Tíu dropar af sæmd 22. mars 2014 06:00 Um aldamótin starfaði ég í flóttamannabúðum í Serbíu. Flóttamennirnir voru frá fyrrverandi Júgóslavíu og áttu það sameiginlegt að hafa hrökklast frá heimkynnum sínum í stríðinu áratuginn á undan. Það var augljóst að þrátt fyrir að lágmarksaðhlynning væri sköffuð af hjálparsamtökum vantaði flóttamennina sárlega sæmdina sem fylgir því að hafa tilgang í samfélaginu sínu – þótt það samfélag væri bara hundruð manna í yfirgefnu hóteli uppi í hæðunum. Konurnar höfðu það að því leyti betra að þeirra tilgangur var að stússast í umsjá barna og matseld. Karlmennirnir höfðu ekki jafnafgerandi hlutverk, og sá sem hafði það hlutverk að vökva stéttina til að kæla hana var öfundaður af því. Ég var minnt á þetta á fundi með hælisleitendum í vikunni. Þeir sem þar tóku til máls höfðu einmitt á orði að þá dreymdi um að fá að verða að gagni og taka þátt í samfélagi; einnig á meðan á hælisbiðstofudvölinni stæði. Af því litla sem serbneska flóttafólkið hafði úr að moða vildi það oft gefa mér, íslensku dekurrófunni, kaffibollann sinn. Ég áttaði mig fljótt á að ég ætti ekki að afþakka og innbyrti því hættulega marga bolla af tyrknesku kaffi á dag. Ég velti því stundum fyrir mér hvort ég myndi gera það sama í sömu aðstæðum. Mér þykir enn frekar ólíklegt að ef vondu Rússarnir koma muni ég heimta að deila mínum tíu dropum með einhverri vestrænni stelpu sem væri hér í umönnunarstarfi en gæti hvenær sem er snúið aftur til síns frjálsa lúxuslífs. En kannski myndi ég einmitt vilja það – kannski héldi ég þá meiri reisn. Það er engin ástæða til að halda að allir flóttamenn séu fullkomnir. En það er vert að mæta þeim sem hrekjast um heiminn í leit að betri heimkynnum með því að muna hvað sjálfsvirðing er mikilvæg hverri manneskju. Í það minnsta að hugleiða þá spurningu að ef allt fer hér á versta veg og við verðum að sæta færis á mannsæmandi tilveru annars staðar í heiminum; hvernig vildum við láta koma fram við okkur? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Mest lesið Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun
Um aldamótin starfaði ég í flóttamannabúðum í Serbíu. Flóttamennirnir voru frá fyrrverandi Júgóslavíu og áttu það sameiginlegt að hafa hrökklast frá heimkynnum sínum í stríðinu áratuginn á undan. Það var augljóst að þrátt fyrir að lágmarksaðhlynning væri sköffuð af hjálparsamtökum vantaði flóttamennina sárlega sæmdina sem fylgir því að hafa tilgang í samfélaginu sínu – þótt það samfélag væri bara hundruð manna í yfirgefnu hóteli uppi í hæðunum. Konurnar höfðu það að því leyti betra að þeirra tilgangur var að stússast í umsjá barna og matseld. Karlmennirnir höfðu ekki jafnafgerandi hlutverk, og sá sem hafði það hlutverk að vökva stéttina til að kæla hana var öfundaður af því. Ég var minnt á þetta á fundi með hælisleitendum í vikunni. Þeir sem þar tóku til máls höfðu einmitt á orði að þá dreymdi um að fá að verða að gagni og taka þátt í samfélagi; einnig á meðan á hælisbiðstofudvölinni stæði. Af því litla sem serbneska flóttafólkið hafði úr að moða vildi það oft gefa mér, íslensku dekurrófunni, kaffibollann sinn. Ég áttaði mig fljótt á að ég ætti ekki að afþakka og innbyrti því hættulega marga bolla af tyrknesku kaffi á dag. Ég velti því stundum fyrir mér hvort ég myndi gera það sama í sömu aðstæðum. Mér þykir enn frekar ólíklegt að ef vondu Rússarnir koma muni ég heimta að deila mínum tíu dropum með einhverri vestrænni stelpu sem væri hér í umönnunarstarfi en gæti hvenær sem er snúið aftur til síns frjálsa lúxuslífs. En kannski myndi ég einmitt vilja það – kannski héldi ég þá meiri reisn. Það er engin ástæða til að halda að allir flóttamenn séu fullkomnir. En það er vert að mæta þeim sem hrekjast um heiminn í leit að betri heimkynnum með því að muna hvað sjálfsvirðing er mikilvæg hverri manneskju. Í það minnsta að hugleiða þá spurningu að ef allt fer hér á versta veg og við verðum að sæta færis á mannsæmandi tilveru annars staðar í heiminum; hvernig vildum við láta koma fram við okkur?
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun