fjölskyldumeðlimur fram og segir að eitthvað hafi ekki gerst eins og sagt er frá,“ segir Gunnþórunn. „Við höfum ákveðnar hugmyndir um hvað við teljum að eigi heima í slíkum bókmenntum og gerum kröfu um sannsögli. En við erum kannski ekkert endilega að hugsa út í að minnið er brigðult og það sem við getum sagt um fortíðina er mjög litað af samtímanum þannig að það er kannski ekki hægt að biðja um sannleika,“ segir Gunnþórunn. Bókakaffið nefnist Lygar, ýkjur og fals, og fer fram í Gerðubergi klukkan 20 í kvöld. Aðgangur ókeypis. Menning Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
„Þegar lesendum sjálfsævisagna finnst þeir hafa verið gabbaðir á einhvern máta blossar oft upp reiði,“ segir Gunnþórunn Guðmundsdóttir, dósent í bókmenntum við Háskóla Íslands, sem verður með bókaspjall sem nefnist Sjálfsævisagan og sannleikurinn á Bókakaffi í Gerðubergi í kvöld. „Á Bókakaffinu ætla ég að nefna ýmis dæmi úr bókmenntasögunni þar sem einhver verk eru gefin út sem sjálfsævisögur, en eru mestmegnis skáldskapur, og fjalla um viðbrögð lesenda þegar þeir komast að því. Þá fer oft af stað umræða um svik. Það er eins og við gerum allt aðrar væntingar til þessarar tegundar bókmennta heldur en til skáldskapar. Til dæmis þóttist svissneskur höfundur hafa verið í útrýmingarbúðum nasista, en reyndist aldrei hafa komið þangað. Það má líka nefna bók sem kom út á íslensku fyrir nokkrum árum. Hún heitir Mölbrotinn og er eftir James Frey. Það varð mikið hneyksli í Bandaríkjunum þegar kom í ljós nokkrum árum seinna að bókin, sem var auglýst sem sjálfsævisaga, var meira og minna skáldskapur. Höfundurinn sagðist hafa lent í alls konar hremmingum vegna dópneyslu, sem kom á daginn að var stórlega ýkt. Í ljós kom að höfundurinn hafði sent handritið á milli útgefenda og alltaf fengið neitun, þar til hann sagði að bókin væri sjálfsævisaga. Höfundurinn fór í viðtal til Opruh Winfrey og bað lesendur afsökunar.“ Sjálfsævisagan þarf ekki að vera hreinn uppspuni til þess að svona gagnrýni komi fram. „Stundum stígur einhver fjölskyldumeðlimur fram og segir að eitthvað hafi ekki gerst eins og sagt er frá,“ segir Gunnþórunn. „Við höfum ákveðnar hugmyndir um hvað við teljum að eigi heima í slíkum bókmenntum og gerum kröfu um sannsögli. En við erum kannski ekkert endilega að hugsa út í að minnið er brigðult og það sem við getum sagt um fortíðina er mjög litað af samtímanum þannig að það er kannski ekki hægt að biðja um sannleika,“ segir Gunnþórunn. Bókakaffið nefnist Lygar, ýkjur og fals, og fer fram í Gerðubergi klukkan 20 í kvöld. Aðgangur ókeypis.
Menning Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira