Íslenskur djass frumfluttur á Björtuloftum Gunnar Leó Pálsson skrifar 26. febrúar 2014 10:00 ASA tríóið ætlar að frumflytja nýjan og íslenskan djass á Björtuloftum í kvöld. mynd/daníel starrason „Við erum að fara að leika mikið af tiltölulega nýju efni sem við ætlum að fara með í hljóðver á næstunni,“ segir Andrés Þór Gunnlaugsson, gítarleikari ASA tríósins sem kemur fram á næstu tónleikum Múlans á Björtuloftum í Hörpu sem fram fara í kvöld. ASA tríóið er skipað miklum fagmönnum í tónlistargeiranum og varð eiginlega til fyrir tilviljun, þegar Andrés Þór hóaði í Agnar Má Magnússon og Scott Mclemore fyrir lítið gigg á djasshátíð Reykjavíkur 2005. Hafa þeir getið sér gott orð síðan fyrir túlkun á afar fjölbreyttu efni, meðal annars frá Jimi Hendrix, Fionu Apple, John Coltrane og Thelonious Monk. „Við tökum þó bara frumsamið efni í kvöld þó að við höfum tekið efni eftir aðra áður. Við höfum meðal annars leikið efni eftir Red Hot Chili Peppers,“ segir Andrés léttur í lundu. Tónleikarnir eru eins og fyrr segir tónleikar á vegum djassklúbbsins Múlans og fara fram í Björtuloftum í Hörpu. „Þetta er nýr tónleikastaður sem hýsir tónleika Múlans. Mér líst vel á hann og ég held að það geti orðið ansi flott og góð djassstemning þarna.“ Tónleikarnir hefjast klukkan 21.00. Það kostar 1.500 krónur inn og 1.000 krónur fyrir námsmenn og eldri borgara en miðasalan fer fram á Midi.is. Tónlist Mest lesið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Við erum að fara að leika mikið af tiltölulega nýju efni sem við ætlum að fara með í hljóðver á næstunni,“ segir Andrés Þór Gunnlaugsson, gítarleikari ASA tríósins sem kemur fram á næstu tónleikum Múlans á Björtuloftum í Hörpu sem fram fara í kvöld. ASA tríóið er skipað miklum fagmönnum í tónlistargeiranum og varð eiginlega til fyrir tilviljun, þegar Andrés Þór hóaði í Agnar Má Magnússon og Scott Mclemore fyrir lítið gigg á djasshátíð Reykjavíkur 2005. Hafa þeir getið sér gott orð síðan fyrir túlkun á afar fjölbreyttu efni, meðal annars frá Jimi Hendrix, Fionu Apple, John Coltrane og Thelonious Monk. „Við tökum þó bara frumsamið efni í kvöld þó að við höfum tekið efni eftir aðra áður. Við höfum meðal annars leikið efni eftir Red Hot Chili Peppers,“ segir Andrés léttur í lundu. Tónleikarnir eru eins og fyrr segir tónleikar á vegum djassklúbbsins Múlans og fara fram í Björtuloftum í Hörpu. „Þetta er nýr tónleikastaður sem hýsir tónleika Múlans. Mér líst vel á hann og ég held að það geti orðið ansi flott og góð djassstemning þarna.“ Tónleikarnir hefjast klukkan 21.00. Það kostar 1.500 krónur inn og 1.000 krónur fyrir námsmenn og eldri borgara en miðasalan fer fram á Midi.is.
Tónlist Mest lesið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira