Mánudagsblús Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 31. mars 2014 07:00 Mánudagur hefur löngum verið talinn erfiðasti dagur vikunnar. Þennan vafasama heiður má líklega rekja til þess að flestir snúa þá aftur til vinnu og standa frammi fyrir vinnuvikunni; fimm heilum vinnudögum. Síðan þegar nær dregur helgi fer lund fólks að lyftast með von um skemmtilegri tíma – eins langt frá vinnustaðnum og mögulegt er. Ef við færum þessa kenningu yfir á þjóðfélagið er ljóst að það er enn ansi langt í helgina. Við höfum eiginlega verið föst í einum löngum mánudegi frá hruni. Nú síðast fengum við að vita að nýjasta útspil ríkisstjórnarinnar, „aðgerðir til að lækka húsnæðisskuldir“, er fullkomið jafngildi þess að pissa í skóinn sinn. Allir þeir sem hafa tjáð sig um aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafa sömu áhyggjur, þær munu valda verðbólgu sem á endanum skilar skuldurum á nákvæmlega sama stað. Hærri verðbólga hins vegar hefur ekki bara áhrif til hins verra á skuldarana heldur líka alla hina. Það er sem sagt allt að fara til fjandans – eins og vanalega. Eina raunverulega spurningin á þessum mánudegi er hvaða nýja vinkla stjórnmálamennirnir og þjóðfélagsrýnarnir munu finna í þessari viku til að segja okkur að þetta sé búið. Verður það tengt hruninu, gjaldeyrishöftunum eða kannski kennaraverkfallinu? Það eina sem við vitum er að þetta verður slæmt og að líklega mun einhver biðja síðasta einstaklinginn sem yfirgefur landið um að slökkva á eftir sér. Mér verður oft hugsað til þess hversu svartsýnir nánast allir viðmælendur fjölmiðla eru. Það kemst ekkert að nema neikvæðni og niðurrif. Boðskapurinn er eins og klipptur út úr lagi eftir meistara Megas: Það er vont bara fyrst svo versnar það stöðugt – loks verður það djöfullegra en orð fá lýst. Er ekki kominn tími til að losna undan þessum sífellda mánudagsblús? Færa okkur aðeins nær helginni? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Mest lesið Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Mánudagur hefur löngum verið talinn erfiðasti dagur vikunnar. Þennan vafasama heiður má líklega rekja til þess að flestir snúa þá aftur til vinnu og standa frammi fyrir vinnuvikunni; fimm heilum vinnudögum. Síðan þegar nær dregur helgi fer lund fólks að lyftast með von um skemmtilegri tíma – eins langt frá vinnustaðnum og mögulegt er. Ef við færum þessa kenningu yfir á þjóðfélagið er ljóst að það er enn ansi langt í helgina. Við höfum eiginlega verið föst í einum löngum mánudegi frá hruni. Nú síðast fengum við að vita að nýjasta útspil ríkisstjórnarinnar, „aðgerðir til að lækka húsnæðisskuldir“, er fullkomið jafngildi þess að pissa í skóinn sinn. Allir þeir sem hafa tjáð sig um aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafa sömu áhyggjur, þær munu valda verðbólgu sem á endanum skilar skuldurum á nákvæmlega sama stað. Hærri verðbólga hins vegar hefur ekki bara áhrif til hins verra á skuldarana heldur líka alla hina. Það er sem sagt allt að fara til fjandans – eins og vanalega. Eina raunverulega spurningin á þessum mánudegi er hvaða nýja vinkla stjórnmálamennirnir og þjóðfélagsrýnarnir munu finna í þessari viku til að segja okkur að þetta sé búið. Verður það tengt hruninu, gjaldeyrishöftunum eða kannski kennaraverkfallinu? Það eina sem við vitum er að þetta verður slæmt og að líklega mun einhver biðja síðasta einstaklinginn sem yfirgefur landið um að slökkva á eftir sér. Mér verður oft hugsað til þess hversu svartsýnir nánast allir viðmælendur fjölmiðla eru. Það kemst ekkert að nema neikvæðni og niðurrif. Boðskapurinn er eins og klipptur út úr lagi eftir meistara Megas: Það er vont bara fyrst svo versnar það stöðugt – loks verður það djöfullegra en orð fá lýst. Er ekki kominn tími til að losna undan þessum sífellda mánudagsblús? Færa okkur aðeins nær helginni?
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun