Hlaut ellefu Óskarsverðlaun af fjórtán Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 1. mars 2014 16:30 Titanic heillaði heiminn. Á þessum degi árið 1998 varð kvikmyndin Titanic fyrsta kvikmynd í sögunni til að skila meira en milljarði dollara, tæplega 113 milljörðum króna, í miðasölu á alþjóðavísu. Til dagsins í dag hefur myndin skilað 2,18 milljörðum dollara í kassann, rúmlega 245 milljörðum króna. Hún er önnur myndin til að þéna meira en tvo milljarða dollara á alþjóðavísu en fyrsta myndin sem náði því er Avatar. Titanic var leikstýrt, skrifuð, meðframleidd og að hluta til fjármögnuð af James Cameron. Í aðalhlutverkum eru þau Leonardo DiCaprio og Kate Winslet. Myndin hlaut einróma lof gagnrýnenda á sínum tíma og var tilnefnd til fjórtán Óskarsverðlauna. Hún hlaut ellefu verðlaun, þar á meðal sem besta myndin og James Cameron var valinn besti leikstjórinn. Kostnaður við gerð myndarinnar var hins vegar gífurlegur og fór hún langt fram úr fjárhagsáætlun. Að lokum kostaði gerð hennar tvö hundruð milljónir dollara, rúmlega 22 milljarða króna. Yfirmenn hjá kvikmyndaverinu Fox höfðu áhyggjur af þessu og stungu upp á því við James Cameron að klukkutími úr þessari þriggja tíma mynd yrði klipptur út. James þverneitaði og sagði: „Viljið þið klippa myndina mína? Þá þurfið þið að reka mig! Viljið þið reka mig? Þá verðið þið að drepa mig!“ Þeir hjá Fox vildu ekki byrja upp á nýtt og sjá eflaust ekki eftir því í dag. Óskarinn Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Fleiri fréttir Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Á þessum degi árið 1998 varð kvikmyndin Titanic fyrsta kvikmynd í sögunni til að skila meira en milljarði dollara, tæplega 113 milljörðum króna, í miðasölu á alþjóðavísu. Til dagsins í dag hefur myndin skilað 2,18 milljörðum dollara í kassann, rúmlega 245 milljörðum króna. Hún er önnur myndin til að þéna meira en tvo milljarða dollara á alþjóðavísu en fyrsta myndin sem náði því er Avatar. Titanic var leikstýrt, skrifuð, meðframleidd og að hluta til fjármögnuð af James Cameron. Í aðalhlutverkum eru þau Leonardo DiCaprio og Kate Winslet. Myndin hlaut einróma lof gagnrýnenda á sínum tíma og var tilnefnd til fjórtán Óskarsverðlauna. Hún hlaut ellefu verðlaun, þar á meðal sem besta myndin og James Cameron var valinn besti leikstjórinn. Kostnaður við gerð myndarinnar var hins vegar gífurlegur og fór hún langt fram úr fjárhagsáætlun. Að lokum kostaði gerð hennar tvö hundruð milljónir dollara, rúmlega 22 milljarða króna. Yfirmenn hjá kvikmyndaverinu Fox höfðu áhyggjur af þessu og stungu upp á því við James Cameron að klukkutími úr þessari þriggja tíma mynd yrði klipptur út. James þverneitaði og sagði: „Viljið þið klippa myndina mína? Þá þurfið þið að reka mig! Viljið þið reka mig? Þá verðið þið að drepa mig!“ Þeir hjá Fox vildu ekki byrja upp á nýtt og sjá eflaust ekki eftir því í dag.
Óskarinn Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Fleiri fréttir Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira