Í samanburði við… Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. mars 2014 06:00 Í gegnum árin hef ég staðið mig að því að öfunda annað fólk fyrir það sem það hefur fram yfir mig. Meiri námsgetu, glæsilegra útlit, hærri laun, flottari kærustu, meira sjálfsöryggi eða meiri fimi á dansgólfinu. Þeir sem sáu mig taka orminn á gólfi Hressó á gamlárskvöld árið 2005 geta staðfest það. Ég veit að ég er langt í frá að vera sá eini þar sem hugsanir í þeim dúrnum gera sig heimakomnar í kollinum. Staðreyndin er sú að það er erfitt að vera sáttur við sjálfan sig og lífið ef maður er í stöðugum samanburði. Þú getur alltaf fundið hrúgu af fólki sem hefur það betra en þú eða stendur þér framar á einu sviði eða öðru. Nágranninn með flotta bílinn og fólkið í einbýlishúsunum sem þú keyrir fram hjá á leið þinni heim í blokkina. Fallega og fræga fólkið sem brosir út að eyrum á forsíðum blaðanna. Ef maður hefði það bara jafn gott og þetta fólk. En af hverju að bera sig saman við þá ríkari, fallegri og færari? Erum við ekki að bera okkur saman við rangan hóp fólks? Lausnin hlýtur að vera fólgin í því að bera sig stöðugt saman við þá sem minna mega sín. Fátæka fólkið í Afríku og rónana á Austurvelli. Þá sem glíma við mesta fjárhagsörðugleika, erfiða líkamlega fötlun eða eiga grútleiðinlegan maka. Í þeim samanburði er maður kóngur í ríki sínu. Lausnin fundin, eða hvað? Auðvitað er lausnin hvorki að bera sig saman við minnimáttar eða meirimáttar. Lausnin er að lifa í sátt við sjálfan sig og sleppa stöðugum samanburði. Það hef ég haft að leiðarljósi undanfarin ár. Hvaða máli skiptir það þig hvort Gummi í næsta stigagangi keyri um á Lamborghini eða Lödu? Hefur það eitthvað um það að segja hvort þú komist frá A til B? Ekki nokkurn skapaðan hlut. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Tumi Daðason Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Í gegnum árin hef ég staðið mig að því að öfunda annað fólk fyrir það sem það hefur fram yfir mig. Meiri námsgetu, glæsilegra útlit, hærri laun, flottari kærustu, meira sjálfsöryggi eða meiri fimi á dansgólfinu. Þeir sem sáu mig taka orminn á gólfi Hressó á gamlárskvöld árið 2005 geta staðfest það. Ég veit að ég er langt í frá að vera sá eini þar sem hugsanir í þeim dúrnum gera sig heimakomnar í kollinum. Staðreyndin er sú að það er erfitt að vera sáttur við sjálfan sig og lífið ef maður er í stöðugum samanburði. Þú getur alltaf fundið hrúgu af fólki sem hefur það betra en þú eða stendur þér framar á einu sviði eða öðru. Nágranninn með flotta bílinn og fólkið í einbýlishúsunum sem þú keyrir fram hjá á leið þinni heim í blokkina. Fallega og fræga fólkið sem brosir út að eyrum á forsíðum blaðanna. Ef maður hefði það bara jafn gott og þetta fólk. En af hverju að bera sig saman við þá ríkari, fallegri og færari? Erum við ekki að bera okkur saman við rangan hóp fólks? Lausnin hlýtur að vera fólgin í því að bera sig stöðugt saman við þá sem minna mega sín. Fátæka fólkið í Afríku og rónana á Austurvelli. Þá sem glíma við mesta fjárhagsörðugleika, erfiða líkamlega fötlun eða eiga grútleiðinlegan maka. Í þeim samanburði er maður kóngur í ríki sínu. Lausnin fundin, eða hvað? Auðvitað er lausnin hvorki að bera sig saman við minnimáttar eða meirimáttar. Lausnin er að lifa í sátt við sjálfan sig og sleppa stöðugum samanburði. Það hef ég haft að leiðarljósi undanfarin ár. Hvaða máli skiptir það þig hvort Gummi í næsta stigagangi keyri um á Lamborghini eða Lödu? Hefur það eitthvað um það að segja hvort þú komist frá A til B? Ekki nokkurn skapaðan hlut.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun