Gaf Kasparov skartgrip Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 13. mars 2014 09:00 Vel fór á með Garry Kasparov og Jóhannesi. Mynd/Einkasafn „Ég kannast við fólk í Skáksambandi Íslands og fékk að hitta á kallinn. Hann valdi sér hring sem ég gaf honum ásamt lyklakippu úr silfri með mynd af gömlu Íslandskorti,“ segir gullsmiðurinn Jóhannes Ottósson, maðurinn á bak við skartgripamerkið NOX. Hann gaf skákmeistaranum Garry Kasparov hönnun sína enda hefur hann ávallt borið virðingu fyrir honum. „Ég átti ekki margar hetjur þegar ég var yngri en þetta er eitt af nöfnunum sem ég þekkti. Ég er ekkert á kafi í skák en ég hef fylgst með honum reglulega í gegnum tíðina. Hann flutti til Bandaríkjanna fyrir tveimur árum og getur aldrei snúið aftur heim til Rússlands þannig að hann er pólitískur flóttamaður. Það kemur fyrir marga snillinga þegar þeir opna á sér munninn og grýta sér í kerfið. Ég ber mikla virðingu fyrir honum, bæði fyrir það sem hann er sem skákmeistari og líka fyrir það sem hann stendur sem aðgerðasinni,“ segir Jóhannes. Hann segir Kasparov hafa viljað fræðast mikið um land og þjóð sem og hringinn sem hann valdi sér sem er innblásinn af íslensku landvættunum. „Hann var mjög hrifinn af sögunni um íslensku landvættirnar og vildi fá útskýringar á hverjum hring. Hann vildi ekki drekann því hann stendur fyrir austur – hann vildi ekkert úr austri. Það endaði á því að hann valdi örninn sem stendur fyrir vestur. Hann var mjög hrifinn af sögu Íslendinga og spurði mikið. Það var skemmtilegt að ræða við hann. Hann var ekki með neina stjörnustæla og gaf sér tíma til að spyrja út í hlutina þótt hann hefði í nægu að snúast.“ John Grant vill ólmur fá að smíða sína eigin skartgripi hjá Jóhannesi einhvern tímann.Aðspurður hvort þeir félagar hafi tekið skák segir Jóhannes það ekki vera. „Ég held að við hefðum ekki þurft að spyrja að leikslokum í þeirri skák,“ segir hann glaður í bragði. Jóhannes hefur líka komist í kynni við tónlistarmanninn og Íslandsvininn John Grant, sem einnig á hring eftir hann. „Ég var rosalega ánægður þegar ég heyrði að hann væri að þvælast á Íslandi. Ég fór út að borða með honum, hann valdi sér hring og síðan hittumst við síðar á tónleikum í Hörpu. Hann er mjög kúl persóna og bað meira að segja um að fá að koma heim á verkstæðið mitt og smíða eitthvað sjálfur,“ segir Jóhannes sem stefnir á að taka hann á orðinu í nánustu framtíð. „Akkúrat í augnablikinu hef ég ekki mikinn tíma til að leika mér á verkstæðinu,“ bætir Jóhannes við, enda nóg að gera hjá honum að undirbúa sýningu á Hönnunarmars sem fer fram í Hörpu síðustu helgina í mars. „Það verður skemmtilegt samspil þar sem 23 til 25 gullsmiðir taka þátt en þeir eru allir í Félagi íslenskra gullsmíða sem er fagfélag. Þar mun ég sýna risastóran módelhlut úr nýju kvenmannslínunni minni Berg. Ég er að klára línuna núna og óvíst hvenær hún fer í sölu en það verður innan skamms. Ég vil að allt sem kemur frá mér sé 110 prósent. Ef ég er ekki ánægður þá verða viðskiptavinir mínir það ekki heldur. HönnunarMars Mest lesið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Fleiri fréttir Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Sjá meira
„Ég kannast við fólk í Skáksambandi Íslands og fékk að hitta á kallinn. Hann valdi sér hring sem ég gaf honum ásamt lyklakippu úr silfri með mynd af gömlu Íslandskorti,“ segir gullsmiðurinn Jóhannes Ottósson, maðurinn á bak við skartgripamerkið NOX. Hann gaf skákmeistaranum Garry Kasparov hönnun sína enda hefur hann ávallt borið virðingu fyrir honum. „Ég átti ekki margar hetjur þegar ég var yngri en þetta er eitt af nöfnunum sem ég þekkti. Ég er ekkert á kafi í skák en ég hef fylgst með honum reglulega í gegnum tíðina. Hann flutti til Bandaríkjanna fyrir tveimur árum og getur aldrei snúið aftur heim til Rússlands þannig að hann er pólitískur flóttamaður. Það kemur fyrir marga snillinga þegar þeir opna á sér munninn og grýta sér í kerfið. Ég ber mikla virðingu fyrir honum, bæði fyrir það sem hann er sem skákmeistari og líka fyrir það sem hann stendur sem aðgerðasinni,“ segir Jóhannes. Hann segir Kasparov hafa viljað fræðast mikið um land og þjóð sem og hringinn sem hann valdi sér sem er innblásinn af íslensku landvættunum. „Hann var mjög hrifinn af sögunni um íslensku landvættirnar og vildi fá útskýringar á hverjum hring. Hann vildi ekki drekann því hann stendur fyrir austur – hann vildi ekkert úr austri. Það endaði á því að hann valdi örninn sem stendur fyrir vestur. Hann var mjög hrifinn af sögu Íslendinga og spurði mikið. Það var skemmtilegt að ræða við hann. Hann var ekki með neina stjörnustæla og gaf sér tíma til að spyrja út í hlutina þótt hann hefði í nægu að snúast.“ John Grant vill ólmur fá að smíða sína eigin skartgripi hjá Jóhannesi einhvern tímann.Aðspurður hvort þeir félagar hafi tekið skák segir Jóhannes það ekki vera. „Ég held að við hefðum ekki þurft að spyrja að leikslokum í þeirri skák,“ segir hann glaður í bragði. Jóhannes hefur líka komist í kynni við tónlistarmanninn og Íslandsvininn John Grant, sem einnig á hring eftir hann. „Ég var rosalega ánægður þegar ég heyrði að hann væri að þvælast á Íslandi. Ég fór út að borða með honum, hann valdi sér hring og síðan hittumst við síðar á tónleikum í Hörpu. Hann er mjög kúl persóna og bað meira að segja um að fá að koma heim á verkstæðið mitt og smíða eitthvað sjálfur,“ segir Jóhannes sem stefnir á að taka hann á orðinu í nánustu framtíð. „Akkúrat í augnablikinu hef ég ekki mikinn tíma til að leika mér á verkstæðinu,“ bætir Jóhannes við, enda nóg að gera hjá honum að undirbúa sýningu á Hönnunarmars sem fer fram í Hörpu síðustu helgina í mars. „Það verður skemmtilegt samspil þar sem 23 til 25 gullsmiðir taka þátt en þeir eru allir í Félagi íslenskra gullsmíða sem er fagfélag. Þar mun ég sýna risastóran módelhlut úr nýju kvenmannslínunni minni Berg. Ég er að klára línuna núna og óvíst hvenær hún fer í sölu en það verður innan skamms. Ég vil að allt sem kemur frá mér sé 110 prósent. Ef ég er ekki ánægður þá verða viðskiptavinir mínir það ekki heldur.
HönnunarMars Mest lesið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Fleiri fréttir Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Sjá meira