Arkitektar geta lært af Katrínu Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 28. febrúar 2014 14:00 Listakonan Katrín mun sjálf lýsa verki sínu Undirstöðu á málþinginu, í spjalli við Julian E. Bronner, blaðamann hjá Artforum. Fréttablaðið/GVA „Þetta verður samræða milli hópsins um tengsl listaverka Katrínar og arkitektúrs. Þrjú okkar eiga það sammerkt að hafa unnið með Katrínu í einhverju af hennar verkum,“ segir Pétur Ármannsson arkitekt um málþing Listasafns Reykjavíkur í tengslum við sýningu Katrínar Sigurðardóttur. „Katrín notar sömu miðla og arkitektar en á annan hátt því hún gerir það út frá sjónarhóli myndlistar,“ segir Pétur og segir um marga snertifleti að ræða milli listaverka Katrínar og arkitektúrs. „Hún notar til dæmis módelið sem tæki til að rannsaka og skrásetja staði og hvernig ákveðin tímabil skilja eftir sig spor í mismunandi stílum. Þetta er einn þátturinn. Síðan vinnur hún með hvernig maðurinn skynjar rýmið, mælikvarða og stærðarhlutföll. Verkið sem hún var með í Listasafni Íslands um árið þar sem maður þurfti að klifra upp í stiga og stinga höfðinu í gegnum gat til að sjá landslag og höfuðið á manni var hluti af landslaginu, það var dæmigert fyrir hana,“ segir Pétur. Hann telur spennandi fyrir arkitekta að skoða verk Katrínar því þeir geti margt af henni lært. Ásamt Pétri verða arkitektarnir Hólmfríður Ósmann Jónsdóttir og Hrefna Björg Þorsteinsdóttir í pallborði, ásamt Sigrúnu Birgisdóttur, deildarforseta hönnunar-og arkitektúrdeildar Listaháskóla Íslands sem stýrir umræðum. Einar Örn Benediktsson, formaður menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar, flytur inngang og Julian E. Bronner, blaðamaður hjá Artforum, ræðir verkið Undirstöðu við Katrínu sjálfa. Málþingið hefst klukkan 13 á laugardag og fer fram á íslensku og ensku. Aðgangur er ókeypis. Menning Mest lesið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Lífið Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Lífið Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Fleiri fréttir Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
„Þetta verður samræða milli hópsins um tengsl listaverka Katrínar og arkitektúrs. Þrjú okkar eiga það sammerkt að hafa unnið með Katrínu í einhverju af hennar verkum,“ segir Pétur Ármannsson arkitekt um málþing Listasafns Reykjavíkur í tengslum við sýningu Katrínar Sigurðardóttur. „Katrín notar sömu miðla og arkitektar en á annan hátt því hún gerir það út frá sjónarhóli myndlistar,“ segir Pétur og segir um marga snertifleti að ræða milli listaverka Katrínar og arkitektúrs. „Hún notar til dæmis módelið sem tæki til að rannsaka og skrásetja staði og hvernig ákveðin tímabil skilja eftir sig spor í mismunandi stílum. Þetta er einn þátturinn. Síðan vinnur hún með hvernig maðurinn skynjar rýmið, mælikvarða og stærðarhlutföll. Verkið sem hún var með í Listasafni Íslands um árið þar sem maður þurfti að klifra upp í stiga og stinga höfðinu í gegnum gat til að sjá landslag og höfuðið á manni var hluti af landslaginu, það var dæmigert fyrir hana,“ segir Pétur. Hann telur spennandi fyrir arkitekta að skoða verk Katrínar því þeir geti margt af henni lært. Ásamt Pétri verða arkitektarnir Hólmfríður Ósmann Jónsdóttir og Hrefna Björg Þorsteinsdóttir í pallborði, ásamt Sigrúnu Birgisdóttur, deildarforseta hönnunar-og arkitektúrdeildar Listaháskóla Íslands sem stýrir umræðum. Einar Örn Benediktsson, formaður menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar, flytur inngang og Julian E. Bronner, blaðamaður hjá Artforum, ræðir verkið Undirstöðu við Katrínu sjálfa. Málþingið hefst klukkan 13 á laugardag og fer fram á íslensku og ensku. Aðgangur er ókeypis.
Menning Mest lesið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Lífið Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Lífið Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Fleiri fréttir Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira