Flugtuð Hildur Sverrisdóttir skrifar 8. mars 2014 07:00 Einu sinni var gaman að fljúga. Fínu ferðafötin voru valin af kostgæfni og það var sameiginlegt blik í augum samferðafólksins sem vitnaði um að við værum öll svolítið töff á leiðinni út í heim. Ekki lengur. Flugvallaralmættið er nefnilega orðið að ofríki í ríkinu. Allt í þágu öryggisins auðvitað. Sem er ein hættulegasta réttlæting frelsisskerðingar. Það vonda við öryggisréttlætinguna á flugvöllunum er að hún er svo ósannfærandi. Það er enginn að kaupa það að það sé hægt að hertaka flugvél með dagkremi. En maður tekur enga sénsa. Horfir bara þögull niður á sokkaleistana áður en maður labbar niðurlægður í gegnum vopnaleitarhliðið. Samferðafólkið forðast augnsamband við hvert annað fullkomlega meðvitað um að þarna er ekki reisn yfir neinum. Það er óþolandi að frelsisþenkjandi Vesturlönd hafi beygt sig í duftið í nafni öryggis og sett einhverjar niðurlægjandi reglur sem virka ekki einu sinni. Ég las viðtal við fyrrverandi vopnaleitarstarfsmann sem sagði að starfsfólkið hefði gaman af því að gera grín að fólki sem birtist nakið á skjá öryggisskannans. Það hafði komið sér upp dulmáli svo hægt væri að láta hina vita ef heit pía sem gaman væri að skoða nakta væri í skannanum eða þegar einhver sem hægt væri að hlæja að stæði varnarlaus frammi fyrir flissandi starfsfólkinu við skjáinn. Og já, hann tók fram að að öðru leyti virkuðu skannarnir ekki því þeir næmu ekki öll vopn og sprengjur. Týpískt. Svo þegar farþegarnir mæta loks inn í flugvélina tekur á móti þeim brosandi kona í háhæluðum skóm. Ég skil vel að á árum áður þegar farþegar trítluðu óáreittir í sparifötunum út í vél var við hæfi að hafa háhælaðar flugfreyjur um borð. En núna er einhver tvískinnungur í því. Fyrst þetta er allt orðið svona óskaplega hættulegt, af hverju eru þær ekki í joggara og strigaskóm tilbúnar í að skriðtækla terrorista? Eitt að lokum; þarf virkilega að endurtaka þetta svona oft? Það eru allir búnir að átta sig fyrir lifandis löngu á að þetta er reyklaust flug. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Mest lesið Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun
Einu sinni var gaman að fljúga. Fínu ferðafötin voru valin af kostgæfni og það var sameiginlegt blik í augum samferðafólksins sem vitnaði um að við værum öll svolítið töff á leiðinni út í heim. Ekki lengur. Flugvallaralmættið er nefnilega orðið að ofríki í ríkinu. Allt í þágu öryggisins auðvitað. Sem er ein hættulegasta réttlæting frelsisskerðingar. Það vonda við öryggisréttlætinguna á flugvöllunum er að hún er svo ósannfærandi. Það er enginn að kaupa það að það sé hægt að hertaka flugvél með dagkremi. En maður tekur enga sénsa. Horfir bara þögull niður á sokkaleistana áður en maður labbar niðurlægður í gegnum vopnaleitarhliðið. Samferðafólkið forðast augnsamband við hvert annað fullkomlega meðvitað um að þarna er ekki reisn yfir neinum. Það er óþolandi að frelsisþenkjandi Vesturlönd hafi beygt sig í duftið í nafni öryggis og sett einhverjar niðurlægjandi reglur sem virka ekki einu sinni. Ég las viðtal við fyrrverandi vopnaleitarstarfsmann sem sagði að starfsfólkið hefði gaman af því að gera grín að fólki sem birtist nakið á skjá öryggisskannans. Það hafði komið sér upp dulmáli svo hægt væri að láta hina vita ef heit pía sem gaman væri að skoða nakta væri í skannanum eða þegar einhver sem hægt væri að hlæja að stæði varnarlaus frammi fyrir flissandi starfsfólkinu við skjáinn. Og já, hann tók fram að að öðru leyti virkuðu skannarnir ekki því þeir næmu ekki öll vopn og sprengjur. Týpískt. Svo þegar farþegarnir mæta loks inn í flugvélina tekur á móti þeim brosandi kona í háhæluðum skóm. Ég skil vel að á árum áður þegar farþegar trítluðu óáreittir í sparifötunum út í vél var við hæfi að hafa háhælaðar flugfreyjur um borð. En núna er einhver tvískinnungur í því. Fyrst þetta er allt orðið svona óskaplega hættulegt, af hverju eru þær ekki í joggara og strigaskóm tilbúnar í að skriðtækla terrorista? Eitt að lokum; þarf virkilega að endurtaka þetta svona oft? Það eru allir búnir að átta sig fyrir lifandis löngu á að þetta er reyklaust flug.