Úr fjötrum fjarkanna Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 29. mars 2014 07:00 Stærstu stjórnmálaflokkar landsins – Sjálfstæðisflokkurinn, Framsókn, Samfylkingin og Vinstri grænir, mynda „fjórflokkinn“. „The Big Four“ vísar síðan til fjögurra þungarokkshljómsveita sem slógu í gegn upp úr 1980; Slayer, Anthrax, Metallica og Megadeth. Ég paraði þetta saman að gamni: Samfylkingin = Metallica Höfðar til margra en fer í taugarnar á öðrum fyrir miðjumoð. Til í að vinna með öllum. Samfylkingin fékk slaka kosningu í fyrra og síðasta plata Metallica seldist ekkert sérlega vel. Sjálfstæðisflokkurinn = Slayer Fyrirsjáanlegt en nýtur virðingar. Davíð Oddsson var eins konar Jeff Hanneman flokksins og dyggir stuðningsmenn sakna hans sárt. Davíð var hins vegar ekki bitinn af eitraðri könguló og er enn í fullu fjöri. Vinstri grænir = Megadeth Frábærir sprettir í gamla daga. Alltaf í skugga stóra bróður. Ögmundur gekk á hurð, varð skrýtinn og VG tapaði fylgi. Dave Mustaine hætti að drekka, varð ofsatrúarklikkhaus og Megadeth glataði aðdáendum. Framsóknarflokkurinn = Anthrax Enginn veit hverjir kjósa Framsóknarflokkinn og enn síður hverjir kaupa plötur Anthrax. Enda ekki eitthvað sem eðlilegt fólk viðurkennir opinberlega. Stuðningsmenn oftar en ekki smekkleysingjar í lummó fötum. Ekkert af þessu á erindi við nútímann. Af og til örlar á smá hugsjón og ástríðu, en við sem kjósum þessa flokka og kaupum þessar plötur erum sjálfviljug að láta svína á okkur. Þetta fólk hefur ekkert nýtt fram að færa og því hlýtur að vera kominn tími á eitthvað annað. Og ekki flokk sem er eiginlega alveg eins og Samfylkingin eða hljómsveit sem kóperar Slayer. Það er samt svo merkilegt þetta með Framsókn og Anthrax. Við vorum svo nálægt því að losna við bæði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Viðar Alfreðsson Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Stærstu stjórnmálaflokkar landsins – Sjálfstæðisflokkurinn, Framsókn, Samfylkingin og Vinstri grænir, mynda „fjórflokkinn“. „The Big Four“ vísar síðan til fjögurra þungarokkshljómsveita sem slógu í gegn upp úr 1980; Slayer, Anthrax, Metallica og Megadeth. Ég paraði þetta saman að gamni: Samfylkingin = Metallica Höfðar til margra en fer í taugarnar á öðrum fyrir miðjumoð. Til í að vinna með öllum. Samfylkingin fékk slaka kosningu í fyrra og síðasta plata Metallica seldist ekkert sérlega vel. Sjálfstæðisflokkurinn = Slayer Fyrirsjáanlegt en nýtur virðingar. Davíð Oddsson var eins konar Jeff Hanneman flokksins og dyggir stuðningsmenn sakna hans sárt. Davíð var hins vegar ekki bitinn af eitraðri könguló og er enn í fullu fjöri. Vinstri grænir = Megadeth Frábærir sprettir í gamla daga. Alltaf í skugga stóra bróður. Ögmundur gekk á hurð, varð skrýtinn og VG tapaði fylgi. Dave Mustaine hætti að drekka, varð ofsatrúarklikkhaus og Megadeth glataði aðdáendum. Framsóknarflokkurinn = Anthrax Enginn veit hverjir kjósa Framsóknarflokkinn og enn síður hverjir kaupa plötur Anthrax. Enda ekki eitthvað sem eðlilegt fólk viðurkennir opinberlega. Stuðningsmenn oftar en ekki smekkleysingjar í lummó fötum. Ekkert af þessu á erindi við nútímann. Af og til örlar á smá hugsjón og ástríðu, en við sem kjósum þessa flokka og kaupum þessar plötur erum sjálfviljug að láta svína á okkur. Þetta fólk hefur ekkert nýtt fram að færa og því hlýtur að vera kominn tími á eitthvað annað. Og ekki flokk sem er eiginlega alveg eins og Samfylkingin eða hljómsveit sem kóperar Slayer. Það er samt svo merkilegt þetta með Framsókn og Anthrax. Við vorum svo nálægt því að losna við bæði.
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun