Patrekur: Að vera leikmaður er grín miðað við að vera þjálfari Óskar Ófeigur Jónsson og Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 3. mars 2014 07:00 Patrekur Jóhannesson sést hér með Petr Baumruk eftir úrslitaleikinn í Höllinni á Laugardaginn. Baumruk vann marga titla með Haukum. Vísir/Daníel „Það gekk vel sem leikmaður með KA og Stjörnunni. Náði að vinna fjórum sinnum, tvisvar með hvoru félagi,“ sagði Patrekur Jóhannesson þjálfari Hauka sem tók um helgina þátt í sínum fimmta bikarúrslitaleik á Íslandi, þeim fyrsta sem þjálfari og fagnaði sigri líkt og í hin fjögur skiptin.Sváfu lítið fyrir úrslitaleikinn „Við sváfum lítið. Ég fékk leikinn seint en náði að klippa hann allan og fara í gegnum hann. Það eina sem ég hafði áhyggjur af var að ég tók extra langan vídeófund en tók reyndar matarpásu á milli,“ sagði Patrekur en Haukar léku til undanúrslita klukkan 20 á föstudagskvöld og til úrslita klukkan 16 á laugardag. Haukur unnu ÍR 22-21 í æsispennandi leik en Patrekur sagði sigurtilfinninguna vera líka. „Hvort maður vinnur á parketi eða dúk, það skiptir ekki máli. Bikarinn er sá sami. Tilfinningin er svipuð en sem þjálfari þá er undirbúningurinn hundrað sinnum erfiðari. Sem leikmaður ertu bara að hugsa um sjálfan þig en sem þjálfari þarftu að hugsa um allan pakkann. „Að vera leikmaður er grín miðað við að vera þjálfari,“ sagði Patrekur léttur og bikarúrslitahelgin tók á. „Þetta var ekki auðvelt. FH gaf allt í þetta eins og við og sóknarleikurinn var betri en í úrslitaleiknum. Í úrslitunum var þetta barátta upp á líf og dauða. ÍR gaf allt í þetta,“ sagði Patrekur og bætti við: „Ég ákvað strax að tækla þetta jákvætt. Hvað græði ég á því að væla yfir fyrirkomulagi sem ég kem ekki nálægt? Ég er ekki í mótanefnd. ÍR spilaði fyrri leikinn en við getum ekki leikið samtímis og gert það í tveimur höllum. Þetta var skemmtilegur pakki,“ sagði Patrekur sáttur.Sjö sigrar í átta úrslitaleikjum Haukarnir hafa nú unnið bikarinn þrisvar sinnum frá árinu 2010 og alls sjö af átta bikarúrslitaleikjum sínum í sögunni. Eina tap karlaliðs Hauka í bikarúrslitaleik var einmitt í eina skiptið sem Haukar þurftu að mæta Patreki í Höllinni. Patrekur fór nefnilega fyrir Stjörnunni í 24-20 sigri á Haukum árið 2006. Það þarf því ekki að koma mikið á óvart að þegar hinir sigursælu Haukar og Patrekur Jóhannesson taka höndum saman sé bikarinn enn á ný kominn upp á Ásvelli.Þriðja sinn frá 2010 Matthías Árni Ingimarsson, fyrirliði Hauka, lyftir bikarnum við fögnuð félaga sinna. Fréttablaðið/DaníelPatrekur Jóhannesson í bikarúrslitum í Höllinni:4. febrúar 1995 - Bikarmeistari Skorar 11 mörk í 27-26 sigri KA á Val.10. febrúar 1996-Bikarmeistari Skorar 2 mörk í 21-18 sigri KA á Víkingi.25. febrúar 2006-Bikarmeistari Skorar 4 mörk í 24-20 sigri Stjörnunnar á Haukum.10. mars 2007-Bikarmeistari Skorar 1 mark og tekur við bikarnum eftir 27-17 sigur Stjörnunnar á Fram.1. mars 2014-Bikarmeistari Stýrir Haukaliðinu til 22-21 sigurs á ÍR. Olís-deild karla Mest lesið Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Fleiri fréttir Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Sjá meira
„Það gekk vel sem leikmaður með KA og Stjörnunni. Náði að vinna fjórum sinnum, tvisvar með hvoru félagi,“ sagði Patrekur Jóhannesson þjálfari Hauka sem tók um helgina þátt í sínum fimmta bikarúrslitaleik á Íslandi, þeim fyrsta sem þjálfari og fagnaði sigri líkt og í hin fjögur skiptin.Sváfu lítið fyrir úrslitaleikinn „Við sváfum lítið. Ég fékk leikinn seint en náði að klippa hann allan og fara í gegnum hann. Það eina sem ég hafði áhyggjur af var að ég tók extra langan vídeófund en tók reyndar matarpásu á milli,“ sagði Patrekur en Haukar léku til undanúrslita klukkan 20 á föstudagskvöld og til úrslita klukkan 16 á laugardag. Haukur unnu ÍR 22-21 í æsispennandi leik en Patrekur sagði sigurtilfinninguna vera líka. „Hvort maður vinnur á parketi eða dúk, það skiptir ekki máli. Bikarinn er sá sami. Tilfinningin er svipuð en sem þjálfari þá er undirbúningurinn hundrað sinnum erfiðari. Sem leikmaður ertu bara að hugsa um sjálfan þig en sem þjálfari þarftu að hugsa um allan pakkann. „Að vera leikmaður er grín miðað við að vera þjálfari,“ sagði Patrekur léttur og bikarúrslitahelgin tók á. „Þetta var ekki auðvelt. FH gaf allt í þetta eins og við og sóknarleikurinn var betri en í úrslitaleiknum. Í úrslitunum var þetta barátta upp á líf og dauða. ÍR gaf allt í þetta,“ sagði Patrekur og bætti við: „Ég ákvað strax að tækla þetta jákvætt. Hvað græði ég á því að væla yfir fyrirkomulagi sem ég kem ekki nálægt? Ég er ekki í mótanefnd. ÍR spilaði fyrri leikinn en við getum ekki leikið samtímis og gert það í tveimur höllum. Þetta var skemmtilegur pakki,“ sagði Patrekur sáttur.Sjö sigrar í átta úrslitaleikjum Haukarnir hafa nú unnið bikarinn þrisvar sinnum frá árinu 2010 og alls sjö af átta bikarúrslitaleikjum sínum í sögunni. Eina tap karlaliðs Hauka í bikarúrslitaleik var einmitt í eina skiptið sem Haukar þurftu að mæta Patreki í Höllinni. Patrekur fór nefnilega fyrir Stjörnunni í 24-20 sigri á Haukum árið 2006. Það þarf því ekki að koma mikið á óvart að þegar hinir sigursælu Haukar og Patrekur Jóhannesson taka höndum saman sé bikarinn enn á ný kominn upp á Ásvelli.Þriðja sinn frá 2010 Matthías Árni Ingimarsson, fyrirliði Hauka, lyftir bikarnum við fögnuð félaga sinna. Fréttablaðið/DaníelPatrekur Jóhannesson í bikarúrslitum í Höllinni:4. febrúar 1995 - Bikarmeistari Skorar 11 mörk í 27-26 sigri KA á Val.10. febrúar 1996-Bikarmeistari Skorar 2 mörk í 21-18 sigri KA á Víkingi.25. febrúar 2006-Bikarmeistari Skorar 4 mörk í 24-20 sigri Stjörnunnar á Haukum.10. mars 2007-Bikarmeistari Skorar 1 mark og tekur við bikarnum eftir 27-17 sigur Stjörnunnar á Fram.1. mars 2014-Bikarmeistari Stýrir Haukaliðinu til 22-21 sigurs á ÍR.
Olís-deild karla Mest lesið Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Fleiri fréttir Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Sjá meira