Ákváðu að skrifa draugasögu í partíi Freyr Bjarnason skrifar 28. febrúar 2014 07:00 Yrsa og Lilja Sigurðardætur eru að undirbúa sameiginlega draugasögu. Fréttablaðið/GVA Glæpasagnahöfundarnir Yrsa og Lilja Sigurðardætur eru að skrifa draugasögu saman sem þær vonast til að komi út fyrir næstu jól. Hún fjallar um hjón sem hafa misst barnið sitt og fara til miðils. Málin taka óvænta stefnu þegar allt annað barn kemur inn á miðilsfundinn og sitja hjónin uppi með það. „Við ræddum þetta upphaflega í einhverju partíi. Við töldum okkur smellpassa sem svona skrif-dúó þar sem við bærum sama eftirnafn,“ segir Yrsa, spurð út í þetta óvænta samstarf. „Íslensk nöfn eru svo löng að það er varla hægt að koma tveimur nöfnum fyrir á bókakápu nema þá að sleppa titli. En núna getum við splæst eftirnafninu okkar saman og verið Sigurðardætur.“ Hún og Lilja hafa þekkst í um fimm ár, eða síðan Yrsa var á samningi hjá bókaforlaginu Bjarti þar sem Lilja er núna. Þær byrjuðu að skrifa söguna í janúar og hefur tilraunin gengið vel hingað til. „Hún er duglegri en ég en ég kem sterk inn bráðlega,“ segir Yrsa hress. Hún viðurkennir að það sé skrítið að skrifa í fyrsta sinn með annarri manneskju. „Það er kannski það sem gerir þetta skemmtilegt. Þetta er öðruvísi og mikil tilbreyting.“ Auk þess að skrifa með Lilju er Yrsa að undirbúa sína næstu bók sem á einnig að koma út um næstu jól. Um er að ræða fyrstu bókina í stuttri seríu þar sem ný persóna verður kynnt til sögunnar. Lilja hefur gefið út tvær glæpasögur, Spor og Fyrirgefningu, auk þess sem hún samdi leikritið Stóru börnin sem var frumsýnt í fyrra við góðar undirtektir. Hún er einmitt með annað leikrit í undirbúningi sem hún ætlar að ljúka við í sumar. Lilja segir dásamlegt að vinna með glæpasagnadrottningunni Yrsu sem hefur átt hverja metsölubókina á fætur annarri. „Ég er auðvitað aðdáandi hennar og búin að vera lengi. Hún er frumkvöðull á sínu sviði í svona glæpahryllingi. Þetta er frábært tækifæri fyrir mig, óreyndan höfund, að skrifa með meistara eins og Yrsu.“ Það leggst vel í Lilju að skrifa í fyrsta sinn með öðrum. „Við erum rétt að komast í gang en þetta er strax að gera sig vel og við erum báðar orðnar dauðspenntar. Það er einmanalegt að skrifa einn en með því að vera tvær saman blandast það saman að skrifa og nautnin af því að lesa glæpasögu. Það kemur manni á óvart stundum það sem kemur frá hinni og það drífur mann áfram líka,“ segir hún. „Yrsa er alveg að hræða úr mér líftóruna.“ Menning Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Glæpasagnahöfundarnir Yrsa og Lilja Sigurðardætur eru að skrifa draugasögu saman sem þær vonast til að komi út fyrir næstu jól. Hún fjallar um hjón sem hafa misst barnið sitt og fara til miðils. Málin taka óvænta stefnu þegar allt annað barn kemur inn á miðilsfundinn og sitja hjónin uppi með það. „Við ræddum þetta upphaflega í einhverju partíi. Við töldum okkur smellpassa sem svona skrif-dúó þar sem við bærum sama eftirnafn,“ segir Yrsa, spurð út í þetta óvænta samstarf. „Íslensk nöfn eru svo löng að það er varla hægt að koma tveimur nöfnum fyrir á bókakápu nema þá að sleppa titli. En núna getum við splæst eftirnafninu okkar saman og verið Sigurðardætur.“ Hún og Lilja hafa þekkst í um fimm ár, eða síðan Yrsa var á samningi hjá bókaforlaginu Bjarti þar sem Lilja er núna. Þær byrjuðu að skrifa söguna í janúar og hefur tilraunin gengið vel hingað til. „Hún er duglegri en ég en ég kem sterk inn bráðlega,“ segir Yrsa hress. Hún viðurkennir að það sé skrítið að skrifa í fyrsta sinn með annarri manneskju. „Það er kannski það sem gerir þetta skemmtilegt. Þetta er öðruvísi og mikil tilbreyting.“ Auk þess að skrifa með Lilju er Yrsa að undirbúa sína næstu bók sem á einnig að koma út um næstu jól. Um er að ræða fyrstu bókina í stuttri seríu þar sem ný persóna verður kynnt til sögunnar. Lilja hefur gefið út tvær glæpasögur, Spor og Fyrirgefningu, auk þess sem hún samdi leikritið Stóru börnin sem var frumsýnt í fyrra við góðar undirtektir. Hún er einmitt með annað leikrit í undirbúningi sem hún ætlar að ljúka við í sumar. Lilja segir dásamlegt að vinna með glæpasagnadrottningunni Yrsu sem hefur átt hverja metsölubókina á fætur annarri. „Ég er auðvitað aðdáandi hennar og búin að vera lengi. Hún er frumkvöðull á sínu sviði í svona glæpahryllingi. Þetta er frábært tækifæri fyrir mig, óreyndan höfund, að skrifa með meistara eins og Yrsu.“ Það leggst vel í Lilju að skrifa í fyrsta sinn með öðrum. „Við erum rétt að komast í gang en þetta er strax að gera sig vel og við erum báðar orðnar dauðspenntar. Það er einmanalegt að skrifa einn en með því að vera tvær saman blandast það saman að skrifa og nautnin af því að lesa glæpasögu. Það kemur manni á óvart stundum það sem kemur frá hinni og það drífur mann áfram líka,“ segir hún. „Yrsa er alveg að hræða úr mér líftóruna.“
Menning Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira