Endanleg mynd látin flytjandanum eftir Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 7. mars 2014 13:00 Páll Ivan frá Eiðum og Borgar Magnason kontrabassaleikari verða með frekar óhefðbundna tónleika í Hafnarborg á sunnudaginn. „Grunnhugmyndin að tónleikunum í heild tengist samskiptum tónskálda og flytjenda. Sum verkanna sem við flytjum eru mjög nákvæmlega skrifuð en önnur eru með miklum spuna.“ Þetta segir Borgar Magnason kontrabassaleikari spurður út í tónleikana Samræða um tákn, sem hann og Páll Ivan, flytjandi og tónskáld, eru með í Hafnarborg í Hafnarfirði á sunnudagskvöld klukkan 20. Þar ætla þeir að skoða notkun tákna í tónlist í sem víðustum skilningi og flytja tónverk þar sem endanleg mynd verksins er látin flytjandanum eftir. „Flytjandinn hefur alltaf frjálsar hendur að einhverju leyti og eins og staðan er í dag er einhvern veginn allt opið. Við Páll Ivan veltum fyrir okkur hvað sé spuni og hversu mikil áhrif tónskáldið vilji hafa á þann spuna,“ lýsir Borgar. En býst hann við að áheyrendur greini auðveldlega hvort spilað sé eftir nótum eða ekki? „Kannski mismikið. Þetta er ekki kennslustund. Það eru fimm verk á tónleikunum og þau eru hvert með sínum hætti hvað þetta varðar. Eitt þeirra er frægt verk um myndmál, annað er strúktúr sem er skýrt skrifað út þó beitt sé óhefðbundinni aðferð við það. Mitt verk er sambland af hefðbundinni nótnaskrift og textaskýringum fyrir flytjendur og grafík. Á endanum eru þetta auðvitað bara tónleikar.“ Síðasta verkið á dagskránni fékk Borgar Harald Jónsson myndlistarmann til að semja. „Mér finnst Haraldur hafa svo sterka tilfinningu fyrir tempói, strúktúr og táknmyndum. Hann er sjálfur í verkinu og hefur fólk með sér svo það verður smá leikrit í því líka. Svo tengist það vel sýningunni sem Haraldur er með á neðri hæðinni í Hafnarborg og að skoða hana eftir að hafa hlýtt á flutning verksins – opnar fyrir eitthvað nýtt.“ Tónleikarnir eru liður í tónleikaröðinni Hljóðön. Almennt miðaverð er 2.500 krónur en 1.500 fyrir eldri borgara og námsmenn. Um flytjendur Borgar Magnason kontrabassaleikari, spunaleikari og tónskáld hefurkomið fram sem einleikari og starfað með listamönnum af ólíkum sviðum. Hann hefur flutt og tekið upp tónlist eftir tónlistarmenn úr ólíkum áttum, samið tónlist fyrir leikhús og dans og unnið fjölmargar útsetningar fyrir dægurlagatónlist. Páll Ivan frá Eiðum á að baki fjölbreyttan feril sem tónskáld og hljóðfæraleikari. Hann leikur á tölvur, raf- og kontrabassa, píanó, gítar og lúðra hvers konar. Tónverk Páls Ivans hafa verið flutt á fjölmörgum tónleikum og tónlistarhátíðum víðsvegar um Evrópu og Bandaríkin. Páll Ivan er einn af stofnendum tónskáldahópsins SLÁTUR. Um Hljóðön Hljóðön er metnaðarfull tónleikaröð í Hafnarborg tileinkuð tónlist frá 20. og 21. öldinni þar sem einstök hugmyndaauðgi og listræn glíma tónskálda leiða áheyrendur inn á áður ókunnar slóðir. Tilgangur hennar er að kynna ólík verk samtímatónskálda í fremstu röð. Nafn tónleikaraðarinnar skírskotar til smæstu merkingargreinandi hljóðeininga tungumála, grunneininga sem púsla má ólíkt saman svo úr verði tilraun til merkingar. Umsjónarmaður hennar er Þráinn Hjálmarsson. Menning Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Skellti sér á djammið Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
„Grunnhugmyndin að tónleikunum í heild tengist samskiptum tónskálda og flytjenda. Sum verkanna sem við flytjum eru mjög nákvæmlega skrifuð en önnur eru með miklum spuna.“ Þetta segir Borgar Magnason kontrabassaleikari spurður út í tónleikana Samræða um tákn, sem hann og Páll Ivan, flytjandi og tónskáld, eru með í Hafnarborg í Hafnarfirði á sunnudagskvöld klukkan 20. Þar ætla þeir að skoða notkun tákna í tónlist í sem víðustum skilningi og flytja tónverk þar sem endanleg mynd verksins er látin flytjandanum eftir. „Flytjandinn hefur alltaf frjálsar hendur að einhverju leyti og eins og staðan er í dag er einhvern veginn allt opið. Við Páll Ivan veltum fyrir okkur hvað sé spuni og hversu mikil áhrif tónskáldið vilji hafa á þann spuna,“ lýsir Borgar. En býst hann við að áheyrendur greini auðveldlega hvort spilað sé eftir nótum eða ekki? „Kannski mismikið. Þetta er ekki kennslustund. Það eru fimm verk á tónleikunum og þau eru hvert með sínum hætti hvað þetta varðar. Eitt þeirra er frægt verk um myndmál, annað er strúktúr sem er skýrt skrifað út þó beitt sé óhefðbundinni aðferð við það. Mitt verk er sambland af hefðbundinni nótnaskrift og textaskýringum fyrir flytjendur og grafík. Á endanum eru þetta auðvitað bara tónleikar.“ Síðasta verkið á dagskránni fékk Borgar Harald Jónsson myndlistarmann til að semja. „Mér finnst Haraldur hafa svo sterka tilfinningu fyrir tempói, strúktúr og táknmyndum. Hann er sjálfur í verkinu og hefur fólk með sér svo það verður smá leikrit í því líka. Svo tengist það vel sýningunni sem Haraldur er með á neðri hæðinni í Hafnarborg og að skoða hana eftir að hafa hlýtt á flutning verksins – opnar fyrir eitthvað nýtt.“ Tónleikarnir eru liður í tónleikaröðinni Hljóðön. Almennt miðaverð er 2.500 krónur en 1.500 fyrir eldri borgara og námsmenn. Um flytjendur Borgar Magnason kontrabassaleikari, spunaleikari og tónskáld hefurkomið fram sem einleikari og starfað með listamönnum af ólíkum sviðum. Hann hefur flutt og tekið upp tónlist eftir tónlistarmenn úr ólíkum áttum, samið tónlist fyrir leikhús og dans og unnið fjölmargar útsetningar fyrir dægurlagatónlist. Páll Ivan frá Eiðum á að baki fjölbreyttan feril sem tónskáld og hljóðfæraleikari. Hann leikur á tölvur, raf- og kontrabassa, píanó, gítar og lúðra hvers konar. Tónverk Páls Ivans hafa verið flutt á fjölmörgum tónleikum og tónlistarhátíðum víðsvegar um Evrópu og Bandaríkin. Páll Ivan er einn af stofnendum tónskáldahópsins SLÁTUR. Um Hljóðön Hljóðön er metnaðarfull tónleikaröð í Hafnarborg tileinkuð tónlist frá 20. og 21. öldinni þar sem einstök hugmyndaauðgi og listræn glíma tónskálda leiða áheyrendur inn á áður ókunnar slóðir. Tilgangur hennar er að kynna ólík verk samtímatónskálda í fremstu röð. Nafn tónleikaraðarinnar skírskotar til smæstu merkingargreinandi hljóðeininga tungumála, grunneininga sem púsla má ólíkt saman svo úr verði tilraun til merkingar. Umsjónarmaður hennar er Þráinn Hjálmarsson.
Menning Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Skellti sér á djammið Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira