Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. nóvember 2024 16:09 Myndirnar eiga það sameiginlegt að hafa fengið svipaða upphæð í styrk frá Kvikmyndasjóði og svipaðan fjölda gesta í bíó. Dæmi er um að innan við hundrað manns mæti á frumsýningar íslenskra kvikmynda. Um er að ræða myndir sem hlotið hafa á annað hundrað milljónir í styrki frá Kvikmyndasjóði Íslands sem rekinn er fyrir opinbert fé. Jón Gnarr hefur velt því upp hvort ekki sé tilefni til að styrkja frekar sjónvarpsþáttagerð hér á landi. Ritstjóri Klapptrés segir aðsókn á íslenskar kvikmyndir heilt yfir góða, veruleikinn sé sá að flestir sjái myndir annars staðar en í bíó. Á þessu ári og því síðasta hafa komið út kvikmyndir líkt og Missir, Natatorium og Tilverur í kvikmyndahús. Myndirnar eiga það sameiginlegt að framleiðendur þeirra fengu 120 milljónir í styrk frá kvikmyndasjóði í tilviki Tilvera og Natatorium og 110 milljónir í tilfelli Missis árið 2022. Alls 350 milljónir. Á vef FRÍSK, sem heldur utan um aðsóknartölur, má sjá að einungis 62 mættu og greiddu fyrir miða til að bera Missi augum á frumsýningarhelgi myndarinnar, 131 greiddu fyrir miða á frumsýningarhelgi Natatorium og 165 manns á frumsýningarhelgi Tilvera. Samtals um 350 manns. Kvikmyndagerðarfólk sendi á dögunum áskorun á Alþingi um að bæta úr stöðu sjóðsins sem þeir segja hafa verið skorinn niður undanfarin ár. Áttunda til sautjánda sæti á aðsóknarlista Missir er mynd eftir Ara Alexander Ergis Magnússon og byggir á skáldsögu Guðbergs Bergssonar. Hún fjallar um 85 ára gamlan mann sem nýlega er orðinn ekkill. Á hverjum morgni vaknar hann og starir á duftkerið með jarðneskum leifum eiginkonu sinnar. Hann áræðir að lokum að hræra ösku konu sinnar í bolla með heitu vatni. Með helstu hlutverk fara Sigurður Sigurjónsson, Þorsteinn Gunnarsson og Guðrún S. Gísladóttir. Myndin var frumsýnd þann 17. október en alls sáu 484 manns myndina og fór hún hæst í sautjánda sæti á aðsóknarlista FRÍSK. Natatorium er mynd eftir Helenu Stefánsdóttur og er um að ræða hennar fyrstu mynd í fullri lengd. Ung stúlka dvelur hjá ömmu sinni og afa í borginni á meðan hún þreytir inntökupróf í listhóp. Þegar fjölskyldan, sem hefur ekki hist í langan tíma, kemur saman til að fagna inntöku hennar í hópinn koma ljót fjölskylduleyndarmál upp á yfirborðið og kvöldið endar með hræðilegum harmleik. Með helstu hlutverk fara þau Ilmur María Arnardóttir, Elín Pétursdóttir og Valur Freyr Einarsson. Myndin var frumsýnd 23. febrúar en alls sáu 957 manns myndina og var hún í sextánda og sautjánda sæti á aðsóknarlista FRÍSK. Þröstur Leó Gunnarsson fer með aðalhlutverkið sem bóndinn Gunnar í kvikmyndinni Tilverur eftir Ninnu Rún Pálmadóttur. Bóndinn er tilneyddur til að flytja til borgarinnar þegar ríkið tekur jörð hans yfir til virkjunarframkvæmda. Kynni af blaðburðardrengnum Ara umbreytir lífi þeirra beggja. Myndin var frumsýnd 29. september í fyrra og fór efst í áttunda sæti á aðsóknarlista FRÍSK. Alls sáu 846 manns myndina. Vill skoða breytingar á styrkjakerfinu Miðað við þessar upplýsingar fóru um tvö þúsund manns á myndirnar þrjár sem alls fengu 350 milljónir króna í opinbera styrki. Hafa ber í huga að inn í aðsóknartölum eru einnig tölur yfir boðsgesti. Í síðustu viku var haldinn kosningafundur um skapandi greinar á vegum nokkurra aðila, þar á meðal Kvikmyndastöðvar Íslands, Sviðslistamiðstöðvar og Miðstöðvar íslenskra bókmennta. Þar voru mættir fulltrúar allra stjórnmálaflokka, meðal annars Jón Gnarr fyrir hönd Viðreisnar og barst talið að kvikmyndagerð. Sagðist Jón vilja efla sjóðinn og bæta endurgreiðslukerfið. „Síðan er annað sem mig langar að skoða og það er hlutfall styrkja, til sjónvarps og til kvikmynda,“ segir Jón. „Mér finnst þetta vera orðið svolítið gamaldags, mér finnst við þurfa að auka hlutfall til íslenskrar sjónvarpsþáttaframleiðslu vegna þess að það er gríðarlega mikil menningarverðmæti í sjónvarpi og síðan er þetta bara no brainer,“ segir Jón sem á þar við að það sé „no brainer“ að styrkja íslenska framleiðslu. Jón Gnarr segir að skoða ætti hlutfall milli þeirra styrkja sem fara í sjónvarpsframleiðslu og kvikmyndaframleiðslu.Vísir/Vilhelm Aðsóknin heilt yfir mjög góð Ásgrímur Sverrisson kvikmyndaleikstjóri og ritstjóri Klapptrés segir að ýmsu að huga þegar komi að aðsóknartölum. Þar sé mikilvægt að horfa á heildarsamhengið, en af því megi sjá að Íslendingar hafi mikinn áhuga á íslenskum kvikmyndum. Aðsókn sé allajafna mjög sveiflukennd. „Aðsóknin er mjög góð ef við miðum okkur við Norðurlandaþjóðirnar til dæmis. Þá er meðaltalsaðsóknin miklu hærri en annars staðar og það verður líka að taka það með í reikninginn,“ segir Ásgrímur. Hann bendir á að það sé aldrei hægt að vita fyrirfram hvaða myndir verða vinsælar og hvaða myndir ekki. Ásgrímur Sverrisson hefur fylgst með aðsóknartölum kvikmyndahúsa á Íslandi um margra ára skeið.Vísir/Egill „Veruleikinn er sá að flestir sjá íslenskar kvikmyndir í gegnum aðra miðla en bíó. Eins og í gegnum sjónvarp og VOD og þessar leigur allar. Þar sýnir RÚV náttúrulega langflestar íslenskar kvikmyndir og stór hluti almennings horfir á íslenskar bíómyndir á þeirri stöð.“ Ásgrímur bendir á að aðsókn á bíómyndir í kvikmyndahúsum hafi alltaf verið mjög sveiflukennd. Stundum mæti tugir þúsunda í bíó á kvikmyndir en stundum séu þeir ekki nema í kringum þúsund talsins. Skalinn sé margvíslegur. „Það sáu 56 þúsund manns Villibráð sem dæmi. Það hafa ekki eins margir mætt í bíó í rúm tíu ár en svo eru til myndir sem trekkja bara að þúsund, tvö þúsund manns í bíó. Svo er restin bara öll þar á milli. Heilt yfir eru þetta rosalegar tölur í samanburði við önnur lönd hlutfallslega. Við erum alltaf að spá í því hvernig heimamyndir gera sig á heimamarkaði og þar stöndum við mjög vel. Íslenskur almenningur hefur áhuga á íslenskum kvikmyndum. Hann hefur ekki áhuga á þeim öllum en heilt yfir er áhuginn mikill.“ Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Blautir búkar og pylsupartí Menning Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Sjá meira
Á þessu ári og því síðasta hafa komið út kvikmyndir líkt og Missir, Natatorium og Tilverur í kvikmyndahús. Myndirnar eiga það sameiginlegt að framleiðendur þeirra fengu 120 milljónir í styrk frá kvikmyndasjóði í tilviki Tilvera og Natatorium og 110 milljónir í tilfelli Missis árið 2022. Alls 350 milljónir. Á vef FRÍSK, sem heldur utan um aðsóknartölur, má sjá að einungis 62 mættu og greiddu fyrir miða til að bera Missi augum á frumsýningarhelgi myndarinnar, 131 greiddu fyrir miða á frumsýningarhelgi Natatorium og 165 manns á frumsýningarhelgi Tilvera. Samtals um 350 manns. Kvikmyndagerðarfólk sendi á dögunum áskorun á Alþingi um að bæta úr stöðu sjóðsins sem þeir segja hafa verið skorinn niður undanfarin ár. Áttunda til sautjánda sæti á aðsóknarlista Missir er mynd eftir Ara Alexander Ergis Magnússon og byggir á skáldsögu Guðbergs Bergssonar. Hún fjallar um 85 ára gamlan mann sem nýlega er orðinn ekkill. Á hverjum morgni vaknar hann og starir á duftkerið með jarðneskum leifum eiginkonu sinnar. Hann áræðir að lokum að hræra ösku konu sinnar í bolla með heitu vatni. Með helstu hlutverk fara Sigurður Sigurjónsson, Þorsteinn Gunnarsson og Guðrún S. Gísladóttir. Myndin var frumsýnd þann 17. október en alls sáu 484 manns myndina og fór hún hæst í sautjánda sæti á aðsóknarlista FRÍSK. Natatorium er mynd eftir Helenu Stefánsdóttur og er um að ræða hennar fyrstu mynd í fullri lengd. Ung stúlka dvelur hjá ömmu sinni og afa í borginni á meðan hún þreytir inntökupróf í listhóp. Þegar fjölskyldan, sem hefur ekki hist í langan tíma, kemur saman til að fagna inntöku hennar í hópinn koma ljót fjölskylduleyndarmál upp á yfirborðið og kvöldið endar með hræðilegum harmleik. Með helstu hlutverk fara þau Ilmur María Arnardóttir, Elín Pétursdóttir og Valur Freyr Einarsson. Myndin var frumsýnd 23. febrúar en alls sáu 957 manns myndina og var hún í sextánda og sautjánda sæti á aðsóknarlista FRÍSK. Þröstur Leó Gunnarsson fer með aðalhlutverkið sem bóndinn Gunnar í kvikmyndinni Tilverur eftir Ninnu Rún Pálmadóttur. Bóndinn er tilneyddur til að flytja til borgarinnar þegar ríkið tekur jörð hans yfir til virkjunarframkvæmda. Kynni af blaðburðardrengnum Ara umbreytir lífi þeirra beggja. Myndin var frumsýnd 29. september í fyrra og fór efst í áttunda sæti á aðsóknarlista FRÍSK. Alls sáu 846 manns myndina. Vill skoða breytingar á styrkjakerfinu Miðað við þessar upplýsingar fóru um tvö þúsund manns á myndirnar þrjár sem alls fengu 350 milljónir króna í opinbera styrki. Hafa ber í huga að inn í aðsóknartölum eru einnig tölur yfir boðsgesti. Í síðustu viku var haldinn kosningafundur um skapandi greinar á vegum nokkurra aðila, þar á meðal Kvikmyndastöðvar Íslands, Sviðslistamiðstöðvar og Miðstöðvar íslenskra bókmennta. Þar voru mættir fulltrúar allra stjórnmálaflokka, meðal annars Jón Gnarr fyrir hönd Viðreisnar og barst talið að kvikmyndagerð. Sagðist Jón vilja efla sjóðinn og bæta endurgreiðslukerfið. „Síðan er annað sem mig langar að skoða og það er hlutfall styrkja, til sjónvarps og til kvikmynda,“ segir Jón. „Mér finnst þetta vera orðið svolítið gamaldags, mér finnst við þurfa að auka hlutfall til íslenskrar sjónvarpsþáttaframleiðslu vegna þess að það er gríðarlega mikil menningarverðmæti í sjónvarpi og síðan er þetta bara no brainer,“ segir Jón sem á þar við að það sé „no brainer“ að styrkja íslenska framleiðslu. Jón Gnarr segir að skoða ætti hlutfall milli þeirra styrkja sem fara í sjónvarpsframleiðslu og kvikmyndaframleiðslu.Vísir/Vilhelm Aðsóknin heilt yfir mjög góð Ásgrímur Sverrisson kvikmyndaleikstjóri og ritstjóri Klapptrés segir að ýmsu að huga þegar komi að aðsóknartölum. Þar sé mikilvægt að horfa á heildarsamhengið, en af því megi sjá að Íslendingar hafi mikinn áhuga á íslenskum kvikmyndum. Aðsókn sé allajafna mjög sveiflukennd. „Aðsóknin er mjög góð ef við miðum okkur við Norðurlandaþjóðirnar til dæmis. Þá er meðaltalsaðsóknin miklu hærri en annars staðar og það verður líka að taka það með í reikninginn,“ segir Ásgrímur. Hann bendir á að það sé aldrei hægt að vita fyrirfram hvaða myndir verða vinsælar og hvaða myndir ekki. Ásgrímur Sverrisson hefur fylgst með aðsóknartölum kvikmyndahúsa á Íslandi um margra ára skeið.Vísir/Egill „Veruleikinn er sá að flestir sjá íslenskar kvikmyndir í gegnum aðra miðla en bíó. Eins og í gegnum sjónvarp og VOD og þessar leigur allar. Þar sýnir RÚV náttúrulega langflestar íslenskar kvikmyndir og stór hluti almennings horfir á íslenskar bíómyndir á þeirri stöð.“ Ásgrímur bendir á að aðsókn á bíómyndir í kvikmyndahúsum hafi alltaf verið mjög sveiflukennd. Stundum mæti tugir þúsunda í bíó á kvikmyndir en stundum séu þeir ekki nema í kringum þúsund talsins. Skalinn sé margvíslegur. „Það sáu 56 þúsund manns Villibráð sem dæmi. Það hafa ekki eins margir mætt í bíó í rúm tíu ár en svo eru til myndir sem trekkja bara að þúsund, tvö þúsund manns í bíó. Svo er restin bara öll þar á milli. Heilt yfir eru þetta rosalegar tölur í samanburði við önnur lönd hlutfallslega. Við erum alltaf að spá í því hvernig heimamyndir gera sig á heimamarkaði og þar stöndum við mjög vel. Íslenskur almenningur hefur áhuga á íslenskum kvikmyndum. Hann hefur ekki áhuga á þeim öllum en heilt yfir er áhuginn mikill.“
Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Blautir búkar og pylsupartí Menning Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Sjá meira
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp