Hér spá nokkrir tískuspekúlantar í spilin fyrir stóra kvöldið.

Elie Saab Couture Vor 2014
„Mig langar að sjá hana í þessum fallega blómakjól. ég held að þetta lúkk sé ekki of mikið fyrir hana,“ segir Catherine Kallon.

Giambattista Valli vor 2014
„Cate stígur ekki feilspor, hvorki á dreglinum né sjkánum,“ segir stjörnustílistinn Anita Patrickson.

Zuhair Murad Couture vor 2014
„Hún er hin fulkomna kvikmyndastjarna og mér finnst hún vera fallegasta konan á jörðinni. Hún þarf ekki stóra, áberandi kjóla. Bara einfalt, fágað og klassískt,“ segir Anita Patrickson.

Dior Couture Vor 2014
„Auðvitað verður hún í Dior en spurningin er bara í hverju frá Dior? Hún var í prinsessukjól í fyrra þannig að þessi er ferskari og nútímalegri,“ segir Catherine Kallon.

Zac Posen vor 2014
„Þessi litur og hárið hennar eiga að vera saman,“ segir Ken Downing, innkaupastjóri hjá Neiman Marcus.

Badgley Mischka haust 2014
„Meryl Streep er búin að vera mikið í Stellu McCartney uppá síðkastið en ég held að hún muni bjóða upp á einfalt og klassískt lúkk á Óskarnum,“ segir Catherine Kallon.

Burberry Prorsum síðsumar 2014
„Sterkir litir hafa verið áberandi hjá Söndru á rauða dreglinum uppá síðkastið en ég held að hún muni tóna þá aðeins niður fyrir Óskarsverðlaunin,“ segir Catherine Kallon, stofnandi og ritstjóri redcarpet-fashionawards.com.