Rokkar hagræðingarhópsins þagnaðir Þorsteinn Pálsson skrifar 29. mars 2014 07:00 Kerfisbreytingar eru gjarnan andsvar við stöðnun. Oft er það þó svo að vinsælla er að tala um þær sem almenna hugmynd en að framkvæma þær í einstökum atriðum. Framförum fylgja jafnan vaxtarverkir. Allir kjósa að njóta ávaxta af kerfisbreytingum en fáir vilja bera ábyrgð á óhjákvæmilegum fylgjum þeirra. Á síðasta ári varð hér meiri hagvöxtur en menn höfðu vænst. Það er smá rós í hnappagat fyrri stjórnar. Nýja ríkisstjórnin er til muna áhugasamari um hagvöxt. Því má reikna með að hann haldi áfram. Vandinn er hins vegar sá að framleiðni er ekki að vaxa að sama skapi. Bilið milli lífskjara hér og í grannlöndunum gæti því haldið áfram að breikka þrátt fyrir vöxt. Ein ástæðan fyrir þessu er sú að ríkisstjórnin er andvíg þeim kerfisbreytingum í peningamálum sem líklegastar eru til að stuðla að aukinni framleiðni. Vöxturinn verður því einkum í greinum með lága framleiðni eins og ferðaþjónustu og svo nýjum orkufrekum iðnaði sem þarfnast ívilnana og sérkjara á kostnað skattborgaranna. Framleiðniaukning er ekki aðeins mikilvæg í atvinnulífinu. Hún er líka brýn í ríkiskerfinu. Þar hefur víða náðst umtalsverður árangur. Aftur á móti er það íhugunarefni við þessar aðstæður hversu lítil athygli beinist að kerfisbreytingum og framleiðniaukningu í búskap atvinnuveganna. Þegar þannig stendur á er enn mikilvægara að knýja á um kerfisbreytingar á þjónustusviðum ríkisins eigi að komast hjá stöðnun. Kjarabætur opinberra starfsmanna verða þá í mun ríkari mæli en ella að byggjast á skipulagsbreytingum og framleiðniaukningu í ríkiskerfinu sjálfu.Menntamálaráðherra einn á báti Það eru nokkur býsn að menntamálaráðherra hefur verið einn á báti í rökræðunni fyrir kerfisbreytingum. Hann sendi þau skilaboð strax, (í gömlu merkingu þess orðs), að þær yrðu eitt af stóru verkefnum kjörtímabilsins. Það sem skipti þó meira máli var að hann reyndist vera tilbúinn að ræða jöfnum höndum óþægindin og ávinninginn. Með öðru móti verður kerfisbreytingaboðskapurinn ekki trúverðugur. Sú umræða sem staðið hefur síðan um það eðlilega sjónarmið að íslenskir grunn- og framhaldsskólar skili nemendum út í lífið eða til háskólanáms á jafn mörgum árum og í grannlöndunum hefur því smám saman fengið hljómgrunn. Kröfur kennara um kjarabætur umfram það sem samdist um á almennum markaði mættu velvilja í almenningsálitinu. Það er ekki nýtt. Hitt kom meira á óvart að andsvar menntamálaráðherra um kerfisbreytingu til að mæta þeim kostnaði féll einnig í frjóan akur almenningsálitsins. Samúðin með kröfugerðinni náði einfaldlega ekki til andspyrnu við breytingar. Ugglaust hefði menntamálaráðherra mátt koma fyrr með tæknilegar útfærslur í einstökum atriðum. Það væri einfaldlega slæmt ef hann félli á tíma. En það breytir ekki hinu að hann hefur með pólitískri rökræðu fengið víðtækan stuðning við sjónarmið sín úti í samfélaginu. Almenningur skilur að sérhver launahækkun er pólitísk efnahagsaðgerð. Í þessu tilviki voru þrjár leiðir færar: Ein var framleiðniaukning í skólakerfinu. Önnur var hækkun skatta. Og sú þriðja að skera niður hjá öðrum þjónustusviðum ríkisins. Ráðherrann benti á sanngjörnustu og hagkvæmustu leiðina til lausnar þótt enn sé ekki ljóst hvort hann hefur erindi sem erfiði.Samtök sem hlustað er á! Hitt voru ill tíðindi, sem menntamálaráðherra kynnti í vikunni, að áformuð sameining Landbúnaðarháskólans og Háskóla Íslands væri komin í saltpækil. Mótspyrna Bændasamtakanna virðist hafa ráðið mestu um það. Þar er sannarlega ekki við menn úti í bæ að eiga sem skella má skollaeyrum við. Tillögur ráðherrans voru vel rökstuddar og í þágu almannahagsmuna. Þeir urðu að víkja fyrir öðrum hagsmunum. Annað hvort verða skattgreiðendur að borga þann brúsa eða háskólakennarar með lægri launum. Eðlilegt hefði verið að stilla Bændasamtökunum upp andspænis þeim kosti að kostnaðurinn yrði dreginn frá framlögum til landbúnaðarins. Það hefur ekki þótt við hæfi. Á fyrstu mánuðum ríkisstjórnarinnar stóð hún í skugga svonefnds hagræðingarhóps sem talaði hærra og meira en hún. Formanni hans var síðan lyft til þeirra metorða að verða sérstakur aðstoðarmaður forsætisráðherra til að vinna að framgangi umbóta í ríkisrekstrinum. Ætla hefði mátt að þessi hópur hefði tekið hitann og þungann af menntamálaráðherra og verið sverð hans og skjöldur í umræðum um skipulagsbreytingar í skólakerfinu. Að réttu lagi hefði verið ærið tilefni til að halda neyðarfund í hagræðingarhópnum í vikunni þegar tíðindin bárust um Landbúnaðarháskólann. En er til átti að taka höfðu rokkar hópsins snarþagnað. Hávaðapólitík sem endar þannig er heldur haldlítil. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir Skoðun
Kerfisbreytingar eru gjarnan andsvar við stöðnun. Oft er það þó svo að vinsælla er að tala um þær sem almenna hugmynd en að framkvæma þær í einstökum atriðum. Framförum fylgja jafnan vaxtarverkir. Allir kjósa að njóta ávaxta af kerfisbreytingum en fáir vilja bera ábyrgð á óhjákvæmilegum fylgjum þeirra. Á síðasta ári varð hér meiri hagvöxtur en menn höfðu vænst. Það er smá rós í hnappagat fyrri stjórnar. Nýja ríkisstjórnin er til muna áhugasamari um hagvöxt. Því má reikna með að hann haldi áfram. Vandinn er hins vegar sá að framleiðni er ekki að vaxa að sama skapi. Bilið milli lífskjara hér og í grannlöndunum gæti því haldið áfram að breikka þrátt fyrir vöxt. Ein ástæðan fyrir þessu er sú að ríkisstjórnin er andvíg þeim kerfisbreytingum í peningamálum sem líklegastar eru til að stuðla að aukinni framleiðni. Vöxturinn verður því einkum í greinum með lága framleiðni eins og ferðaþjónustu og svo nýjum orkufrekum iðnaði sem þarfnast ívilnana og sérkjara á kostnað skattborgaranna. Framleiðniaukning er ekki aðeins mikilvæg í atvinnulífinu. Hún er líka brýn í ríkiskerfinu. Þar hefur víða náðst umtalsverður árangur. Aftur á móti er það íhugunarefni við þessar aðstæður hversu lítil athygli beinist að kerfisbreytingum og framleiðniaukningu í búskap atvinnuveganna. Þegar þannig stendur á er enn mikilvægara að knýja á um kerfisbreytingar á þjónustusviðum ríkisins eigi að komast hjá stöðnun. Kjarabætur opinberra starfsmanna verða þá í mun ríkari mæli en ella að byggjast á skipulagsbreytingum og framleiðniaukningu í ríkiskerfinu sjálfu.Menntamálaráðherra einn á báti Það eru nokkur býsn að menntamálaráðherra hefur verið einn á báti í rökræðunni fyrir kerfisbreytingum. Hann sendi þau skilaboð strax, (í gömlu merkingu þess orðs), að þær yrðu eitt af stóru verkefnum kjörtímabilsins. Það sem skipti þó meira máli var að hann reyndist vera tilbúinn að ræða jöfnum höndum óþægindin og ávinninginn. Með öðru móti verður kerfisbreytingaboðskapurinn ekki trúverðugur. Sú umræða sem staðið hefur síðan um það eðlilega sjónarmið að íslenskir grunn- og framhaldsskólar skili nemendum út í lífið eða til háskólanáms á jafn mörgum árum og í grannlöndunum hefur því smám saman fengið hljómgrunn. Kröfur kennara um kjarabætur umfram það sem samdist um á almennum markaði mættu velvilja í almenningsálitinu. Það er ekki nýtt. Hitt kom meira á óvart að andsvar menntamálaráðherra um kerfisbreytingu til að mæta þeim kostnaði féll einnig í frjóan akur almenningsálitsins. Samúðin með kröfugerðinni náði einfaldlega ekki til andspyrnu við breytingar. Ugglaust hefði menntamálaráðherra mátt koma fyrr með tæknilegar útfærslur í einstökum atriðum. Það væri einfaldlega slæmt ef hann félli á tíma. En það breytir ekki hinu að hann hefur með pólitískri rökræðu fengið víðtækan stuðning við sjónarmið sín úti í samfélaginu. Almenningur skilur að sérhver launahækkun er pólitísk efnahagsaðgerð. Í þessu tilviki voru þrjár leiðir færar: Ein var framleiðniaukning í skólakerfinu. Önnur var hækkun skatta. Og sú þriðja að skera niður hjá öðrum þjónustusviðum ríkisins. Ráðherrann benti á sanngjörnustu og hagkvæmustu leiðina til lausnar þótt enn sé ekki ljóst hvort hann hefur erindi sem erfiði.Samtök sem hlustað er á! Hitt voru ill tíðindi, sem menntamálaráðherra kynnti í vikunni, að áformuð sameining Landbúnaðarháskólans og Háskóla Íslands væri komin í saltpækil. Mótspyrna Bændasamtakanna virðist hafa ráðið mestu um það. Þar er sannarlega ekki við menn úti í bæ að eiga sem skella má skollaeyrum við. Tillögur ráðherrans voru vel rökstuddar og í þágu almannahagsmuna. Þeir urðu að víkja fyrir öðrum hagsmunum. Annað hvort verða skattgreiðendur að borga þann brúsa eða háskólakennarar með lægri launum. Eðlilegt hefði verið að stilla Bændasamtökunum upp andspænis þeim kosti að kostnaðurinn yrði dreginn frá framlögum til landbúnaðarins. Það hefur ekki þótt við hæfi. Á fyrstu mánuðum ríkisstjórnarinnar stóð hún í skugga svonefnds hagræðingarhóps sem talaði hærra og meira en hún. Formanni hans var síðan lyft til þeirra metorða að verða sérstakur aðstoðarmaður forsætisráðherra til að vinna að framgangi umbóta í ríkisrekstrinum. Ætla hefði mátt að þessi hópur hefði tekið hitann og þungann af menntamálaráðherra og verið sverð hans og skjöldur í umræðum um skipulagsbreytingar í skólakerfinu. Að réttu lagi hefði verið ærið tilefni til að halda neyðarfund í hagræðingarhópnum í vikunni þegar tíðindin bárust um Landbúnaðarháskólann. En er til átti að taka höfðu rokkar hópsins snarþagnað. Hávaðapólitík sem endar þannig er heldur haldlítil.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir Skoðun