Ákváðu að skrifa draugasögu í partíi Freyr Bjarnason skrifar 28. febrúar 2014 07:00 Yrsa og Lilja Sigurðardætur eru að undirbúa sameiginlega draugasögu. Fréttablaðið/GVA Glæpasagnahöfundarnir Yrsa og Lilja Sigurðardætur eru að skrifa draugasögu saman sem þær vonast til að komi út fyrir næstu jól. Hún fjallar um hjón sem hafa misst barnið sitt og fara til miðils. Málin taka óvænta stefnu þegar allt annað barn kemur inn á miðilsfundinn og sitja hjónin uppi með það. „Við ræddum þetta upphaflega í einhverju partíi. Við töldum okkur smellpassa sem svona skrif-dúó þar sem við bærum sama eftirnafn,“ segir Yrsa, spurð út í þetta óvænta samstarf. „Íslensk nöfn eru svo löng að það er varla hægt að koma tveimur nöfnum fyrir á bókakápu nema þá að sleppa titli. En núna getum við splæst eftirnafninu okkar saman og verið Sigurðardætur.“ Hún og Lilja hafa þekkst í um fimm ár, eða síðan Yrsa var á samningi hjá bókaforlaginu Bjarti þar sem Lilja er núna. Þær byrjuðu að skrifa söguna í janúar og hefur tilraunin gengið vel hingað til. „Hún er duglegri en ég en ég kem sterk inn bráðlega,“ segir Yrsa hress. Hún viðurkennir að það sé skrítið að skrifa í fyrsta sinn með annarri manneskju. „Það er kannski það sem gerir þetta skemmtilegt. Þetta er öðruvísi og mikil tilbreyting.“ Auk þess að skrifa með Lilju er Yrsa að undirbúa sína næstu bók sem á einnig að koma út um næstu jól. Um er að ræða fyrstu bókina í stuttri seríu þar sem ný persóna verður kynnt til sögunnar. Lilja hefur gefið út tvær glæpasögur, Spor og Fyrirgefningu, auk þess sem hún samdi leikritið Stóru börnin sem var frumsýnt í fyrra við góðar undirtektir. Hún er einmitt með annað leikrit í undirbúningi sem hún ætlar að ljúka við í sumar. Lilja segir dásamlegt að vinna með glæpasagnadrottningunni Yrsu sem hefur átt hverja metsölubókina á fætur annarri. „Ég er auðvitað aðdáandi hennar og búin að vera lengi. Hún er frumkvöðull á sínu sviði í svona glæpahryllingi. Þetta er frábært tækifæri fyrir mig, óreyndan höfund, að skrifa með meistara eins og Yrsu.“ Það leggst vel í Lilju að skrifa í fyrsta sinn með öðrum. „Við erum rétt að komast í gang en þetta er strax að gera sig vel og við erum báðar orðnar dauðspenntar. Það er einmanalegt að skrifa einn en með því að vera tvær saman blandast það saman að skrifa og nautnin af því að lesa glæpasögu. Það kemur manni á óvart stundum það sem kemur frá hinni og það drífur mann áfram líka,“ segir hún. „Yrsa er alveg að hræða úr mér líftóruna.“ Menning Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Skellti sér á djammið Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Glæpasagnahöfundarnir Yrsa og Lilja Sigurðardætur eru að skrifa draugasögu saman sem þær vonast til að komi út fyrir næstu jól. Hún fjallar um hjón sem hafa misst barnið sitt og fara til miðils. Málin taka óvænta stefnu þegar allt annað barn kemur inn á miðilsfundinn og sitja hjónin uppi með það. „Við ræddum þetta upphaflega í einhverju partíi. Við töldum okkur smellpassa sem svona skrif-dúó þar sem við bærum sama eftirnafn,“ segir Yrsa, spurð út í þetta óvænta samstarf. „Íslensk nöfn eru svo löng að það er varla hægt að koma tveimur nöfnum fyrir á bókakápu nema þá að sleppa titli. En núna getum við splæst eftirnafninu okkar saman og verið Sigurðardætur.“ Hún og Lilja hafa þekkst í um fimm ár, eða síðan Yrsa var á samningi hjá bókaforlaginu Bjarti þar sem Lilja er núna. Þær byrjuðu að skrifa söguna í janúar og hefur tilraunin gengið vel hingað til. „Hún er duglegri en ég en ég kem sterk inn bráðlega,“ segir Yrsa hress. Hún viðurkennir að það sé skrítið að skrifa í fyrsta sinn með annarri manneskju. „Það er kannski það sem gerir þetta skemmtilegt. Þetta er öðruvísi og mikil tilbreyting.“ Auk þess að skrifa með Lilju er Yrsa að undirbúa sína næstu bók sem á einnig að koma út um næstu jól. Um er að ræða fyrstu bókina í stuttri seríu þar sem ný persóna verður kynnt til sögunnar. Lilja hefur gefið út tvær glæpasögur, Spor og Fyrirgefningu, auk þess sem hún samdi leikritið Stóru börnin sem var frumsýnt í fyrra við góðar undirtektir. Hún er einmitt með annað leikrit í undirbúningi sem hún ætlar að ljúka við í sumar. Lilja segir dásamlegt að vinna með glæpasagnadrottningunni Yrsu sem hefur átt hverja metsölubókina á fætur annarri. „Ég er auðvitað aðdáandi hennar og búin að vera lengi. Hún er frumkvöðull á sínu sviði í svona glæpahryllingi. Þetta er frábært tækifæri fyrir mig, óreyndan höfund, að skrifa með meistara eins og Yrsu.“ Það leggst vel í Lilju að skrifa í fyrsta sinn með öðrum. „Við erum rétt að komast í gang en þetta er strax að gera sig vel og við erum báðar orðnar dauðspenntar. Það er einmanalegt að skrifa einn en með því að vera tvær saman blandast það saman að skrifa og nautnin af því að lesa glæpasögu. Það kemur manni á óvart stundum það sem kemur frá hinni og það drífur mann áfram líka,“ segir hún. „Yrsa er alveg að hræða úr mér líftóruna.“
Menning Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Skellti sér á djammið Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira