Ungir bókaormar tala lítið um sinn lestur Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 13. mars 2014 12:00 "Mörg börn segja mikilvægt að gefast ekki strax upp heldur lesa fleiri blaðsíður en allt gerist svo hratt í öðrum miðlum að sum mega ekki vera að því að bíða eftir að sagan grípi þau,“ segir Anna Herdís. Mynd/Auðunn Níelsson „Markmiðið var að öðlast skilning á því hvað gerir börn að lestrarhestum,“ segir Herdís Anna Friðfinnsdóttir leikskólakennari um rannsókn sem gerð var af Barnabókasetri Íslands á Akureyri. Hún segir niðurstöðurnar gefa mikilvægar vísbendingar um hvernig efla megi áhuga barna á lestri og mun gera grein fyrir þeim á ráðstefnunni Kveikjum eld í Gerðubergi á laugardaginn. Sjálf starfar Herdís Anna í barnabókadeild Amtsbókasafnsins á Akureyri sem hefur staðið fyrir sumarlestri barna. Rannsóknin náði til barna úr slíku sumarlestrarnámskeiði og viðmiðunarhópurinn var í öðru tómstundastarfi. „Munurinn milli þessara hópa var einkum fólginn í fyrirmyndum á heimilunum,“ segir Herdís Anna. „Bókaormarnir sjá foreldra og systkini lesa sér til ánægju og foreldrarnir lásu báðir fyrir börnin sem fóru síðan að lesa fyrir sjálfa sig og aðra.“ Anna Herdís telur unga bókaorma lítið tjá sig um bækur og lestur við önnur börn. „Börn sem lesa mikið telja að það sé ekki töff að vera bókaormur.“ Herdís Anna segir börnin kvarta undan skorti á nýjum bókum á skólabókasöfnum. Þeim finnist líka vanta auglýsingar á barnabókum. „Sú hugmynd kom upp að börn kynntu bækur fyrir öðrum börnum í skólunum. Það hefur verið prófað hér á Akureyri og komið vel út.“ Bókaormar eru meðvitaðir um að lesturinn hjálpi þeim í námi, að sögn Herdísar Önnu. Hún segir þá oft velja bækur af kostgæfni. „Þeir óvönu velja frekar bækur af handahófi og flokka þær eftir kynjum, yfirleitt er það kápan sem kemur inn hugmyndum hjá þeim. Bleik kápa fælir til dæmis stráka frá. Öllum krökkum finnst nauðsynlegt að bækur séu skemmtilegar og helst vilja þeir framhald því þá er eitthvað sem bíður. Mörg börn segja mikilvægt að gefast ekki strax upp heldur lesa fleiri blaðsíður en allt gerist svo hratt í öðrum miðlum að sum mega ekki vera að því að bíða eftir að sagan grípi þau.“ Ráðstefnan í Gerðubergi stendur frá 10.30 til 13.30 á laugardaginn. Auk Herdísar Önnu halda rithöfundarnir Yrsa Sigurðardóttir, Davíð Stefánsson, Marta Hlín Magnadóttir og Birgitta Elín Hassell erindi. Aðgangur er ókeypis. Menning Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Skellti sér á djammið Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
„Markmiðið var að öðlast skilning á því hvað gerir börn að lestrarhestum,“ segir Herdís Anna Friðfinnsdóttir leikskólakennari um rannsókn sem gerð var af Barnabókasetri Íslands á Akureyri. Hún segir niðurstöðurnar gefa mikilvægar vísbendingar um hvernig efla megi áhuga barna á lestri og mun gera grein fyrir þeim á ráðstefnunni Kveikjum eld í Gerðubergi á laugardaginn. Sjálf starfar Herdís Anna í barnabókadeild Amtsbókasafnsins á Akureyri sem hefur staðið fyrir sumarlestri barna. Rannsóknin náði til barna úr slíku sumarlestrarnámskeiði og viðmiðunarhópurinn var í öðru tómstundastarfi. „Munurinn milli þessara hópa var einkum fólginn í fyrirmyndum á heimilunum,“ segir Herdís Anna. „Bókaormarnir sjá foreldra og systkini lesa sér til ánægju og foreldrarnir lásu báðir fyrir börnin sem fóru síðan að lesa fyrir sjálfa sig og aðra.“ Anna Herdís telur unga bókaorma lítið tjá sig um bækur og lestur við önnur börn. „Börn sem lesa mikið telja að það sé ekki töff að vera bókaormur.“ Herdís Anna segir börnin kvarta undan skorti á nýjum bókum á skólabókasöfnum. Þeim finnist líka vanta auglýsingar á barnabókum. „Sú hugmynd kom upp að börn kynntu bækur fyrir öðrum börnum í skólunum. Það hefur verið prófað hér á Akureyri og komið vel út.“ Bókaormar eru meðvitaðir um að lesturinn hjálpi þeim í námi, að sögn Herdísar Önnu. Hún segir þá oft velja bækur af kostgæfni. „Þeir óvönu velja frekar bækur af handahófi og flokka þær eftir kynjum, yfirleitt er það kápan sem kemur inn hugmyndum hjá þeim. Bleik kápa fælir til dæmis stráka frá. Öllum krökkum finnst nauðsynlegt að bækur séu skemmtilegar og helst vilja þeir framhald því þá er eitthvað sem bíður. Mörg börn segja mikilvægt að gefast ekki strax upp heldur lesa fleiri blaðsíður en allt gerist svo hratt í öðrum miðlum að sum mega ekki vera að því að bíða eftir að sagan grípi þau.“ Ráðstefnan í Gerðubergi stendur frá 10.30 til 13.30 á laugardaginn. Auk Herdísar Önnu halda rithöfundarnir Yrsa Sigurðardóttir, Davíð Stefánsson, Marta Hlín Magnadóttir og Birgitta Elín Hassell erindi. Aðgangur er ókeypis.
Menning Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Skellti sér á djammið Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira